Fleiri fréttir

Dótturfélag Samherja kaupir rækjutogara í Færeyjum

Onward Fishing Company, dótturfélag Samherja í Bretlandi, hefur fest kaup á rækjutogaranum Fríðborg frá Færeyjum. Skipið er systurskip Polonus, sem er í eigu dótturfélags Samherja í Póllandi. Skipið er ísstyrkt og sérútbúið til rækjuveiða.

Fjárfestingastofa Íslands veit ekki af kreppunni

Ef trúa skal heimasíðu Fjárfestingarstofu Íslands, www.invest.is, þar sem ætlunin er að laða erlenda fjárfesta til landsins virðist sem kreppan hafi aldrei skollið á Íslandi. Þar er talað um, á einum sjö tungumálum, að viðskiptaumhverfi landsins sé á hraðri hreyfingu, einbeitt og vinalegt fyrirtækjum.

Þokkaleg sala á mjólkurafurðum í janúar

Þokkaleg sala var á mjólkurafurðum í janúar sl., lítils háttar aukning var í sölu á ostum og góð sala á dufti, talsverður samdráttur í jógúrt og rjóma en aðrar afurðir í jafnvægi.

Segir lántöku fyrir arði eðlilega

Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í félagarétti við Háskóla Íslands, segir að lántaka til að greiða út arð til hluthafa sé í ákveðnum tilfellum eðlileg. Hann segist hins vegar ekki vita um nein dæmi um slíkt hér á landi þótt slíkt sé vel þekkt erlendis.

Vonast til að bætt verði við loðnukvótann

Loðnu verður nú vart um allan sjó, eins og sjómenn orða það, eða allt frá Hornafirði og vestur í Faxaflóa. Skip eru að fá afla hér og þar og eru miklar vonir bundnar við að verulega verði bætt við kvótann.

Greining MP Banka spáir 6,8% verðbólgu

Greining MP Banka segir að útlit sé fyrir að verðlag hafi hækkað töluvert milli mánaða nú í febrúar. Líklegt er að vísitalan hækki um 0,7% milli mánaða sem þýðir að ársverðbólgan eykst aðeins, úr 6,6% í 6,8%.

Greining: Spáir 6,9% verðbólgu í febrúar

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,8% í febrúar eftir óvænta 0,3% lækkun í janúar. Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólga úr 6,6% í 6,9%.

Fyrsta hækkun íbúðaverðs í borginni frá ágúst í fyrra

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4% í janúar frá fyrri mánuði. Þessi hækkun kemur í kjölfar mikilla lækkana undanfarna mánuði en íbúðaverð hefur ekki hækkað milli mánaða síðan í ágúst síðastliðnum.

Skeljungi og Atlantsolíu veitt undanþága til samstarfs

Samkeppniseftirlitið hefur veitt Atlantsolíu ehf. og Skeljungi hf. undanþágu til samstarfs um flutning og dreifingu á olíu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Er undanþágan tímabundin og gildir til 14. maí 2010.

Íslandsbanki tekur upp persónuleikapróf

Íslandsbanki og Capacent hafa undirritað samkomulag um að Íslandsbanki verði sjálfstæður notkunaraðili á OPQ32 (Occupational Personality Questionnaire 32), sem er persónuleikapróf sniðið að ráðningum og þróun stjórnenda og sérfræðinga.

Danske Bank gekk berserksgang á írska lánamarkaðinum

Danske Bank setti lærdóma um góðar bankahefðir til hliðar, steig bensíngjöfina í botn og sendi útlánavöxtinn í írskum útibúum sínum upp í gegnum þakið á árunum 2006 og 2007. Útlánavöxtur bankans var verri en hjá Roskilde Bank.

Átta fá tæpar 8 milljónir úr Hönnunarsjóði Auroru

Átta hönnuðir og arkitektar fá úthlutað 7.880.000 kr. úr Hönnunarsjóði Auroru í dag við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands kl. 16:30. Að þessu sinni bárust sjóðnum 62 umsóknir á sviði arkitektúrs, grafískrar hönnunar, fatahönnunar, vöruhönnunar og landslagsarkitektúrs.

Aflaverðmæti jókst um 15 milljarða milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 106 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2009, samanborið við 91 milljarð yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 15 milljarða kr. eða 16,6% á milli ára. Aflaverðmæti í nóvember nam 10,4 milljörðum króna en var 11,3 milljarðar í nóvember 2008.

House of Fraser biður Glitni að slaka á lánakjörum sínum

Breska verslunarkeðjan House of Fraser hefur beðið lánadrottna að slaka á lánakjörum sínum þannig að keðjan geti notað lausafé sitt til að kaupa nýjar vörubirgðir. Stærstu lánadrottnar House of Fraser eru Glitnir og Lloyds Banking Group. Þar fyrir utan heldur Landsbankinn um 33% eignarhlut í keðjunni.

Bloomberg: Actavis og Teva slást um Ratiopharm

Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni verða það Actavis og Teva sem fá leyfi til að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Þar með er bandaríski lyfjarisinn Pfizer dottinn út úr baráttunni um Ratiopharm.

Félag að baki kísilmálmverksmiðju í miklum fjárhagserfiðleikum

Undirbúningur að byggingu kísilmálmverksmiðju við Þorlákshöfn virðist skammt á veg kominn, miðað við upplýsingar á vef kanadíska fyrirtækisins Timminco, eins aðila verkefnisins. Fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung 2009 að það eigi í miklum erfiðleikum og framtíð þess sé óviss.

Tóku lán fyrir arðgreiðslunni

Rúmlega fjögurra milljarða króna arðgreiðsla sem Pálmi Haraldsson greiddi sér útúr fjárfestingarfélaginu Fons vegna góðs hagnaðar rekstrarárið 2006 var fengin að láni hjá Landsbankanum.

Erlendar eignir Seðlabanka minnka um 10 milljarða

Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 475 milljörðum kr. í lok janúar samanborið við 485 milljarða kr. í lok desember 2009. Þær minnkuðu því um 10 milljarða kr. milli mánaða.

Viðræður við kröfuhafa Eik hf., tapaði 1,2 milljarði í fyrra

Á næstu dögum mun Eik fasteignafélag hf. hefja viðræður við óveðtryggða kröfuhafa félagsins, kynna fyrir þeim stöðu þess og leggja fram tillögur til úrlausnar. Áætlað er að tap félagsins á síðasta ári hafi numið 1,2 milljörðum kr. eftir skatta.

Tæplega 11 milljarða velta með skuldabréf

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 10,8 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 3,5 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,4% í 7,3 milljarða viðskiptum.

Skoskt brugghús vinnur keppni um sterkasta bjórinn

Skoska brugghúsið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41% að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck.

Nífalt fleiri ökutæki nýskráð 2005 en á þessu ári

Sá mikli samdráttur sem verið hefur í nýskráningu ökutækja heldur áfram það sem af er árinu 2010 samkvæmt tölum Umferðarstofu. Gríðarlegur munur, eða nífaldur, er á fjölda nýskráðra ökutækja í byrjun þessa árs borið saman við sama tímabil árið 2005 þegar fjöldi nýskráninga náði hámarki.

Ný skýrsla AGS vegvísir fyrir breytta stefnu Seðlabankans

Ný skýrsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um fyrirkomulag hagstjórnar kann að vísa veginn hvaða hætti peningamálastefna Seðlabanka Íslands verður endurbætt á næstu misserum. Í skýrslunni reifar aðalhagfræðingur AGS, Olivier Blanchard, ásamt fleiri háttsettum AGS-mönnum þá ágalla sem kreppa undanfarinna missera hafi leitt í ljós á hagstjórn, sér í lagi þeirri stefnu að styðjast við einfalt verðbólgumarkmið við stjórn peningamála.

TULIP í Danmörku velur Plastprent sem birgja

Elsta vörumerki Danmerkur og eitt af stærri vörumerkjum í Evrópu á neytenda- og veitingamarkaði, TULIP, hefur valið Plastprent sem birgja. Greint er frá þessu á vefsíðu Samtaka iðnaðarins.

Tæting og förgun tóbaks frá Póllandi stöðvuð

Tæting og förgun tóbaks frá Póllandi hefur verið stöðvuð að beiðni Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun mun hafa samband við yfirvöld í Póllandi vegna málsins og í framhaldinu taka frekari ákvarðanir í málinu, þ.m.t. um mögulega endursendingu.

Norræn frumkvöðlakeppni hefst á Íslandi í mars

Sameiginleg frumkvöðlakeppni Norðurlandanna, Nordic Cleantech Open, verður formlega sett á Íslandi í lok mars. Undirbúningur og umsjón keppninnar er í höndum Venture Cup í Danmörku, Cleantech Scandinavia í Svíþjóð og Innovit á Íslandi.

Ólögleg lyf seld fyrir 1.750 milljarða í Evrópu

Ný rannsókn sýnir að einn af hverjum fimm Evrópubúum hefur keypt lyfseðilsskyld lyf á netinu án uppáskriftar frá lækni. Áætlað er að sala slíkra lyfja nemi um 10,5 milljörðum evra eða 1.750 milljörðum kr. á ári hverju.

Mesti brottflutningur fólks frá landinu í sögunni

Árið 2009 fluttu 4.835 fleiri frá landinu en til þess. Aldrei áður hafa jafn margir flutt frá landinu á einu ári. Næstflestir brottfluttir umfram aðflutta voru árið 1887 en þá fluttu 2.229 fleiri frá landinu en til þess. Árið 1887 var mannfækkun vegna búferlaflutninga þó helmingi meiri ef miðað er við miðársmannfjölda, eða 3,1% á móti 1,5%.

Örlög tilboðs Actavis í Ratiopharm ráðast í vikunni

Það ræðst í þessari viku hvort Actavis fái að setjast að samningaborði með tilboð sitt í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt frétt um málið á Reuters verða tilboðsgjafarnir skornir niður í einn eða tvo sem fá að taka þátt í samningum um kaupin.

Magma Energy tapaði 675 milljónum á síðasta ársfjórðungi

Magma Energy tapaði tæplega 5.25 milljónum dollara eða um 675 milljónum kr. á síðasta ársfjórðungi í fyrra en fjórðungurinn er annar í uppgjörsári félagsins. Þetta er töluvert meira tap en á sama tímbili árið áður þegar félagið skilaði rúmlega milljón dollara tapi.

Zenith vottar sjálfbærnina

Framleiðsla Icelandic Water Holdings ehf. á Icelandic Glacial-lindarvatninu hefur fengið sjálfbærnivottun Zenith International, sem í tilkynningu er sagt leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á sviði matar og drykkjar í Evrópu.

Seðlabankinn í mótsögn

Seðlabankinn á ekki að soga til sín allt lausafé á íslenskum markaði, heldur opna leið fyrir það inn í atvinnulífið og lækka stýrivexti. Það skapar skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og endurreisn hagkerfisins.

Reynslubolti hjá VÍ

„Ég veit að áherslur Richard Vietor eiga erindi við okkur í núverandi stöðu, sérstaklega þá sem móta hér stefnu efnahagsmálum. Leiðarljós okkar í dag þurfa að vera hagsýni og raunsæi en hugmyndir Vietor byggja á hvoru tveggja,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Máttu breyta myntlánunum

Þeir viðskiptavinir Arion banka og Íslandsbanka, sem hafa nýtt sér úrræði bankanna og skuldbreytt erlendum lánum í íslenskar krónur, missa ekki rétt sinn fari úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur á æðra dómsstig.

Beðið fregna frá Brussel - Grísk stjórnvöld eru talin hafa beitt brellibrögðum

Evrópskir fjárfestar eru sagðir bíða þess í ofvæni til hvaða ráða fjármálaráðherrar evruríkjanna ákveða að grípa til varðandi skuldavanda Grikklands. Fundur ráðherranna hófst síðdegis í Brussel í Belgíu í gær. Samstarfsbræður þeirra í hinum aðildarríkjum Evrópusambandsins funda með þeim í dag.

Færeyingar fá gult spjald hjá Moody‘s

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s lýsti því yfir í gær að Føroya Banki hefði verið settur á athugunarlista og svo gæti farið að lánshæfiseinkunnir hans yrðu lækkaðar eftir kaup bankans á tólf útibúum Sparbanken á Fjóni og Jótlandi í Danmörku og á Grænlandi í síðustu viku. Kaupverðið nam 7,5 milljónum danskra króna, jafnvirði rúmra 177 milljóna íslenskra.

Færðu húsin í félög rétt eftir hrun

Bakkabræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, færðu einbýlishús sín, íbúðir og sumarbústaði í sérstök einkahlutafélög rétt eftir bankahrunið. Með þessu móti geta hugsanlegir kröfuhafar þeirra ekki gengið að þessum eignum.

Sjá næstu 50 fréttir