Viðskipti innlent

Reynslubolti hjá VÍ

finnur oddsson Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir Richard Vieto eiga erindi við þjóðina.Fréttablaðið/valli
finnur oddsson Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir Richard Vieto eiga erindi við þjóðina.Fréttablaðið/valli

„Ég veit að áherslur Richard Vietor eiga erindi við okkur í núverandi stöðu, sérstaklega þá sem móta hér stefnu efnahagsmálum. Leiðarljós okkar í dag þurfa að vera hagsýni og raunsæi en hugmyndir Vietor byggja á hvoru tveggja,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Hann segir Vieto hafa mikla hagnýta reynslu af ráðgjöf við ríkisstjórnir um uppbyggingu efnahagsáætlana, með sérstakri áherslu á samræmingu stefnu og innviða.

Richard Vietor, prófessor í alþjóðastjórnmálum og hagfræði við Harvard Business School í Bandaríkjunum, verður aðalræðumaðurinn á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs á morgun. Vieto þekkir vel til í íslensku efnahagslífi og hefur búið til námsefni um það, sem kennt er ytra. Þingið er haldið undir yfirskriftinni „Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?“ - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×