Viðskipti innlent

Færeyingar fá gult spjald hjá Moody‘s

Í endurskoðun Kaup Føroya Banka á útibúum í Danmörku og Grænlandi eru talin auka rekstrarkostnað bankans. Janus Pedersen bankastjóri er hér fremstur á myndinni. Fréttablaðið/anton
Í endurskoðun Kaup Føroya Banka á útibúum í Danmörku og Grænlandi eru talin auka rekstrarkostnað bankans. Janus Pedersen bankastjóri er hér fremstur á myndinni. Fréttablaðið/anton

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s lýsti því yfir í gær að Føroya Banki hefði verið settur á athugunarlista og svo gæti farið að lánshæfiseinkunnir hans yrðu lækkaðar eftir kaup bankans á tólf útibúum Sparbanken á Fjóni og Jótlandi í Danmörku og á Grænlandi í síðustu viku. Kaupverðið nam 7,5 milljónum danskra króna, jafnvirði rúmra 177 milljóna íslenskra.

Lánshæfiseinkunn Føroya Banka hljóðar nú upp á A3/P-2/C-.

Moody‘s segir í tilkynningu sinni að útibúin tólf séu stór í samanburði við umfang Føroya Banka. Það geti aukið rekstrarkostnað bankans. Kaupin eru hins vegar ekki talin hafa áhrif á fjármögnun bankans, að mati Moody‘s. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×