Hlutabréf í Evrópu taka dýfu - hefur áhrif á Íslandi 5. september 2011 13:14 Tap flokks Angelu Merkel er meðal annars ástæðan fyrir því að hlutabréfin tóku dýfu. Hlutabréfaverð í Evrópu tók enn aðra dýfuna og evran veiktist gagnvart dollaranum í morgun, en áhyggjur fjárfesta af því að evrópska skuldakrísan muni versna hafa verið að aukast samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þar kemur fram að gull hefur verið að hækka í verði, olían að lækka og skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu að hækka af sömu ástæðum. Nemur lækkun S&P Europe 350 vísitölunnar 2,5% í morgun og er hlutabréfaverð að lækka á öllum helstu hlutabréfamörkuðum innan svæðisins.Fréttir frá Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu... Ástæða þess að áhyggjur fjárfesta af því að bót verði ráðin á skuldavanda ríkja Evrópu hafa aukist er sú að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa opinberast vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og auk þess virðist ganga illa hjá ítölskum stjórnvöldum að standa við þann niðurskurð sem þarf að gera í ríkisfjármálum þar í landi....og Bretlandi Tölur sem benda til þess að það sé að hægja á hagvexti ríkja heims berast nú víða að. Í morgun lækkaði breska pundið nokkuð þegar tölur bárust um að umsvifin í þjónustugeiranum þar í landi hefðu í síðasta mánuði verið þau minnstu í meira en áratug. Þá voru birtar vinnumarkaðstölur fyrir Bandaríkin á föstudaginn sem sýndu að fjöldi starfa stóð í stað í ágúst síðastliðinn og atvinnuleysi var óbreytt í 9,1% frá því í júlí. Lækkaði verð hlutabréfa í Bandaríkjunum við þær fréttir. Hefur talsverð áhrif hér Samkvæmt tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok annars ársfjórðungs sem Seðlabankinn birti í lok síðustu viku voru erlendar eignir þjóðarbúsins þá 2.470 ma.kr. Af því var eign í erlendu hlutafé 594 ma.kr. eða nær 40% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs. Gangur mála á erlendum hlutabréfamörkuðum hefur því talsvert að segja um þróun eignastöðu innlenda aðila. Þess má geta að þessar erlendu eignir eru að mestu í almennri eigu þar sem stærsti hluti þeirra er í eigu lífeyrissjóðanna, en þeir áttu 418 ma.kr. í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins. Áhrifin á eign innlendra aðila í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum er þó ekki nema lítill hluti þeirra áhrifa sem umrótið á erlendum mörkuðum hefur á íslenska hagkerfið, líkt og við höfum áður ritað um. Skuldakrísa sú sem ríki heims glíma við um þessar mundir hægir á þeirri uppsveiflu sem vænst hefur verið hér á landi. Ef af samdrætti verður í hagkerfi heimsins líkt og ýmsir óttast um þessar mundir mun það líklegast draga íslenska hagkerfið með sér. Vaxandi skuldavandi ríkja heims er því talsvert áhyggjuefni varðandi hagvaxtarhorfur hér á landi eins og greinir frá í morgunkorni Íslandsbanka. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hlutabréfaverð í Evrópu tók enn aðra dýfuna og evran veiktist gagnvart dollaranum í morgun, en áhyggjur fjárfesta af því að evrópska skuldakrísan muni versna hafa verið að aukast samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þar kemur fram að gull hefur verið að hækka í verði, olían að lækka og skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu að hækka af sömu ástæðum. Nemur lækkun S&P Europe 350 vísitölunnar 2,5% í morgun og er hlutabréfaverð að lækka á öllum helstu hlutabréfamörkuðum innan svæðisins.Fréttir frá Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu... Ástæða þess að áhyggjur fjárfesta af því að bót verði ráðin á skuldavanda ríkja Evrópu hafa aukist er sú að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa opinberast vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og auk þess virðist ganga illa hjá ítölskum stjórnvöldum að standa við þann niðurskurð sem þarf að gera í ríkisfjármálum þar í landi....og Bretlandi Tölur sem benda til þess að það sé að hægja á hagvexti ríkja heims berast nú víða að. Í morgun lækkaði breska pundið nokkuð þegar tölur bárust um að umsvifin í þjónustugeiranum þar í landi hefðu í síðasta mánuði verið þau minnstu í meira en áratug. Þá voru birtar vinnumarkaðstölur fyrir Bandaríkin á föstudaginn sem sýndu að fjöldi starfa stóð í stað í ágúst síðastliðinn og atvinnuleysi var óbreytt í 9,1% frá því í júlí. Lækkaði verð hlutabréfa í Bandaríkjunum við þær fréttir. Hefur talsverð áhrif hér Samkvæmt tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok annars ársfjórðungs sem Seðlabankinn birti í lok síðustu viku voru erlendar eignir þjóðarbúsins þá 2.470 ma.kr. Af því var eign í erlendu hlutafé 594 ma.kr. eða nær 40% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs. Gangur mála á erlendum hlutabréfamörkuðum hefur því talsvert að segja um þróun eignastöðu innlenda aðila. Þess má geta að þessar erlendu eignir eru að mestu í almennri eigu þar sem stærsti hluti þeirra er í eigu lífeyrissjóðanna, en þeir áttu 418 ma.kr. í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins. Áhrifin á eign innlendra aðila í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum er þó ekki nema lítill hluti þeirra áhrifa sem umrótið á erlendum mörkuðum hefur á íslenska hagkerfið, líkt og við höfum áður ritað um. Skuldakrísa sú sem ríki heims glíma við um þessar mundir hægir á þeirri uppsveiflu sem vænst hefur verið hér á landi. Ef af samdrætti verður í hagkerfi heimsins líkt og ýmsir óttast um þessar mundir mun það líklegast draga íslenska hagkerfið með sér. Vaxandi skuldavandi ríkja heims er því talsvert áhyggjuefni varðandi hagvaxtarhorfur hér á landi eins og greinir frá í morgunkorni Íslandsbanka.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira