Fleiri fréttir

Hagnaður BankNordik tæpir 9 milljarðar í fyrra

BankNordik, áður Færeyjabanki, skilaði 416 milljónum danskra kr. eða tæplega 9 milljörðum kr., í hagnað fyrir skatta á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaður bankans 135 milljónum danskra kr. árið áður.

Olíuverðið á hraðleið í 120 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og stefnir nú hraðbyri í 120 dollara á tunnuna. Verðið fyrir Brent olíuna hækkaði um 1% í morgun og stendur í 117,3 dollurum. Verðið fyrir bandarísku léttolíuna hækkaði um 1,9% og stendur í 106,4 dollurum.

Íbúðakaup halda áfram að aukast í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 76. Þar af voru 66 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldinn er nokkuð hærri en meðaltal síðustu 12 vikna sem er 62 samningar á viku.

Mikilvægt að bankar gæti aðhalds

Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári.

Milljónir teknar út úr SpKef fyrir helgi

Tugir milljóna voru teknar út af reikningum í SPKEf á föstudag vegna yfirvofandi samruna sparisjóðsins og Landsbankans. Óttast er að stórir viðskiptavinir SPkef hyggist taka út sínar innstæður þegar bankinn opnar á morgun.

Kyrrstöðusamningi við Gaum rift

Arion banki hefur rift kyrrstöðusamningi sem bankinn gerði við félagið Gaum á síðasta ári. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Bankastjórar rjúka upp í launum

Laun bankastjóra Arion hækkuðu um rúm fjörtíu prósent á síðasta ári. Þannig greindi Vísir frá því í gær að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði samkvæmt ársskýrslu bankans. Þá hafa laun yfirstjórnenda bankans hækkað um 37 prósent milli ára.

Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði

Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009.

Landsbankinn fundar með starfsmönnum SpKef á mánudag

Alls rekur SpKef sextán útibú víðsvegar um landið en þar af eru fjögur byggðarlög einnig með útibú frá Landsbankanum, en tilkynnt var um sameiningu bankanna í dag. Byggðarlögin, sem Landsbankaútibú og Sparisjóðsútibú eru á sama stað, eru Keflavík, Ísafjörður, Grindavík og Ólafsvik. Alls eru afgreiðslustaðir SpKef eru alls sextán.

SpKef og Landsbankinn sameinast

Í hádeginu var undirritaður samningur milli fjármálaráðherra og Landsbanka Íslands um yfirtöku og samruna Landsbankans við Spkef sparisjóð samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Sameiningin hefur veruleg áhrif á sparisjóðakerfið

Fyrirhugaður samruni Spkef sparisjóðs og Landsbankans sem tilkynnt hefur verið um mun hafa veruleg áhrif á sparisjóðakerfið í heild enda vegur Spkef sparisjóður þungt í heildarefnahag sparisjóðakerfisins, segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins.

King harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín

Mervyn King, seðlabankastjóri í Bretlandi, þarf nú að sæta harðri gagnrýni frá virtum hagfræðingum eftir viðvaranir sínar vegna breska bankakerfisins. King sagðist óttast að önnur fjármálakreppa væri framundan ef ekki yrðu gerðar breytingar á bankakerfinu.

Olíumálaráðherra Noregs skipt út

Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Riis-Johansen, lét af embætti í dag. Eftirmaður hans er Ola Borten Moe, 34 ára gamall þingmaður frá Þrándheimi, sem norskir fjölmiðlar kalla krónprins Miðflokksins. Vangaveltur hafa verið í norskum fjölmiðlum að undanförnu um að olíu- og orkumálaráðherranum kynni að verða skipt út. Það kom því ekki alveg á óvart þegar tilkynnt var um ráðherraskiptin í dag.

Segir að kostnaður gæti orðið 1.100 milljarðar ef mál tapast

Nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni segir að umræða um dómstólaleiðina sé mjög villandi. Ef niðurstaða samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum sé brot vegna mismununar gætu Íslendingar þurft að greiða ellefu hundruð milljarða króna til Breta og Hollendinga.

Eignir Kaupþings jukust um 135 milljarða í fyrra

Verðmat eigna Kaupþings banka jókst um 135 milljarða króna eða um 17% á árinu 2010. Þá hefur verið leiðrétt fyrir áhrifum vegna 12% styrkingar á gengi krónunnar á tímabilinu. Óveðsettar eignir bankans eru metnar á 817 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýjum fjárhagsupplýsingum í skýrslu fyrir kröfuhafa bankans.

Vodafone hækkar farsíma- og heimasímagjöld

Breytingar verða á verðskrá Vodafone þann 1. apríl nk. Upphafsgjöld í farsíma og heimasíma munu hækka en mánaðargjöld á almennum þjónustuleiðum fyrir einstaklinga munu ekki breytast svo dæmi séu tekin.

Hlutabréf í Össuri hf. færð á Athugunarlista

Hlutabréf Össurar hf. hafa verið færð á Athugunarlista Kauphallarinnar í framhaldi af samþykkt aðalfundar félagsins í morgun. Þar var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöllinni.

Landsbankinn tekur yfir starfsemi SpKef

Sparisjóðurinn í Keflavík verður að öllum líkindum sameinaður Landsbankanum en viðræður eru langt komnar. Stjórnarmenn í sparisjóðnum voru ekki hafðir með í ráðum og lásu fyrst um þetta í fjölmiðlum. Þeir búast við að þetta verði jafnvel klárað um helgina.

Capacent íhugar að höfða meiðyrðamál gegn skiptastjóra

Capacent íhuga að höfða meiðyrðarmál á hendur skiptastjóra félagsins GH1 vegna ítrekaðra yfirlýsinga um lögbrot, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Capacent sem var send á fjölmiðla vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun.

Evran styrkist gagnvart dollaranum

Evran fór í fjögurra mánaða hámark gagnvart dollaranum í kjölfar ummæla bankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, sem sagði í gær að það gæti verið að bankinn myndi hækka vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem verður í næsta mánuði.

Málefni SpKef vekja furðu og reiði í Húnaþingi

"Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi.“

Skuldatryggingaálag Íslands helst stöðugt

Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur verið nokkuð stöðugt upp á síðkastið. Í lok dags í gær stóð álagið í 246 punktum (2,46%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni og hafði lækkað lítillega frá deginum áður þegar það stóð í 254 punktum.

Afskráning Össurar hf. samþykkt

Samþykkt var á aðalfundi Össurar hf. í morgun að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands. Þetta hefur staðið til lengi en vitað var að mikil andstaða var gegn afskráningunni hjá ýmsum íslenskum fjárfestum, þar á meðal lífeyrissjóðunum.

Deep Freeze: Íslenska hrunið í boði Seðlabankans

Í bókinni Deep Freeze Iceland´s Economic Collapse komast höfundar hennar að þeirri niðurstöðu að íslenska hrunið haustið 2008 megi að mestu skrifa á slæma stefnu Seðlabanka Íslands árin fyrir hrunið.

Már: Gætum fengið varúðarlánalínu hjá AGS

Már Guðmundson seðlabankastjóri segir að þótt áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands ljúki formlega í ár sé hugsanlegt að AGS verði hér áfram með einum eða öðrum hætti.

Már: Langt í land að atvinnuleysi minnki

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að langt sé í land að atvinnuleysi minnki og nái viðunandi stig. Hann reiknar með að slakinn í hagkerfinu verði áfram mikill. Hinsvegar sé atvinnuleysi hætt að vaxa og að hægur efnahagsbati sé hafinn á landinu.

Farþegum til landsins fjölgar um 13,5%

Komum farþega til landsins um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um 13,5% á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Lítilsháttar aukning á kortaveltu milli ára

Kreditkortavelta heimila dróst saman um 2,1% í janúar í ár miðað við janúar í fyrra. Debetkortavelta jókst um 4,6% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar í ár um 0,7% miðað við janúar í fyrra.

Gullæði ríkir í Danmörku

Hið himinháa heimsmarkaðsverð á gulli hefur leitt til þess að gullæði er runnið á Dani. Þeir keppast nú við að finna gamla skartgripi, úr og erfðagripi sem þeir selja hjá gullkaupendum í Danmörku.

Íslenskt hátæknifyrirtæki starfar í Kísildalnum

Um mánaðarmótin opnaði íslenska hátækni sprotafyrirtækið Clara sölu- og markaðsskrifstofu í Kísildalnum (Silicon Valley) í Kaliforniu. Clara mun vera eina íslenska fyrirtækið sem er staðsett í þessari mekka hátækni- og sprotaiðnaðar.

Skiptastjóri Capacent vill lögreglurannsókn

Skiptastjóri félagsins GH1, sem áður hét Capacent, hefur farið fram á að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsaki kaup á rekstri Capacent á Íslandi. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heimildar veðsala. Þessu vísa forsvarsmenn Capacent alfarið á bug og íhuga meiðyrðamál gegn skiptastjóranum. Félag í eigu starfsmanna keypti í september rekstur og vörumerki Capacent í kjölfar þess að ekki tókst að semja um niðurfellingu á erlendu láni sem hvíldi á fyrirtækinu.

Actavis í 32 milljarða pólskri einakvæðingu

Actavis er á meðal fjögurra lyfjafyrirtækja sem valin hafa verið til að taka þátt í einkavæðingu pólska ríkislyfjafyrirtækisins Polfa Warszawa. Áætlað kaupverð er tvö hundruð milljónir evra, 32 milljarðar íslenskra króna.

Fésbókin er metin á 7500 milljarða króna

Samskiptasíðan Facebook er metin á 7500 milljarða íslenskra króna samkvæmt nýjasta verðmati. Fjárfestingafyrirtækið General Atlantic er um þessar mundir að kaupa hlut í Facebook.

Sjá næstu 50 fréttir