Fáir útlendingar vilja fjárfesta hér á landi 7. september 2011 14:00 fjárfestirinn Það getur komið sér vel að erlendir áhættufjárfestar horfa ekki hingað, að mati Bala Kamallakharan. Mynd/ Anton Brink „Það er ömurlegt að fjárfesta á Íslandi. Hér eru gjaldeyrishöft og ríkisstjórninni virðist nákvæmlega sama um það þótt erlendir fjárfestar vilji ekki festa fé sitt hér,“ segir fjárfestirinn Balan Kamallakharan. Hann fer fyrir fjárfestingarsjóði fjölskyldu sinnar og viðskiptafélaga hér á landi. Sjóðurinn einbeitir sér að fjárfestingum í net- og tæknifyrirtækjum. Hann vill ekki greina frá fjárfestingargetu sjóðsins í samtali við Fréttablaðið. Sjóðurinn á sér fyrirmynd í frumfjárfestum Facebook og Google og leggur tiltölulega nýstofnuðum fyrirtækjum til fjármagn eftir þörfum fyrstu árin. Bala, eins og hann kynnir sig, segir erlenda áhættufjárfesta, ekki síst í Bandaríkjunum, almennt neikvæða gagnvart fjárfestingum hér. Auk þess að vera litnir hornauga þá hafi þeir almennt ekki trú á evrópskum frumkvöðlum; þá skorti óþreyjuna, hungrið, og hafi lítið til að stæra sig af í samanburði við Bandaríkin nema kannski samskiptaforritið Skype. Þetta neikvæða andrúmsloft komi Bala vel; hann geti setið einn að fyrirtækjum sem leiti að fjárfestum hér og þurfi ekki að berja keppinauta af sér. Helsti gallinn sé sá að hér vanti skipulagðan vettvang fyrir fjárfesta eins og sé í öðrum löndum. „Það er í raun mjög skrýtið að vera fjárfestir hér,“ segir hann og bendir á að kollegar hans virðist ósýnilegir. Sjóður Bala var sá fyrsti til að koma með fjármagn inn í netfyrirtækið Clöru og hefur nú fjármagnað rekstur fyrirtækisins síðastliðna átján mánuði. Þá hefur Bala, sem hefur búið hér á landi frá 2006 þegar hann hóf störf hjá Glitni, unnið náið með stofnendum og stjórnendum Clöru að uppbyggingu fyrirtækisins síðasta árið. „Þegar við komum í hluthafahópinn voru starfsmenn sex eða sjö. Nú eru þeir fjórtán. Við höfum því búið til átta hálaunastörf á um ári,“ segir hann. Bala hélt erindi á haustfundi frumkvöðla- og nýsköpunarsetursins Innovit á föstudag í síðustu viku þar sem hann ræddi um fjárfestingarumhverfið hér. Í máli Bala kom fram að Íslendingar séu óhræddir við að byrja á einhverju nýju, virðist óhræddir við hið óþekkta, hvað þá að leita til fjárfesta. „Þetta er fyrsta kryddið sem þarf til að verða frumkvöðull,“ segir hann. „Frumkvöðlar verða að vera hugrakkir. Þeir íslensku eiga ekki að horfa til þess hvernig eigi að leysa lítið vandamál hér heldur hugsa stórt og sigra heiminn,“ segir hann. - jab Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Það er ömurlegt að fjárfesta á Íslandi. Hér eru gjaldeyrishöft og ríkisstjórninni virðist nákvæmlega sama um það þótt erlendir fjárfestar vilji ekki festa fé sitt hér,“ segir fjárfestirinn Balan Kamallakharan. Hann fer fyrir fjárfestingarsjóði fjölskyldu sinnar og viðskiptafélaga hér á landi. Sjóðurinn einbeitir sér að fjárfestingum í net- og tæknifyrirtækjum. Hann vill ekki greina frá fjárfestingargetu sjóðsins í samtali við Fréttablaðið. Sjóðurinn á sér fyrirmynd í frumfjárfestum Facebook og Google og leggur tiltölulega nýstofnuðum fyrirtækjum til fjármagn eftir þörfum fyrstu árin. Bala, eins og hann kynnir sig, segir erlenda áhættufjárfesta, ekki síst í Bandaríkjunum, almennt neikvæða gagnvart fjárfestingum hér. Auk þess að vera litnir hornauga þá hafi þeir almennt ekki trú á evrópskum frumkvöðlum; þá skorti óþreyjuna, hungrið, og hafi lítið til að stæra sig af í samanburði við Bandaríkin nema kannski samskiptaforritið Skype. Þetta neikvæða andrúmsloft komi Bala vel; hann geti setið einn að fyrirtækjum sem leiti að fjárfestum hér og þurfi ekki að berja keppinauta af sér. Helsti gallinn sé sá að hér vanti skipulagðan vettvang fyrir fjárfesta eins og sé í öðrum löndum. „Það er í raun mjög skrýtið að vera fjárfestir hér,“ segir hann og bendir á að kollegar hans virðist ósýnilegir. Sjóður Bala var sá fyrsti til að koma með fjármagn inn í netfyrirtækið Clöru og hefur nú fjármagnað rekstur fyrirtækisins síðastliðna átján mánuði. Þá hefur Bala, sem hefur búið hér á landi frá 2006 þegar hann hóf störf hjá Glitni, unnið náið með stofnendum og stjórnendum Clöru að uppbyggingu fyrirtækisins síðasta árið. „Þegar við komum í hluthafahópinn voru starfsmenn sex eða sjö. Nú eru þeir fjórtán. Við höfum því búið til átta hálaunastörf á um ári,“ segir hann. Bala hélt erindi á haustfundi frumkvöðla- og nýsköpunarsetursins Innovit á föstudag í síðustu viku þar sem hann ræddi um fjárfestingarumhverfið hér. Í máli Bala kom fram að Íslendingar séu óhræddir við að byrja á einhverju nýju, virðist óhræddir við hið óþekkta, hvað þá að leita til fjárfesta. „Þetta er fyrsta kryddið sem þarf til að verða frumkvöðull,“ segir hann. „Frumkvöðlar verða að vera hugrakkir. Þeir íslensku eiga ekki að horfa til þess hvernig eigi að leysa lítið vandamál hér heldur hugsa stórt og sigra heiminn,“ segir hann. - jab
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira