Fleiri fréttir

Reyna að mæta kröfum Orkustofnunar

HS Orka hefur sent Orkustofnun tillögur um hvernig kröfum jarðhitasérfræðinga hennar verður mætt svo unnt sé að stækka Reykjanesvirkjun án þess að orkuforðanum sé ógnað.

Börðust gegn því að gögnin frá Lúx yrðu afhent

Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og fyrrverandi hluthafar Kaupþings banka börðust gegn því að sérstakur saksóknari fengi lykilgögn frá Banque Havilland í Lúxemborg, en gögnin hafa nú verið afhent.

Fjöldi gistinótta stendur í stað

Fjöldi gistinótta á hótelum í janúar síðastliðnum er nánast sá sami og fjöldinn í sama mánuði á síðasta ári. Gistinætur á hótelum í janúar voru 54.200 en voru 54.800 í sama mánuði árið 2010. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Vill banna allt brottkast á fiski

„Ef við tökumst ekki á við þetta vandamál núna mun það koma í bakið á okkur síðar meir,“ sagði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandins, þegar hún ávarpaði Evrópuþingið á þriðjudag.

Exxon Mobil leitar olíu við Færeyjar

Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, hefur ákveðið að hefja olíuleit undan ströndum Færeyja. Bandaríski olíurisinn hefur í því skyni samið við Statoil um að kaupa helmingshlut í þremur leitarleyfum, sem norska olíufélagið hefur fengið úthlutað í færeyska landgrunninu.

Horfur batna innan Evrópusambandsins

Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra.

Innheimtur upp í Icesave aukast um 19 milljarða

Skilanefnd Landsbankans telur að 1175 milljarðar muni endurheimtast upp í Icesave skuldina. Þetta er 37 milljörðum meira en áður var áætlað. Þar með aukast tekjur tryggingarsjóðs innistæðueigenda um 19 milljarða kr.

Ríkið þarf að efla skuldabréfamarkað

Fjármálaráðuneytið hefði hag af því að efla viðskiptavakt með ríkisskuldabréf í samræmi við aukna útgáfu þeirra. Aukinn seljanleiki bréfanna á markaði gæti sömuleiðis verið liður í afnámi gjaldeyrishafta. Þetta er mat Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Ráðuneytið dró úr viðskiptavakt með ríkisskuldabréf síðastliðið haust

Húsfyllir á Icesave fundi

Húsfyllir var á fundi VÍB - eignastýringar Íslandsbanka sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni „Icesave á mannamáli". Á fundinum fjölluðu Jón Bjarki Bentsson frá Greiningu Íslandsbanka og Lárus Blöndal hrl., fulltrúi í Icesave samninganefnd Íslands, um samninginn sem verður lagður undir þjóðaratkvæði í apríl næstkomandi. Lögðu þeir áherslu á að útskýra helstu atriði samningsins á einfaldan og hlutlausan hátt og svara spurningum gesta.

Endurheimtur komnar í 89% af Icesaveskuldinni

Skilanefnd Landsbankans fundaði í dag með kröfuhöfum í búi bankans í Lundúnum og kynnti nýtt mat á virði eigna búsins. Í ljósi nýja matsins hefur samninganefnd Íslands vegna Icesave-samninganna endurnýjað útreikninga sína á kostnaði ríkissjóðs vegna samninganna í ljósi nýs mats skilanefndar Landsbanka Íslands á heimtum eigna bús bankans. Jafnframt hefur verið tekið tillit til nokkurra annarra staðreynda sem hafa áhrif á tölulega framsetningu á kostnaði ríkissjóðs.

Skuldug félög Sigurðar Bollasonar

Þrjú einkahlutafélög Sigurðar Bollasonar fjárfestis töpuðu 1,4 milljörðum króna árið 2009, samkvæmt nýbirtum ársreikningum. Félögin fengu um tíu milljarða lán hjá viðskiptabönkum í júlí og ágúst 2008 til kaupa á hlutabréfum í Existu, Glitni og Landsbankanum.

Samráðshópurinn vissi um fyrirhugað hámark á Icesave-innistæður

Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir engan vafa leika á að á fulltrúum í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið ákvörðun um að setja fimm milljarða punda hámark á innistæður Icesave-reikninga í Bretlandi haustið 2008.

Góð kaup í hlutabréfum

Líkur eru á meiri hækkun á hlutabréfamarkaði en með kaupum á skuldabréfum og vöxtum á innlánsreikningum, samkvæmt spá Íslenskra verðbréfa um horfur og fjárfestingarkosti á árinu. Taldar eru meiri líkur á hóflegri veikingu krónunnar en styrkingu en það hefur áhrif á ávöxtun erlendra og verðtryggðra eigna.

Brimborg afhentir Ístaki hjólaskóflu í Noregi

Ístak hefur fest kaup á tveimur risahjólaskóflum hjá Brimborg sem verða notaðar við gangnagerð, annarsvegar við Búðarhálsvirkjun og hinsvegar í Noregi en hjólskóflan til verksins í Noregi var einmitt afhent fyrir helgina í Tosbotn í Norður Noregi.

Stýrivextir víða orðnir hærri en á Íslandi

Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi eru til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum.

Krónan stöðug frá gengislækkun í janúar

Eftir að hafa tekið nokkra lækkun fyrrihluta janúar hefur krónan haldist nokkuð stöðug síðan. Frá 1. til 21. janúar síðastliðinn fór evran úr því að kosta 153,2 krónur í að kosta 158,7 krónur, sem samsvarar 3,5% lækkun á gengi krónunnar gagnvart evrunni. Er þetta svipuð lækkun og varð í gengi krónunnar gangvart viðskiptavegnu meðaltali gjaldmiðla en sú lækkun var 3,1%.

Nóbelsverðlaunahafi rekinn frá örbanka sem hann stofnaði

Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá örlánabankanum, Grameen Bank sem hann sjálfur stofnaði. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórn bankans undanfarna mánuði um að reka Yunus.

Fagna aldarfjórðungsafmæli á Íslenska markaðsdeginum

Íslenski markaðsdagurinn verður haldinn á föstudaginn, en í ár eru sannkölluð tímamót hjá markaðsfólki og ÍMARK. Félagið fagnar 25 ára afmæli sínu en um leið verður Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, afhentur í 25. skipti.

Ný iPad-tölva handan við hornið

Bandaríski tæknirisinn Apple sviptir í dag hulunni af næstu kynslóð iPad-spjaldtölvunnar. Fyrsta kynslóð tölvunnar kom á markað í apríl í fyrra. Beðið hefur verið með nokkurri eftirvæntingu eftir þessari nýjustu spjaldtölvu og mikið spekúlerað í því hvað hún muni bera og innhalda.

Gullverðið komið í sögulegt hámark

Heimsmarkaðsverð á gulli í framvirkum samningum fram í apríl fór í rúma 1.431 dollar á únsuna undir lok markaða í gærdag. Hefur verðið aldrei verið hærra í sögunni. Gullið hækkaði um 21,30 dollara yfir daginn í gær.

ERT er valdamesti viðskiptaklúbbur Evrópu

Valdamesti viðskiptaklúbbur Evrópu ber nafnið European Round Table of Industrialists (ERT). Klúbburinn samanstendur af 45 af háttsettustu forstjórum á sviði iðnaðar og framleiðslu í Vestur Evrópu og þegar hann tjáir sig er hlustað á það með athygli af helstu stjórnendum ESB.

Verðið á olíunni komið í 116 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á Brent olíunni stendur í rétt tæpum 116 dollurum á tunnuna í morgun en það fór yfir 116 dollara um tíma í gærdag. Á sama tíma er verðið á bandarísku léttolíunni komið yfir 100 dollara á tunnuna.

Álverðið er komið yfir 2.600 dollara á tonnið

Ekkert lát er á verðhækkunum á áli á markaðinum í London. Er verðið nú komið í 2.612 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan sumarið 2008.

Kaupþing ætlar að selja Karen Millen

Skilanefnd/slitastjórn Kaupþings ætlar sér að skilja tískuverslanakeðjuna Karen Millen frá Aurora Fashions og selja hana sér. Þetta kemur fram í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Karen Millen er sá hluti Aurora sem skilað hefur hvað mestum hagnaði innan samsteypunnar sem telur einnig Coast, Oasis og Warehouse.

Áherslan á þjónustu

Nýtt fjarskiptafyrirtæki að nafni Hringdu tók til starfa í síðasta mánuði og stefnir að því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á ódýrari valkosti í internetþjónustu og heimasíma. Frændurnir Davíð Fannar Gunnarsson og Játvarður Jökull Ingvarsson stofnuðu Hringdu eftir að hafa áður reynt fyrir sér með fyrirtækið callit.is, sem sérhæfir sig í ódýrum símtölum til útlanda.

Hagnaður RARIK 1,8 milljarðar í fyrra

Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði á árinu 2010 var 1.787 milljónir króna sem um 3% aukning frá fyrra ári og í samræmi við áætlanir.

Afskriftaþörf Íbúðalánasjóðs enn óljós

Fram er komið frumvarp sem veitir Íbúðalánasjóði heimild til að færa niður veðkröfur á hendur einstaklingum í 110 prósent af verðmæti fasteignar. Með því er sjóðnum veitt nauðsynleg lagastoð til að taka þátt í aðgerðum stjórnvalda vegna skulda- og greiðsluvanda heimilanna.

Birgjar BMM íhuga mál gegn bóksölum

"Ef tap Bókabúðar Máls og menningar [BMM] var svo mikið að ekki var hægt að borga neinum eftir söluna í desember þá var ljóst fyrir löngu að fyrirtækið var gjaldþrota,“ segir Steinþór Steingrímsson, stjórnarformaður fyrirtækisins Ekki spurning. Fyrirtækið gefur meðal annars út borðspilið Spurt að leikslokum.

Íslendingar greiða 123 milljarða í ár

Þrjú lán, samtals að fjárhæð 775 milljónir evra eða 123 milljarða króna eru á gjalddaga í ár. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um málið.

Um 17.000 lán verða endurútreiknuð hjá Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur á síðustu vikum unnið að endurútreikningi húsnæðis- og bílalána, kaupleigusamninga og einkaleigusamninga einstaklinga í erlendum myntum. Þegar yfir lýkur mun bankinn hafa endurútreiknað um 17.000 lán.

Segir Landsbankann ekki hafa verið með veð í íbúðinni

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, stjórnarformaður aðaleigandi 365 miðla, segist hafa gert upp allar sínar skuldir við Landsbankann með samkomulagi um eignir og peningagreiðslur. Íbúð í New York sem skilanefnd Landsbankans hefur nú eignast sé hluti af því uppgjöri.

Úrskurðarnefnd hækkar verð á þorski og ýsu

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í dag var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski og slægðri og óslægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um 5%.

Miðengi eignast 71% hlut í Bláfugli ehf. og IG Invest

Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, fer nú með 71% eignarhlut í félögunum Bláfugli og IG Invest í gegnum eignarhald sitt á SPW ehf. en Bláfugl og IG Invest eru að fullu í eigu SPW. Félögin voru áður hluti af samstæðu Icelandair Group. Glitnir Banki er eigandi 29% hlutafjár í SPW ehf.

Kauphöllin: Veruleg aukning í hlutabréfaviðskiptum

Heildarviðskipti með hlutabréf námu 5.540 milljónum kr. í febrúar eða 277 milljónum kr. á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í janúar í fyrra 2.880 milljónum eða 137 milljónum á dag.

Hlutabréfahrun í Saudi Arabíu, ótti við mótmæli

Hlutabréfamarkaðurinn í Saudi Arabíu hefur verið í frjálsu falli í dag vegna orðróms um fjöldamótmæli og uppþot í landinu síðar í þessum mánuði. Samhliða er olíuverðið tekið að hækka að nýju.

ASÍ: Vörukarfan hækkaði mest í Hagkaupum og Bónus

Miklar hækkanir hafa orðið frá því í haust á grænmeti, ávöxtum, mjólkurvörum, ostum og kjötvörum í vörukörfu ASÍ, að því er fram kemur í nýrri mælingu verðlagseftirlitsins sem gerð var nú í febrúar. Við samanburð á mælingu verðlagseftirlitsins frá því í nóvember 2010 og nú í febrúar, hækkar vörukarfan í öllum verslunum nema 11/11 og Samkaupum-Úrvali, en mesta hækkunin er í Hagkaupum um 9,1% og Bónus um 5,1%. Kostur neitaði að taka þátt í mælingunni.

230 milljarðar frá ríkinu í endurreisn bankakerfisins

Kostnaður ríkisins við að endurreisa fjármálafyrirtæki og tryggingafélög á síðustu tveimur árum stefnir í að fara í 230 milljarða króna. Þá eru ekki talið með 192 milljarða króna tjón vegna Seðlabankans.

Verðbólgan á Íslandi undir meðaltali EES

Í fyrsta sinn síðan í janúar árið 2008 mælist verðbólgan hér á landi undir meðalverðbólgunni í ríkjum EES. Þannig mældist verðbólgan hér á landi í janúar 2,2% miðað við samræmda vísitölu EES, og lækkar hún töluvert milli mánaða en hún hafði verið 3,5% í desember.

Sjá næstu 50 fréttir