Viðskipti innlent

Stundvísi Iceland Express batnar lítillega

Iceland Express.
Iceland Express.
Sex af hverjum tíu flugvélum á vegum Iceland Express eru á tíma samkvæmt könnun sem finna má á vefsíðunni Túristi.is.

Þar með bætir fyrirtækið sig lítillega í stundvísi en í júní var fimm af hverjum tíu flugvélum á réttum tíma samkvæmt sömu mælingum.

Mikið var rætt um óstundvísi Iceland Express fyrr í sumar og lofuðu þeir betrun og bót í þeim málum.

Fyrirtækið ætlar nú sjálft að birta vikulegar upplýsingar um árangur varðandi stundvísi og áætlanir. Fyrstu tölur eru væntanlegar á morgun.

Hægt er að nálgast nákvæma úttekt á stundvísi ferðaskrifstofunnar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×