Fáir útlendingar vilja fjárfesta hér á landi 7. september 2011 14:00 fjárfestirinn Það getur komið sér vel að erlendir áhættufjárfestar horfa ekki hingað, að mati Bala Kamallakharan. Mynd/ Anton Brink „Það er ömurlegt að fjárfesta á Íslandi. Hér eru gjaldeyrishöft og ríkisstjórninni virðist nákvæmlega sama um það þótt erlendir fjárfestar vilji ekki festa fé sitt hér,“ segir fjárfestirinn Balan Kamallakharan. Hann fer fyrir fjárfestingarsjóði fjölskyldu sinnar og viðskiptafélaga hér á landi. Sjóðurinn einbeitir sér að fjárfestingum í net- og tæknifyrirtækjum. Hann vill ekki greina frá fjárfestingargetu sjóðsins í samtali við Fréttablaðið. Sjóðurinn á sér fyrirmynd í frumfjárfestum Facebook og Google og leggur tiltölulega nýstofnuðum fyrirtækjum til fjármagn eftir þörfum fyrstu árin. Bala, eins og hann kynnir sig, segir erlenda áhættufjárfesta, ekki síst í Bandaríkjunum, almennt neikvæða gagnvart fjárfestingum hér. Auk þess að vera litnir hornauga þá hafi þeir almennt ekki trú á evrópskum frumkvöðlum; þá skorti óþreyjuna, hungrið, og hafi lítið til að stæra sig af í samanburði við Bandaríkin nema kannski samskiptaforritið Skype. Þetta neikvæða andrúmsloft komi Bala vel; hann geti setið einn að fyrirtækjum sem leiti að fjárfestum hér og þurfi ekki að berja keppinauta af sér. Helsti gallinn sé sá að hér vanti skipulagðan vettvang fyrir fjárfesta eins og sé í öðrum löndum. „Það er í raun mjög skrýtið að vera fjárfestir hér,“ segir hann og bendir á að kollegar hans virðist ósýnilegir. Sjóður Bala var sá fyrsti til að koma með fjármagn inn í netfyrirtækið Clöru og hefur nú fjármagnað rekstur fyrirtækisins síðastliðna átján mánuði. Þá hefur Bala, sem hefur búið hér á landi frá 2006 þegar hann hóf störf hjá Glitni, unnið náið með stofnendum og stjórnendum Clöru að uppbyggingu fyrirtækisins síðasta árið. „Þegar við komum í hluthafahópinn voru starfsmenn sex eða sjö. Nú eru þeir fjórtán. Við höfum því búið til átta hálaunastörf á um ári,“ segir hann. Bala hélt erindi á haustfundi frumkvöðla- og nýsköpunarsetursins Innovit á föstudag í síðustu viku þar sem hann ræddi um fjárfestingarumhverfið hér. Í máli Bala kom fram að Íslendingar séu óhræddir við að byrja á einhverju nýju, virðist óhræddir við hið óþekkta, hvað þá að leita til fjárfesta. „Þetta er fyrsta kryddið sem þarf til að verða frumkvöðull,“ segir hann. „Frumkvöðlar verða að vera hugrakkir. Þeir íslensku eiga ekki að horfa til þess hvernig eigi að leysa lítið vandamál hér heldur hugsa stórt og sigra heiminn,“ segir hann. - jab Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
„Það er ömurlegt að fjárfesta á Íslandi. Hér eru gjaldeyrishöft og ríkisstjórninni virðist nákvæmlega sama um það þótt erlendir fjárfestar vilji ekki festa fé sitt hér,“ segir fjárfestirinn Balan Kamallakharan. Hann fer fyrir fjárfestingarsjóði fjölskyldu sinnar og viðskiptafélaga hér á landi. Sjóðurinn einbeitir sér að fjárfestingum í net- og tæknifyrirtækjum. Hann vill ekki greina frá fjárfestingargetu sjóðsins í samtali við Fréttablaðið. Sjóðurinn á sér fyrirmynd í frumfjárfestum Facebook og Google og leggur tiltölulega nýstofnuðum fyrirtækjum til fjármagn eftir þörfum fyrstu árin. Bala, eins og hann kynnir sig, segir erlenda áhættufjárfesta, ekki síst í Bandaríkjunum, almennt neikvæða gagnvart fjárfestingum hér. Auk þess að vera litnir hornauga þá hafi þeir almennt ekki trú á evrópskum frumkvöðlum; þá skorti óþreyjuna, hungrið, og hafi lítið til að stæra sig af í samanburði við Bandaríkin nema kannski samskiptaforritið Skype. Þetta neikvæða andrúmsloft komi Bala vel; hann geti setið einn að fyrirtækjum sem leiti að fjárfestum hér og þurfi ekki að berja keppinauta af sér. Helsti gallinn sé sá að hér vanti skipulagðan vettvang fyrir fjárfesta eins og sé í öðrum löndum. „Það er í raun mjög skrýtið að vera fjárfestir hér,“ segir hann og bendir á að kollegar hans virðist ósýnilegir. Sjóður Bala var sá fyrsti til að koma með fjármagn inn í netfyrirtækið Clöru og hefur nú fjármagnað rekstur fyrirtækisins síðastliðna átján mánuði. Þá hefur Bala, sem hefur búið hér á landi frá 2006 þegar hann hóf störf hjá Glitni, unnið náið með stofnendum og stjórnendum Clöru að uppbyggingu fyrirtækisins síðasta árið. „Þegar við komum í hluthafahópinn voru starfsmenn sex eða sjö. Nú eru þeir fjórtán. Við höfum því búið til átta hálaunastörf á um ári,“ segir hann. Bala hélt erindi á haustfundi frumkvöðla- og nýsköpunarsetursins Innovit á föstudag í síðustu viku þar sem hann ræddi um fjárfestingarumhverfið hér. Í máli Bala kom fram að Íslendingar séu óhræddir við að byrja á einhverju nýju, virðist óhræddir við hið óþekkta, hvað þá að leita til fjárfesta. „Þetta er fyrsta kryddið sem þarf til að verða frumkvöðull,“ segir hann. „Frumkvöðlar verða að vera hugrakkir. Þeir íslensku eiga ekki að horfa til þess hvernig eigi að leysa lítið vandamál hér heldur hugsa stórt og sigra heiminn,“ segir hann. - jab
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira