Viðskipti innlent

Dótturfélag Samherja kaupir rækjutogara í Færeyjum

Onward Fishing Company, dótturfélag Samherja í Bretlandi, hefur fest kaup á rækjutogaranum Fríðborg frá Færeyjum. Skipið er systurskip Polonus, sem er í eigu dótturfélags Samherja í Póllandi. Skipið er ísstyrkt og sérútbúið til rækjuveiða.

Fjallað er um málið á vefsíðu Samherja þar sem vitnað er í Harald Grétarsson framkvæmdastjória Onward Fishing Company. Hann segir það mjög ánægjulegt að taka við nýju skipi nú. Það hafi alltaf legið fyrir að fjárfest yrði í nýju skipi í stað eldra skips Normu Mary, sem var úrelt.

Haraldur segir aðstandendur OFC vera mjög ánægða með að hafa fundið þetta skip, sem passar vel við þær veiðiheimildir og rúmmál sem Onward hefur til ráðstöfunar. Ekki hefur verið valið nýtt nafn á skipið.



Áætlað er að Onward taki við skipinu í lok mars og að það verði gert út á rækju- og bolfiskveiðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×