Samkeppnishæfni Íslands batnar 7. september 2011 08:21 Ísland er nú í 30. sæti í samkeppnisvísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum. Í fyrra var landið í 31. sæti og færist það því upp um eitt sæti á listanum. Það er nokkur viðsnúningur frá síðasta ári þegar Ísland féll um sex sæti. Í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem er samstarfsaðili Alþjóðaefnahagsráðsins segir að samkeppnishæfnivísitalan byggi á opinberum upplýsingum og rannsókn sem gerð er meðal stjórnenda í atvinnulífi 130 þjóða. „Vísitala Alþjóðefnahagsráðsins um samkeppnishæfni er einn virtasti mælikvarði á efnahagslíf þjóða víða um heim. Vísitalan er víðtæk og endurspeglar þá þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtarmöguleika,“ segir í tilkynningunni. „Sviss er efst á lista yfir samkeppnishæfni þjóða, Singapúr í öðru sæti og nágrannaþjóð okkar Svíþjóð vermir þriðja sætið. Svíþjóð og Singapúr skipta um sæti á milli ára en Svíþjóð var í öðru sæti í fyrra og Singapúr í því þriðja. Finnland er hástökkvari ársins en landið er nú komið í fjórða sæti úr því sjöunda. Athygli vekur að Bandaríkin láta enn undan og eru núna í fimmta sæti listans.“ Í umsögn Alþjóðefnahagsráðsins um stöðu Íslands segir að eftir að landið hafi fallið um ellefu sæti síðastliðin tvö ár blasi nú við viðsnúningur þar sem landið færist upp um eitt sæti. „Þrátt fyrir erfiðleika að undanförnu nýtur landið góðs af nokkrum sterkum samkeppnisþáttum. Hér er um að ræða þætti eins og menntun á öllum stigum (í 5.sæti og 9.sæti varðandi heilbrigðismál, grunn- og framhaldsmenntun og fagþjálfun), nýsköpunardrifið viðskiptalíf (19.sæti) og aðlögunarhæfni að tækninýjungum sem auka framleiðslugetu (3.sæti). Það hversu sveigjanlegur vinnumarkaðurinn er hefur einnig mikil áhrif (10.sæti). Það sem dregur úr samkeppnishæfni landsins er þrálátur veikleiki efnahagsumhverfisins (131.sæti) og veikur fjármálamarkaður (108 sæti).“ Þegar litið er til Evrópulanda sést að þau eru ríkjandi í tíu efstu sætum listans. „Sviss er í fyrsta sæti, Svíþjóð í öðru, Finnland í fjórða, Þýskaland í sjötta og Holland i sjöunda sæti. Þar á eftir kemur Danmörk í áttunda sæti og Bretlandi í því tíunda. Japan fellur um þrjú sæti milli ára en heldur stöðu sinni sem samkeppnishæfasta þjóðríkið í Asíu. Kínverska alþýðulýðveldið heldur áfram að klífa upp listann, nú um eitt sæti og sjá má greinilegar framfarir í mörgum öðrum ríkjum í Asíu. Um fall Bandaríkjanna segja skýrsluhöfundar að við ójafnvægi í efnahagskerfinu hafi bæði opinberar stofnanir og stofnanir í einkageiranum veikst í Bandaríkjunum, auk þess sem menn hafa haft viðvarandi áhyggjur af ástandi fjármálamarkaðanna. Einnig hefur vantraust fólks á þróun stjórnmála og skilvirkni hins opinbera aukist. Þýskaland er leiðandi í samkeppni ríkja innan evrusvæðisins, þrátt fyrir að falla um eitt sæti milli ára. Holland fer upp um eitt sæti (7.sæti), Frakklandi fellur um þrjú sæti í það átjánda og Grikklandi heldur áfram að falla og er komið í 90. sæti“ Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Ísland er nú í 30. sæti í samkeppnisvísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum. Í fyrra var landið í 31. sæti og færist það því upp um eitt sæti á listanum. Það er nokkur viðsnúningur frá síðasta ári þegar Ísland féll um sex sæti. Í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem er samstarfsaðili Alþjóðaefnahagsráðsins segir að samkeppnishæfnivísitalan byggi á opinberum upplýsingum og rannsókn sem gerð er meðal stjórnenda í atvinnulífi 130 þjóða. „Vísitala Alþjóðefnahagsráðsins um samkeppnishæfni er einn virtasti mælikvarði á efnahagslíf þjóða víða um heim. Vísitalan er víðtæk og endurspeglar þá þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtarmöguleika,“ segir í tilkynningunni. „Sviss er efst á lista yfir samkeppnishæfni þjóða, Singapúr í öðru sæti og nágrannaþjóð okkar Svíþjóð vermir þriðja sætið. Svíþjóð og Singapúr skipta um sæti á milli ára en Svíþjóð var í öðru sæti í fyrra og Singapúr í því þriðja. Finnland er hástökkvari ársins en landið er nú komið í fjórða sæti úr því sjöunda. Athygli vekur að Bandaríkin láta enn undan og eru núna í fimmta sæti listans.“ Í umsögn Alþjóðefnahagsráðsins um stöðu Íslands segir að eftir að landið hafi fallið um ellefu sæti síðastliðin tvö ár blasi nú við viðsnúningur þar sem landið færist upp um eitt sæti. „Þrátt fyrir erfiðleika að undanförnu nýtur landið góðs af nokkrum sterkum samkeppnisþáttum. Hér er um að ræða þætti eins og menntun á öllum stigum (í 5.sæti og 9.sæti varðandi heilbrigðismál, grunn- og framhaldsmenntun og fagþjálfun), nýsköpunardrifið viðskiptalíf (19.sæti) og aðlögunarhæfni að tækninýjungum sem auka framleiðslugetu (3.sæti). Það hversu sveigjanlegur vinnumarkaðurinn er hefur einnig mikil áhrif (10.sæti). Það sem dregur úr samkeppnishæfni landsins er þrálátur veikleiki efnahagsumhverfisins (131.sæti) og veikur fjármálamarkaður (108 sæti).“ Þegar litið er til Evrópulanda sést að þau eru ríkjandi í tíu efstu sætum listans. „Sviss er í fyrsta sæti, Svíþjóð í öðru, Finnland í fjórða, Þýskaland í sjötta og Holland i sjöunda sæti. Þar á eftir kemur Danmörk í áttunda sæti og Bretlandi í því tíunda. Japan fellur um þrjú sæti milli ára en heldur stöðu sinni sem samkeppnishæfasta þjóðríkið í Asíu. Kínverska alþýðulýðveldið heldur áfram að klífa upp listann, nú um eitt sæti og sjá má greinilegar framfarir í mörgum öðrum ríkjum í Asíu. Um fall Bandaríkjanna segja skýrsluhöfundar að við ójafnvægi í efnahagskerfinu hafi bæði opinberar stofnanir og stofnanir í einkageiranum veikst í Bandaríkjunum, auk þess sem menn hafa haft viðvarandi áhyggjur af ástandi fjármálamarkaðanna. Einnig hefur vantraust fólks á þróun stjórnmála og skilvirkni hins opinbera aukist. Þýskaland er leiðandi í samkeppni ríkja innan evrusvæðisins, þrátt fyrir að falla um eitt sæti milli ára. Holland fer upp um eitt sæti (7.sæti), Frakklandi fellur um þrjú sæti í það átjánda og Grikklandi heldur áfram að falla og er komið í 90. sæti“
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira