Viðskipti innlent

Mikil fjölgun gistinótta í júlí

Gistinóttum Íslendinga í júlí fjölgaði um 52 prósent á milli ára og gistinætur útlendinga voru einnig fleiri og jukust þær um þrettán prósent frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar eru í dag. Alls voru gistinætur í júlí 229.100 samanborið við 196.700 nætur í fyrra. Gistinætur útlendinga nema um 88 prósentum af heildarfjöldanum.

Á höfðuborgarsvæðinu voru 135.800 gistinætur í júlí sem er samkvæmt Hagstofunni 21 prósent aukning frá fyrra ári. „Á Suðurlandi voru 35.350 gistinætur júlí sem er 16% fjölgun samanborið við júlí 2010. Á Norðurlandi voru gistinætur 25.760 í júlí, jukust um 12% og á Suðurnesjum voru 9.650 gistinætur sem er 11% aukning frá júlí 2010. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru gistinætur 10.700 sem er 2% aukning milli ára. Á Austurlandi voru gistinætur í júlí svipaðar milli ára eða um 11.800. “






Fleiri fréttir

Sjá meira


×