Fleiri fréttir Veruleg aukning á aflaverðmæti Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, var 4,8% meiri en í mars 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 19,0% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. 13.4.2011 09:02 Vörður tryggingar skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári Rekstur Varðar trygginga skilaði 223 milljóna hagnaði árið 2010. Þetta er nokkur aukning frá árinu 2009, þegar hagnaður af rekstrinum var 181 milljón króna. 13.4.2011 07:59 Útlán ÍLS jukust töluvert milli ára í mars Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu tæpum 2,6 milljörðum króna í mars,þar af voru tæpir 2,3 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í mars í fyrra tæpum 1,8 milljörðum króna. 13.4.2011 07:53 Mun betri afkoma hjá ríkissjóði en gert var ráð fyrir Mun betri niðurstaða varð af rekstri ríkissjóðs á fyrstu tveimur mánuðum ársins en gert var ráð fyrir í áætlunum. Handbært fé frá rekstri var 5,5 milljörðum kr. meira en á sama tíma í fyrra. 13.4.2011 07:44 Gjaldeyrisforðinn jókst um 46 milljarða í mars Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 765,4 milljörðum kr. í lok mars og hækkaði um 46 milljarða kr. milli mánaða. 13.4.2011 07:39 Serrano fær sænsku Gullkúna Íslenska veitingahúsakeðjan Serrano hlaut í gær hin eftirsóttu sænsku matvælaverðlaun Gullkúna. Verðlaunin voru afhent á Grand Hotel í Stokkhólmi að viðstöddu fjölmenni við árlega athöfn þar sem saman koma þekktustu veitinga- og matreiðslumenn Svíþjóðar ásamt stjórnendum stærstu matvælafyrirtækjanna þar í landi. Gullkúin eru gjarnan kölluð „óskarsverðlaun" matvælaiðnaðarins í Svíþjóð og því er mikill heiður fyrir litla veitingahúsakeðju eins og Serrano að hljóta þau, að því er kemur fram í tilkynningu frá Serrano. Besti skyndibiti ársins Gullkúin er veitt í fimm flokkum og bar Serrano sigur úr býtum í flokknum „Besti skyndibitinn". Hinir flokkarnir eru: Besti umhverfisárangur, besti sælkeraskólinn, besta framreiðsla fyrir eldri borgara og besta sælkeraverslunin. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir því að veita Serrano verðlaunin sagði meðal annars: „Ný hugsun og sköpunarkraftur gefur skyndibitanum sem fólk fær á Serrano nýja vídd. Gæði og metnaður einkenna matseðil Serrano enda er ferskt hráefni uppistaðan í framleiðslunni. Framsýni og eldmóður stofnenda og stjórnenda leiðir til þess að gesturinn fær þetta „litla aukalega" sem dómnefnd var að leita eftir. Hér er á ferðinni úthugsað konsept og góður matur, sem samanlagt á stærstan þátt í jákvæðri upplifun sænskra neytenda." Emil Helgi Lárusson og Einar Örn Einarsson stofnuðu Serrano árið 2002. Serrano staðirnir eru nú níu talsins, sex á Íslandi og þrír í Svíþjóð en fjórði staðurinn opnar á föstudaginn í Stokkhólmi. Ákvörðunin um að fara í útrás til Svíþjóðar var tekin að vel yfirlögðu ráði. Borgin er höfuðborg Norðurlanda þegar litið er til viðskipta og flestar erlendar keðjur velja að opna sín útibú fyrst þar áður en farið er til annarra Norðurlanda. Þeir Emil Helgi og Einar Örn hafa lagt áherslu á að vanda vel við opnun nýrra staða í Svíþjóð. Lögð hefur verin áhersla á að ná góðum árangri með þá staði sem þegar hafa verið opnaðir sem og að velja rétta staðsetningu fyrir næstu staði. Þetta er í annað sinn sem Serrano í Svíþjóð er verðlaunað en skyndibitakeðjan tók við verðlaunum sem bragðlaukur ársins í nóvember á síðasta ári. Emil Helgi er að vonum ánægður með verðlaunin: „Serrano telst enn vera nýung í Svíþjóð og til að byrja með þurftu gestirnir oft að spyrja margra spurninga. Okkur tókst að koma með eitthvað sem sænskir neytendur þekktu ekki áður en virðast kunna vel að meta. Það er ánægjulegt að sjá sömu gestina aftur og aftur". 12.4.2011 15:29 Óvissan litar efnahagsmálin eftir Icesave kosningu Greining Arion banka veltir fyrir sér þróun efnahagsmála í kjölfar þess að Icesave lögunum var hafnað um helgina. Það er óvissan sem einkennir efnahagsmálin umfram annað að mati greiningarinnar. Óvissan er m.a. um getu Seðlabankans til að mæta því að erlendir lánsfjármarkaðir lokist. 12.4.2011 14:24 Áætlar að atvinnuleysið minnki í 8,1 til 8,5% í apríl Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í apríl minnki frá marsmánuði og verði á bilinu 8,1% - 8,5%. 12.4.2011 13:30 Atvinnuleysi 8,6% í mars, óbreytt frá fyrri mánuði Skráð atvinnuleysi í mars síðastliðnum var 8,6% en að meðaltali 13.757 manns voru atvinnulausir í mars og breyttist hlutfallstala atvinnuleysis því ekki frá febrúar. 12.4.2011 12:26 Marel sýknað af 650 milljóna kröfu Glitnis Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Marel hf. af kröfu Glitnis vegna vanefnda á fimm afleiðusamningum. Í öllum tilvikum var um að ræða vaxta- og gjaldmiðlasamninga sem Marel gerði til að verjast gengisáhættu. 12.4.2011 12:22 Evran hnyklar vöðvana Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í kjölfar vaxtahækkunar Evrópska Seðlabankans síðastliðinn fimmtudag og væntinga um frekari hækkun vaxta. 12.4.2011 11:57 AGS svartsýnni á þróun atvinnuleysis en ASÍ og Hagstofan Í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem birt var í gær reiknar sjóðurinn með svipaðri þróun og fram hefur komið í spám ASÍ og Hagstofunnar. Sjóðurinn er þó svartsýnni á þróun atvinnuleysis en bæði ASÍ og Hagstofan. 12.4.2011 11:29 Icelandair bætir við flugferðum til Washington Icelandair hefur ákveðið að framlengja flugáætlun félagsins til Washington í haust og verður flogið til 16. október, en upphaflega var áætlað að fljúga til 13. september. 12.4.2011 11:15 Leigusamningum fjölgaði um 2,5% í mars Heildarfjöldi leigusamninga samninga á landinu var 704 í mars síðastliðnum og fjölgar þeim um 2,5% frá febrúar en fækkar um 10,1% frá mars 2010. 12.4.2011 10:56 Málstofa um framtíð peningamála í Háskólanum í dag Í dag boðar efnahags- og viðskiptaráðuneytið til málstofu um mótun framtíðarstefnu í peningamálum. Málstofan hefst kl. 15:00 í sal HT-102 í Háskóla Íslands (á Háskólatorgi). Frummælendur verða Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Friðrik Már Baldursson prófessor og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. 12.4.2011 10:00 Lars Christensen skammar forsetann Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að Ólafur Ragnar Grímssonforseti Íslands ætti ekki að koma fram í fjölmiðlum á þessum tímum með skammir í garð matsfyrirtækja. 12.4.2011 09:55 Kerfisvilla hefur skekkt byggingavísitöluna um 4% Kerfisvilla hefur komið í ljós við innlestur á launagögnum í vísitölu byggingarkostnaðar, sem haft hefur í för með sér uppsafnað vanmat í vísitölunni frá mars 2010. Gildi vísitölu byggingarkostnaðar er í dag metið rúmum 4% lægra en það ætti að vera. 12.4.2011 09:22 Danske Bank: Forsendur fyrir 25% gengisstyrkingu krónunnar Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að efnahagur Íslands sé á batavegi eftir bankahrunið haustið 2008. Greiningin telur að forsendur séu fyrir 25% styrkingu á gengi krónunnar. 12.4.2011 09:00 Telur að aðgangur að lánsfé geti lokast "Niðurstaðan er ekki til að eyða óvissunni. En við bjuggumst aldrei við miklum tíðindum á fyrsta degi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. 12.4.2011 08:00 Fitch: Lánshæfi Íslands ekki úr ruslflokki í náinni framtíð Matsfyrirtækið Fitch Ratings heldur lánshæfismati sínu fyrir Ísland óbreyttu í ruslflokki með neikvæðum horfum. Jafnframt segir Fitch að líkur fari minnkandi á að lánshæfið verði aftur hækkað í fjárfestingarflokk í náinni framtíð. 12.4.2011 07:48 Zuckerberg sleppur frá Fésbókarbræðrum Alríkisdómur í Bandaríkjunum vísaði í dag frá máli Tyler og Cameron Winklevoss, sem telja sig eiga hugmyndina að baki Facebook. Bræðurnir höfðuðu mál til að rifta sáttargjörð sem þeir gerðu við Mark Zuckerberg, stofnanda vefsíðunnar, vegna deilna um höfundarrétt. 11.4.2011 23:02 Fjármögnun Búðarhálsvirkjunar ekki í uppnámi Fjármögnun Búðarhálsvirkjunar er ekki í uppnámi vegna synjunarinnar á Icesave. Hins vegar þarf Landsvirkjun að fjármagna virkjunina á verri kjörum, en það gerist aðeins ef lánshæfi ríkisins lækkar. 11.4.2011 18:46 Norrænt ofurtölvuver skapar tækifæri hérlendis Norrænt ofurtölvuver sem sett verður upp hérlendis skapar tækifæri. Jafnframt er það viðurkenning á að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir orkufreka tölvuvinnslu. 11.4.2011 16:24 Stjórn SA setur ofan í við forsetann Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Í henni segir að gagnrýni forseta Íslands á forsvarsmenn í íslensku atvinnulífi sé ómakleg. 11.4.2011 14:16 Forsetinn hraunar yfir matsfyrirtækið Moody´s Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands notaði tækifærið í viðtali við sjónvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar til að hrauna yfir matsfyrirtækið Moody´s. Hann sagði frammistöðu Moody´s í aðdraganda hrunsins hafa verið ömurlega þegar fyrirtækið gaf íslensku bönkunum einkunnina AAA skömmu fyrir fall þeirra. 11.4.2011 13:55 Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður með 500 þúsund á mánuði Yfir 40 innlendir og erlendir fjárfestar leggja MP banka til 5,5 milljarða í nýtt hlutafé Meirihluti stjórnar skipaður óháðum fulltrúum. Þorsteinn Pálsson nýr stjórnarformaður MP banka Samningur um sölu á starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen var samþykktur á hluthafafundi bankans í dag með 99,7% atkvæða. Nýr eigendahópur tekur við allri innlendri starfsemi bankans og starfseminni í Litháen og verður hún rekin undir nafni MP banka. Eignir bankans í Úkraínu hafa verið aðskildar frá rekstrinum og verða áfram í eigu fyrrverandi hluthafa. Nýju eigendurnir leggja MP banka til 5,5 milljarða í nýju hlutafé og er eiginfjárhlutfall bankans vel umfram skilyrði Fjármálaeftirlitsins. Breytt eignarhald á MP banka hefur ekki í för með sér breytingar fyrir viðskiptavini bankans. Aukin áhersla verður lögð á þjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki. Í tilkynningu frá MP banka kemur fram hver laun stjórnarmanna eru. Þar segir að stjórnarformaður er með 500 þúsund krónur á mánuði, varaformaður með 250 þúsund og meðstjórnendur 250 þúsund. Í nýjum hluthafahópi MP banka eru bæði innlendir og erlendir fagfjárfestar sem hafa trú á bankanum og telja mikla möguleika fyrir frjálsan og óháðan banka. Stærstu hluthafarnir eru Títan fjárfestingafélag (17,5%), Lífeyrissjóður verslunarmanna (9,8%), Joseph C. Lewis, eigandi m.a. Tavistock Group (9,6%), Rowland fjölskyldan sem á m.a. Banque Havilland í Lúxemborg (9,6%), Guðmundur Jónsson (9,1%), TM (5,4%), VÍS (4,5%) og Robert Raich, kanadískur fjárfestir og lögfræðingur (3,6%). Meðal minni hluthafa eru meðal annars Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna og teljum mikil tækifæri felast í því að efla og byggja upp eina sjálfstæða banka landsins," segir Skúli Mogensen, forstjóri Títan fjárfestingafélags, sem leiðir nýjan hluthafahóp MP banka. „Við leggjum ríka áherslu á óháða stjórn bankans og öflugt innra eftirlit. Til dæmis er bankanum nú óheimilt með öllu að taka veð í eigin hlutabréfum samkvæmt nýjum samþykktum félagsins." Eigið fé verður 5,5 ma kr. og eiginfjárhlutfall 24% Við endurskipulagningu MP banka var farin sú leið að skipta honum í tvennt. Innlend starfsemi og starfsemi í Litháen er færð í dótturfélagið nb.is-sparisjóður og fær það nafnið MP banki. Eignir í Úkraínu verða áfram í eigu fyrrverandi hluthafa undir nafni EA fjárfestingarfélags. Náið samráð var haft við eftirlitsaðila um skiptinguna. Nýir eigendur leggja MP banka til 5,5 milljarða króna í nýju hlutafé og verður eiginfjárhlutfall bankans (CAD) nú 24%, eða vel umfram skilyrði Fjármálaeftirlitsins. Nýtt hlutafé hefur þegar verið greitt inn í bankann í reiðufé. Engin lánafyrirgreiðsla var veitt til nýrra hluthafa frá bankanum. Virkum hluthöfum og fyrirtækjum þeirra er óheimilt með öllu að fá lán í bankanum. Áfram áhersla á góða þjónustu og ánægða viðskiptavini Hluthafar hafa ákveðið að meirihluti stjórnar sé skipaður óháðum fulltrúum. Stjórnina skipa Þorsteinn Pálsson lögfræðingur, stjórnarformaður, Skúli Mogensen forstjóri Títan fjárfestingafélags varaformaður og meðstjórnendur eru Hanna Katrín Friðriksson, MBA og yfirmaður viðskiptaþróunar Icepharma, Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Mario Espinosa, framkvæmdastjóri Tavistock Group. „Ég veit af eigin reynslu að viðskiptavinir MP banka eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem bankinn veitir almennum viðskiptamönnum og við ætlum okkur að sjálfsögðu að byggja áfram á því góða orðspori, segir Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður. „Ég fagna því að fá tækifæri til að vinna með nýjum hluthöfum bankans í að byggja upp sjálfstæðan og óháðan banka og ég var sérstaklega ánægður með að finna strax frá upphafi að þeir leggðu áherslu á að taka upp nýja siði." „Minni og meðalstór fyrirtæki eru lykillinn að endurreisn efnahagslífsins og þau þurfa banka sem er með þeim í liði. Það höfum við gert hingað til og munum nú með auknum fjárhagslegum styrk geta sinnt fleiri fyrirtækjum," segir Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka. 11.4.2011 13:51 JP Morgan og BoA fá sér íslenska kennitölu Tveir af stærstu bönkum Bandaríkjanna, JP Morgan og Bank of America (BoA) hafa sótt um og fengið íslenska kennitölu hjá Fyrirtækjaskrá. Einn stærsti banki Ástralíu, Commonwealth Bank of Australia, hefur gert hið sama. 11.4.2011 13:04 Beðið eftir ákvörðun Moody´s Að viðbrögðum ESA slepptum í Icesave málinu hafa enn ekki borist viðbrögð frá þeim erlendum aðilum sem hvað mest hafa að segja um þróun mála hérlendis næsta kastið. Stóru matsfyrirtækin hafa enn ekki kveðið úr um hvaða áhrif úrslit atkvæðagreiðslunnar hafi á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. 11.4.2011 12:39 Ekki von á breytingum hjá Moodys í þessari viku Ekki er að vænta breytingar á lánshæfismati ríkissjóðs í þessari viku samkvæmt bandaríska matsfyrirtækinu Moodys. Endurmat lánshæfis veltur á viðbrögðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. 11.4.2011 11:54 Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu. 11.4.2011 11:05 Sparekassen Lolland skráður í Kauphöllina Sparekassen Lolland A/S hefur hafið viðskipti á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum í Kauphöllinni á Íslandi undir kauphallaraðilaauðkenninu EIK. 11.4.2011 10:11 Nýskráningar bíla aukast um 63% milli ára Nýskráningar bíla í janúar-mars í ár voru 719 miðað við 441 í janúar-mars árið áður, þ.e. 63,0% aukning frá fyrra ári. 11.4.2011 09:55 Greiðslukortaveltan jókst um 1,6% milli ára Kreditkortavelta heimila jókst um 1,1% í janúar–febrúar í ár miðað við janúar– febrúar í fyrra. Debetkortavelta jókst um 2,3% á sama tíma. 11.4.2011 09:53 Íslensk minkaskinn seld fyrir 300 milljónir Íslensk minkaskinn seldust fyrir um 300 milljónir kr. á uppboði hjá Kopenhagen Fur sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn. Allt stefnir í að met verði slegið hvað varðar veltuna og meðalverðið á uppboðinu. 11.4.2011 09:32 Sameining afurðastöðva sparar 1,8 milljarða Sameining afurðastöðva hefur skilað 1,8 milljarða sparnaði á miðað við heilt ár. Þetta kom fram á aðalfundi Auðhumlu sem haldinn var sl. föstudag og var full mæting fulltrúa, en alls eru kjörnir 59 fulltrúar. 11.4.2011 09:00 Hampiðjan greiður tæpar 75 milljónir í arð Aðalfundur Hampiðjunnar hf. haldinn var s.l. föstudag samþykkti að greiddur verði arður til hluthafa að upphæð tæplega 75 milljóna kr. fyrir síðasta ár. Arðgreiðslan nemur 1,3% af eigin fé Hampiðjunnar hf. í árslok. 11.4.2011 08:54 Forstjóri Iceland í vandræðum í Nepal eftir slys Ganga Malcolm Walker forstjóra Iceland verslunarkeðjunnar á Evrest fjall er komin í óvissu. Vörubíll með megnið af búnaði göngumannanna hrapaði niður í gil í Nepal í gærdag þannig að búnaðurinn eyðilagðist. 11.4.2011 08:38 Viðbrögðin við neitun mildari en síðast Viðbrögðin í nágrannalöndum okkar við nei í Icesave-kosningunni eru ekki alveg eins harkaleg og síðast. 11.4.2011 08:18 FME afturkallar starfsleyfi Askar, VBS og Sparisjóðabankans Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi Askar Capital hf., Sparisjóðabanka Íslands hf. og VBS fjárfestingarbanka hf. 11.4.2011 08:14 Eignir lífeyrissjóða nálgast 2.000 milljarða Hrein eign lífeyrissjóða var 1.949 milljarða kr. í lok febrúar og hækkaði um 13,7 milljarða kr. í mánuðinum eða um 0,7%. 11.4.2011 08:05 Norræn ofurtölvumiðstöð á Íslandi Mennta- og menningarmálaráðherra boðar í dag, mánudaginn 11. apríl, til blaðamannafunda þar sem verkefni um rekstur norrænnar ofurtölvumiðstöðvar á Íslandi verður kynnt. 11.4.2011 07:56 Reykjanesbær gangi í 3,3 milljarða ábyrgð fyrir Reykjaneshöfn Reykjaneshöfn hefur gert kröfuhöfum sínum tilboð um endurfjármögnun á skuldum sínum. Í tilboðinu felst m.a. að Reykjanesbær gangi í ábyrgð fyrir rúmlega 3,3 milljörðum kr. Af skuldum hafnarinnar. Um yrði að ræða tvo skuldabréfaflokka sem kröfuhafar fengju í hendur. 11.4.2011 07:44 Hótel Reykjavík verður Best Western hótel Þann 1. apríl síðastliðinn bættist Hótel Reykjavík í Best Western International hótelkeðjuna og er þar með fyrsta Best Western hótelið á Íslandi. 11.4.2011 07:34 Reitun heldur lánshæfi OR óbreyttu í B+ Íslenska matsfyrirtækið Reitun ehf. birti fyrir helgina uppfært lánshæfismat fyrir Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Einkunnin er B+ með stöðugum horfum. 11.4.2011 07:26 Uppsveiflan heldur áfram á fasteignamarkaðinum Töluverð uppsveifla á fasteignamarkaðinum í borginni heldur áfram. Í síðustu viku var 114 samningum þinglýst í borginni. Þetta er töluvert meiri fjöldi en nemur meðaltali síðustu 12 vikna. Á því tímabili hefur 77 samningum verið þinglýst á viku. 11.4.2011 06:34 Sjá næstu 50 fréttir
Veruleg aukning á aflaverðmæti Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, var 4,8% meiri en í mars 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 19,0% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. 13.4.2011 09:02
Vörður tryggingar skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári Rekstur Varðar trygginga skilaði 223 milljóna hagnaði árið 2010. Þetta er nokkur aukning frá árinu 2009, þegar hagnaður af rekstrinum var 181 milljón króna. 13.4.2011 07:59
Útlán ÍLS jukust töluvert milli ára í mars Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu tæpum 2,6 milljörðum króna í mars,þar af voru tæpir 2,3 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í mars í fyrra tæpum 1,8 milljörðum króna. 13.4.2011 07:53
Mun betri afkoma hjá ríkissjóði en gert var ráð fyrir Mun betri niðurstaða varð af rekstri ríkissjóðs á fyrstu tveimur mánuðum ársins en gert var ráð fyrir í áætlunum. Handbært fé frá rekstri var 5,5 milljörðum kr. meira en á sama tíma í fyrra. 13.4.2011 07:44
Gjaldeyrisforðinn jókst um 46 milljarða í mars Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 765,4 milljörðum kr. í lok mars og hækkaði um 46 milljarða kr. milli mánaða. 13.4.2011 07:39
Serrano fær sænsku Gullkúna Íslenska veitingahúsakeðjan Serrano hlaut í gær hin eftirsóttu sænsku matvælaverðlaun Gullkúna. Verðlaunin voru afhent á Grand Hotel í Stokkhólmi að viðstöddu fjölmenni við árlega athöfn þar sem saman koma þekktustu veitinga- og matreiðslumenn Svíþjóðar ásamt stjórnendum stærstu matvælafyrirtækjanna þar í landi. Gullkúin eru gjarnan kölluð „óskarsverðlaun" matvælaiðnaðarins í Svíþjóð og því er mikill heiður fyrir litla veitingahúsakeðju eins og Serrano að hljóta þau, að því er kemur fram í tilkynningu frá Serrano. Besti skyndibiti ársins Gullkúin er veitt í fimm flokkum og bar Serrano sigur úr býtum í flokknum „Besti skyndibitinn". Hinir flokkarnir eru: Besti umhverfisárangur, besti sælkeraskólinn, besta framreiðsla fyrir eldri borgara og besta sælkeraverslunin. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir því að veita Serrano verðlaunin sagði meðal annars: „Ný hugsun og sköpunarkraftur gefur skyndibitanum sem fólk fær á Serrano nýja vídd. Gæði og metnaður einkenna matseðil Serrano enda er ferskt hráefni uppistaðan í framleiðslunni. Framsýni og eldmóður stofnenda og stjórnenda leiðir til þess að gesturinn fær þetta „litla aukalega" sem dómnefnd var að leita eftir. Hér er á ferðinni úthugsað konsept og góður matur, sem samanlagt á stærstan þátt í jákvæðri upplifun sænskra neytenda." Emil Helgi Lárusson og Einar Örn Einarsson stofnuðu Serrano árið 2002. Serrano staðirnir eru nú níu talsins, sex á Íslandi og þrír í Svíþjóð en fjórði staðurinn opnar á föstudaginn í Stokkhólmi. Ákvörðunin um að fara í útrás til Svíþjóðar var tekin að vel yfirlögðu ráði. Borgin er höfuðborg Norðurlanda þegar litið er til viðskipta og flestar erlendar keðjur velja að opna sín útibú fyrst þar áður en farið er til annarra Norðurlanda. Þeir Emil Helgi og Einar Örn hafa lagt áherslu á að vanda vel við opnun nýrra staða í Svíþjóð. Lögð hefur verin áhersla á að ná góðum árangri með þá staði sem þegar hafa verið opnaðir sem og að velja rétta staðsetningu fyrir næstu staði. Þetta er í annað sinn sem Serrano í Svíþjóð er verðlaunað en skyndibitakeðjan tók við verðlaunum sem bragðlaukur ársins í nóvember á síðasta ári. Emil Helgi er að vonum ánægður með verðlaunin: „Serrano telst enn vera nýung í Svíþjóð og til að byrja með þurftu gestirnir oft að spyrja margra spurninga. Okkur tókst að koma með eitthvað sem sænskir neytendur þekktu ekki áður en virðast kunna vel að meta. Það er ánægjulegt að sjá sömu gestina aftur og aftur". 12.4.2011 15:29
Óvissan litar efnahagsmálin eftir Icesave kosningu Greining Arion banka veltir fyrir sér þróun efnahagsmála í kjölfar þess að Icesave lögunum var hafnað um helgina. Það er óvissan sem einkennir efnahagsmálin umfram annað að mati greiningarinnar. Óvissan er m.a. um getu Seðlabankans til að mæta því að erlendir lánsfjármarkaðir lokist. 12.4.2011 14:24
Áætlar að atvinnuleysið minnki í 8,1 til 8,5% í apríl Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í apríl minnki frá marsmánuði og verði á bilinu 8,1% - 8,5%. 12.4.2011 13:30
Atvinnuleysi 8,6% í mars, óbreytt frá fyrri mánuði Skráð atvinnuleysi í mars síðastliðnum var 8,6% en að meðaltali 13.757 manns voru atvinnulausir í mars og breyttist hlutfallstala atvinnuleysis því ekki frá febrúar. 12.4.2011 12:26
Marel sýknað af 650 milljóna kröfu Glitnis Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Marel hf. af kröfu Glitnis vegna vanefnda á fimm afleiðusamningum. Í öllum tilvikum var um að ræða vaxta- og gjaldmiðlasamninga sem Marel gerði til að verjast gengisáhættu. 12.4.2011 12:22
Evran hnyklar vöðvana Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í kjölfar vaxtahækkunar Evrópska Seðlabankans síðastliðinn fimmtudag og væntinga um frekari hækkun vaxta. 12.4.2011 11:57
AGS svartsýnni á þróun atvinnuleysis en ASÍ og Hagstofan Í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem birt var í gær reiknar sjóðurinn með svipaðri þróun og fram hefur komið í spám ASÍ og Hagstofunnar. Sjóðurinn er þó svartsýnni á þróun atvinnuleysis en bæði ASÍ og Hagstofan. 12.4.2011 11:29
Icelandair bætir við flugferðum til Washington Icelandair hefur ákveðið að framlengja flugáætlun félagsins til Washington í haust og verður flogið til 16. október, en upphaflega var áætlað að fljúga til 13. september. 12.4.2011 11:15
Leigusamningum fjölgaði um 2,5% í mars Heildarfjöldi leigusamninga samninga á landinu var 704 í mars síðastliðnum og fjölgar þeim um 2,5% frá febrúar en fækkar um 10,1% frá mars 2010. 12.4.2011 10:56
Málstofa um framtíð peningamála í Háskólanum í dag Í dag boðar efnahags- og viðskiptaráðuneytið til málstofu um mótun framtíðarstefnu í peningamálum. Málstofan hefst kl. 15:00 í sal HT-102 í Háskóla Íslands (á Háskólatorgi). Frummælendur verða Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Friðrik Már Baldursson prófessor og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. 12.4.2011 10:00
Lars Christensen skammar forsetann Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að Ólafur Ragnar Grímssonforseti Íslands ætti ekki að koma fram í fjölmiðlum á þessum tímum með skammir í garð matsfyrirtækja. 12.4.2011 09:55
Kerfisvilla hefur skekkt byggingavísitöluna um 4% Kerfisvilla hefur komið í ljós við innlestur á launagögnum í vísitölu byggingarkostnaðar, sem haft hefur í för með sér uppsafnað vanmat í vísitölunni frá mars 2010. Gildi vísitölu byggingarkostnaðar er í dag metið rúmum 4% lægra en það ætti að vera. 12.4.2011 09:22
Danske Bank: Forsendur fyrir 25% gengisstyrkingu krónunnar Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að efnahagur Íslands sé á batavegi eftir bankahrunið haustið 2008. Greiningin telur að forsendur séu fyrir 25% styrkingu á gengi krónunnar. 12.4.2011 09:00
Telur að aðgangur að lánsfé geti lokast "Niðurstaðan er ekki til að eyða óvissunni. En við bjuggumst aldrei við miklum tíðindum á fyrsta degi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. 12.4.2011 08:00
Fitch: Lánshæfi Íslands ekki úr ruslflokki í náinni framtíð Matsfyrirtækið Fitch Ratings heldur lánshæfismati sínu fyrir Ísland óbreyttu í ruslflokki með neikvæðum horfum. Jafnframt segir Fitch að líkur fari minnkandi á að lánshæfið verði aftur hækkað í fjárfestingarflokk í náinni framtíð. 12.4.2011 07:48
Zuckerberg sleppur frá Fésbókarbræðrum Alríkisdómur í Bandaríkjunum vísaði í dag frá máli Tyler og Cameron Winklevoss, sem telja sig eiga hugmyndina að baki Facebook. Bræðurnir höfðuðu mál til að rifta sáttargjörð sem þeir gerðu við Mark Zuckerberg, stofnanda vefsíðunnar, vegna deilna um höfundarrétt. 11.4.2011 23:02
Fjármögnun Búðarhálsvirkjunar ekki í uppnámi Fjármögnun Búðarhálsvirkjunar er ekki í uppnámi vegna synjunarinnar á Icesave. Hins vegar þarf Landsvirkjun að fjármagna virkjunina á verri kjörum, en það gerist aðeins ef lánshæfi ríkisins lækkar. 11.4.2011 18:46
Norrænt ofurtölvuver skapar tækifæri hérlendis Norrænt ofurtölvuver sem sett verður upp hérlendis skapar tækifæri. Jafnframt er það viðurkenning á að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir orkufreka tölvuvinnslu. 11.4.2011 16:24
Stjórn SA setur ofan í við forsetann Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Í henni segir að gagnrýni forseta Íslands á forsvarsmenn í íslensku atvinnulífi sé ómakleg. 11.4.2011 14:16
Forsetinn hraunar yfir matsfyrirtækið Moody´s Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands notaði tækifærið í viðtali við sjónvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar til að hrauna yfir matsfyrirtækið Moody´s. Hann sagði frammistöðu Moody´s í aðdraganda hrunsins hafa verið ömurlega þegar fyrirtækið gaf íslensku bönkunum einkunnina AAA skömmu fyrir fall þeirra. 11.4.2011 13:55
Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður með 500 þúsund á mánuði Yfir 40 innlendir og erlendir fjárfestar leggja MP banka til 5,5 milljarða í nýtt hlutafé Meirihluti stjórnar skipaður óháðum fulltrúum. Þorsteinn Pálsson nýr stjórnarformaður MP banka Samningur um sölu á starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen var samþykktur á hluthafafundi bankans í dag með 99,7% atkvæða. Nýr eigendahópur tekur við allri innlendri starfsemi bankans og starfseminni í Litháen og verður hún rekin undir nafni MP banka. Eignir bankans í Úkraínu hafa verið aðskildar frá rekstrinum og verða áfram í eigu fyrrverandi hluthafa. Nýju eigendurnir leggja MP banka til 5,5 milljarða í nýju hlutafé og er eiginfjárhlutfall bankans vel umfram skilyrði Fjármálaeftirlitsins. Breytt eignarhald á MP banka hefur ekki í för með sér breytingar fyrir viðskiptavini bankans. Aukin áhersla verður lögð á þjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki. Í tilkynningu frá MP banka kemur fram hver laun stjórnarmanna eru. Þar segir að stjórnarformaður er með 500 þúsund krónur á mánuði, varaformaður með 250 þúsund og meðstjórnendur 250 þúsund. Í nýjum hluthafahópi MP banka eru bæði innlendir og erlendir fagfjárfestar sem hafa trú á bankanum og telja mikla möguleika fyrir frjálsan og óháðan banka. Stærstu hluthafarnir eru Títan fjárfestingafélag (17,5%), Lífeyrissjóður verslunarmanna (9,8%), Joseph C. Lewis, eigandi m.a. Tavistock Group (9,6%), Rowland fjölskyldan sem á m.a. Banque Havilland í Lúxemborg (9,6%), Guðmundur Jónsson (9,1%), TM (5,4%), VÍS (4,5%) og Robert Raich, kanadískur fjárfestir og lögfræðingur (3,6%). Meðal minni hluthafa eru meðal annars Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna og teljum mikil tækifæri felast í því að efla og byggja upp eina sjálfstæða banka landsins," segir Skúli Mogensen, forstjóri Títan fjárfestingafélags, sem leiðir nýjan hluthafahóp MP banka. „Við leggjum ríka áherslu á óháða stjórn bankans og öflugt innra eftirlit. Til dæmis er bankanum nú óheimilt með öllu að taka veð í eigin hlutabréfum samkvæmt nýjum samþykktum félagsins." Eigið fé verður 5,5 ma kr. og eiginfjárhlutfall 24% Við endurskipulagningu MP banka var farin sú leið að skipta honum í tvennt. Innlend starfsemi og starfsemi í Litháen er færð í dótturfélagið nb.is-sparisjóður og fær það nafnið MP banki. Eignir í Úkraínu verða áfram í eigu fyrrverandi hluthafa undir nafni EA fjárfestingarfélags. Náið samráð var haft við eftirlitsaðila um skiptinguna. Nýir eigendur leggja MP banka til 5,5 milljarða króna í nýju hlutafé og verður eiginfjárhlutfall bankans (CAD) nú 24%, eða vel umfram skilyrði Fjármálaeftirlitsins. Nýtt hlutafé hefur þegar verið greitt inn í bankann í reiðufé. Engin lánafyrirgreiðsla var veitt til nýrra hluthafa frá bankanum. Virkum hluthöfum og fyrirtækjum þeirra er óheimilt með öllu að fá lán í bankanum. Áfram áhersla á góða þjónustu og ánægða viðskiptavini Hluthafar hafa ákveðið að meirihluti stjórnar sé skipaður óháðum fulltrúum. Stjórnina skipa Þorsteinn Pálsson lögfræðingur, stjórnarformaður, Skúli Mogensen forstjóri Títan fjárfestingafélags varaformaður og meðstjórnendur eru Hanna Katrín Friðriksson, MBA og yfirmaður viðskiptaþróunar Icepharma, Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Mario Espinosa, framkvæmdastjóri Tavistock Group. „Ég veit af eigin reynslu að viðskiptavinir MP banka eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem bankinn veitir almennum viðskiptamönnum og við ætlum okkur að sjálfsögðu að byggja áfram á því góða orðspori, segir Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður. „Ég fagna því að fá tækifæri til að vinna með nýjum hluthöfum bankans í að byggja upp sjálfstæðan og óháðan banka og ég var sérstaklega ánægður með að finna strax frá upphafi að þeir leggðu áherslu á að taka upp nýja siði." „Minni og meðalstór fyrirtæki eru lykillinn að endurreisn efnahagslífsins og þau þurfa banka sem er með þeim í liði. Það höfum við gert hingað til og munum nú með auknum fjárhagslegum styrk geta sinnt fleiri fyrirtækjum," segir Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka. 11.4.2011 13:51
JP Morgan og BoA fá sér íslenska kennitölu Tveir af stærstu bönkum Bandaríkjanna, JP Morgan og Bank of America (BoA) hafa sótt um og fengið íslenska kennitölu hjá Fyrirtækjaskrá. Einn stærsti banki Ástralíu, Commonwealth Bank of Australia, hefur gert hið sama. 11.4.2011 13:04
Beðið eftir ákvörðun Moody´s Að viðbrögðum ESA slepptum í Icesave málinu hafa enn ekki borist viðbrögð frá þeim erlendum aðilum sem hvað mest hafa að segja um þróun mála hérlendis næsta kastið. Stóru matsfyrirtækin hafa enn ekki kveðið úr um hvaða áhrif úrslit atkvæðagreiðslunnar hafi á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. 11.4.2011 12:39
Ekki von á breytingum hjá Moodys í þessari viku Ekki er að vænta breytingar á lánshæfismati ríkissjóðs í þessari viku samkvæmt bandaríska matsfyrirtækinu Moodys. Endurmat lánshæfis veltur á viðbrögðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. 11.4.2011 11:54
Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu. 11.4.2011 11:05
Sparekassen Lolland skráður í Kauphöllina Sparekassen Lolland A/S hefur hafið viðskipti á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum í Kauphöllinni á Íslandi undir kauphallaraðilaauðkenninu EIK. 11.4.2011 10:11
Nýskráningar bíla aukast um 63% milli ára Nýskráningar bíla í janúar-mars í ár voru 719 miðað við 441 í janúar-mars árið áður, þ.e. 63,0% aukning frá fyrra ári. 11.4.2011 09:55
Greiðslukortaveltan jókst um 1,6% milli ára Kreditkortavelta heimila jókst um 1,1% í janúar–febrúar í ár miðað við janúar– febrúar í fyrra. Debetkortavelta jókst um 2,3% á sama tíma. 11.4.2011 09:53
Íslensk minkaskinn seld fyrir 300 milljónir Íslensk minkaskinn seldust fyrir um 300 milljónir kr. á uppboði hjá Kopenhagen Fur sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn. Allt stefnir í að met verði slegið hvað varðar veltuna og meðalverðið á uppboðinu. 11.4.2011 09:32
Sameining afurðastöðva sparar 1,8 milljarða Sameining afurðastöðva hefur skilað 1,8 milljarða sparnaði á miðað við heilt ár. Þetta kom fram á aðalfundi Auðhumlu sem haldinn var sl. föstudag og var full mæting fulltrúa, en alls eru kjörnir 59 fulltrúar. 11.4.2011 09:00
Hampiðjan greiður tæpar 75 milljónir í arð Aðalfundur Hampiðjunnar hf. haldinn var s.l. föstudag samþykkti að greiddur verði arður til hluthafa að upphæð tæplega 75 milljóna kr. fyrir síðasta ár. Arðgreiðslan nemur 1,3% af eigin fé Hampiðjunnar hf. í árslok. 11.4.2011 08:54
Forstjóri Iceland í vandræðum í Nepal eftir slys Ganga Malcolm Walker forstjóra Iceland verslunarkeðjunnar á Evrest fjall er komin í óvissu. Vörubíll með megnið af búnaði göngumannanna hrapaði niður í gil í Nepal í gærdag þannig að búnaðurinn eyðilagðist. 11.4.2011 08:38
Viðbrögðin við neitun mildari en síðast Viðbrögðin í nágrannalöndum okkar við nei í Icesave-kosningunni eru ekki alveg eins harkaleg og síðast. 11.4.2011 08:18
FME afturkallar starfsleyfi Askar, VBS og Sparisjóðabankans Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi Askar Capital hf., Sparisjóðabanka Íslands hf. og VBS fjárfestingarbanka hf. 11.4.2011 08:14
Eignir lífeyrissjóða nálgast 2.000 milljarða Hrein eign lífeyrissjóða var 1.949 milljarða kr. í lok febrúar og hækkaði um 13,7 milljarða kr. í mánuðinum eða um 0,7%. 11.4.2011 08:05
Norræn ofurtölvumiðstöð á Íslandi Mennta- og menningarmálaráðherra boðar í dag, mánudaginn 11. apríl, til blaðamannafunda þar sem verkefni um rekstur norrænnar ofurtölvumiðstöðvar á Íslandi verður kynnt. 11.4.2011 07:56
Reykjanesbær gangi í 3,3 milljarða ábyrgð fyrir Reykjaneshöfn Reykjaneshöfn hefur gert kröfuhöfum sínum tilboð um endurfjármögnun á skuldum sínum. Í tilboðinu felst m.a. að Reykjanesbær gangi í ábyrgð fyrir rúmlega 3,3 milljörðum kr. Af skuldum hafnarinnar. Um yrði að ræða tvo skuldabréfaflokka sem kröfuhafar fengju í hendur. 11.4.2011 07:44
Hótel Reykjavík verður Best Western hótel Þann 1. apríl síðastliðinn bættist Hótel Reykjavík í Best Western International hótelkeðjuna og er þar með fyrsta Best Western hótelið á Íslandi. 11.4.2011 07:34
Reitun heldur lánshæfi OR óbreyttu í B+ Íslenska matsfyrirtækið Reitun ehf. birti fyrir helgina uppfært lánshæfismat fyrir Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Einkunnin er B+ með stöðugum horfum. 11.4.2011 07:26
Uppsveiflan heldur áfram á fasteignamarkaðinum Töluverð uppsveifla á fasteignamarkaðinum í borginni heldur áfram. Í síðustu viku var 114 samningum þinglýst í borginni. Þetta er töluvert meiri fjöldi en nemur meðaltali síðustu 12 vikna. Á því tímabili hefur 77 samningum verið þinglýst á viku. 11.4.2011 06:34