Hlutabréf í Evrópu taka dýfu - hefur áhrif á Íslandi 5. september 2011 13:14 Tap flokks Angelu Merkel er meðal annars ástæðan fyrir því að hlutabréfin tóku dýfu. Hlutabréfaverð í Evrópu tók enn aðra dýfuna og evran veiktist gagnvart dollaranum í morgun, en áhyggjur fjárfesta af því að evrópska skuldakrísan muni versna hafa verið að aukast samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þar kemur fram að gull hefur verið að hækka í verði, olían að lækka og skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu að hækka af sömu ástæðum. Nemur lækkun S&P Europe 350 vísitölunnar 2,5% í morgun og er hlutabréfaverð að lækka á öllum helstu hlutabréfamörkuðum innan svæðisins.Fréttir frá Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu... Ástæða þess að áhyggjur fjárfesta af því að bót verði ráðin á skuldavanda ríkja Evrópu hafa aukist er sú að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa opinberast vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og auk þess virðist ganga illa hjá ítölskum stjórnvöldum að standa við þann niðurskurð sem þarf að gera í ríkisfjármálum þar í landi....og Bretlandi Tölur sem benda til þess að það sé að hægja á hagvexti ríkja heims berast nú víða að. Í morgun lækkaði breska pundið nokkuð þegar tölur bárust um að umsvifin í þjónustugeiranum þar í landi hefðu í síðasta mánuði verið þau minnstu í meira en áratug. Þá voru birtar vinnumarkaðstölur fyrir Bandaríkin á föstudaginn sem sýndu að fjöldi starfa stóð í stað í ágúst síðastliðinn og atvinnuleysi var óbreytt í 9,1% frá því í júlí. Lækkaði verð hlutabréfa í Bandaríkjunum við þær fréttir. Hefur talsverð áhrif hér Samkvæmt tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok annars ársfjórðungs sem Seðlabankinn birti í lok síðustu viku voru erlendar eignir þjóðarbúsins þá 2.470 ma.kr. Af því var eign í erlendu hlutafé 594 ma.kr. eða nær 40% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs. Gangur mála á erlendum hlutabréfamörkuðum hefur því talsvert að segja um þróun eignastöðu innlenda aðila. Þess má geta að þessar erlendu eignir eru að mestu í almennri eigu þar sem stærsti hluti þeirra er í eigu lífeyrissjóðanna, en þeir áttu 418 ma.kr. í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins. Áhrifin á eign innlendra aðila í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum er þó ekki nema lítill hluti þeirra áhrifa sem umrótið á erlendum mörkuðum hefur á íslenska hagkerfið, líkt og við höfum áður ritað um. Skuldakrísa sú sem ríki heims glíma við um þessar mundir hægir á þeirri uppsveiflu sem vænst hefur verið hér á landi. Ef af samdrætti verður í hagkerfi heimsins líkt og ýmsir óttast um þessar mundir mun það líklegast draga íslenska hagkerfið með sér. Vaxandi skuldavandi ríkja heims er því talsvert áhyggjuefni varðandi hagvaxtarhorfur hér á landi eins og greinir frá í morgunkorni Íslandsbanka. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Hlutabréfaverð í Evrópu tók enn aðra dýfuna og evran veiktist gagnvart dollaranum í morgun, en áhyggjur fjárfesta af því að evrópska skuldakrísan muni versna hafa verið að aukast samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þar kemur fram að gull hefur verið að hækka í verði, olían að lækka og skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu að hækka af sömu ástæðum. Nemur lækkun S&P Europe 350 vísitölunnar 2,5% í morgun og er hlutabréfaverð að lækka á öllum helstu hlutabréfamörkuðum innan svæðisins.Fréttir frá Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu... Ástæða þess að áhyggjur fjárfesta af því að bót verði ráðin á skuldavanda ríkja Evrópu hafa aukist er sú að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa opinberast vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og auk þess virðist ganga illa hjá ítölskum stjórnvöldum að standa við þann niðurskurð sem þarf að gera í ríkisfjármálum þar í landi....og Bretlandi Tölur sem benda til þess að það sé að hægja á hagvexti ríkja heims berast nú víða að. Í morgun lækkaði breska pundið nokkuð þegar tölur bárust um að umsvifin í þjónustugeiranum þar í landi hefðu í síðasta mánuði verið þau minnstu í meira en áratug. Þá voru birtar vinnumarkaðstölur fyrir Bandaríkin á föstudaginn sem sýndu að fjöldi starfa stóð í stað í ágúst síðastliðinn og atvinnuleysi var óbreytt í 9,1% frá því í júlí. Lækkaði verð hlutabréfa í Bandaríkjunum við þær fréttir. Hefur talsverð áhrif hér Samkvæmt tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok annars ársfjórðungs sem Seðlabankinn birti í lok síðustu viku voru erlendar eignir þjóðarbúsins þá 2.470 ma.kr. Af því var eign í erlendu hlutafé 594 ma.kr. eða nær 40% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs. Gangur mála á erlendum hlutabréfamörkuðum hefur því talsvert að segja um þróun eignastöðu innlenda aðila. Þess má geta að þessar erlendu eignir eru að mestu í almennri eigu þar sem stærsti hluti þeirra er í eigu lífeyrissjóðanna, en þeir áttu 418 ma.kr. í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins. Áhrifin á eign innlendra aðila í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum er þó ekki nema lítill hluti þeirra áhrifa sem umrótið á erlendum mörkuðum hefur á íslenska hagkerfið, líkt og við höfum áður ritað um. Skuldakrísa sú sem ríki heims glíma við um þessar mundir hægir á þeirri uppsveiflu sem vænst hefur verið hér á landi. Ef af samdrætti verður í hagkerfi heimsins líkt og ýmsir óttast um þessar mundir mun það líklegast draga íslenska hagkerfið með sér. Vaxandi skuldavandi ríkja heims er því talsvert áhyggjuefni varðandi hagvaxtarhorfur hér á landi eins og greinir frá í morgunkorni Íslandsbanka.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira