Viðskipti innlent

Vonast til að bætt verði við loðnukvótann

Loðna. Mynd/ Vilhelm.
Loðna. Mynd/ Vilhelm.
Loðnu verður nú vart um allan sjó, eins og sjómenn orða það, eða allt frá Hornafirði og vestur í Faxaflóa. Skip eru að fá afla hér og þar og eru miklar vonir bundnar við að verulega verði bætt við kvótann.

Kvótinn núna er 130 þúsund tonn , þar af 90 þúsund tonn til islenskra skipa, sem er óvenju lítill kvóti. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er út af Suðurströndinni við mælingar, til að kanna hvort ráðlegt þykir að auka við kvótann. Sveinn Svinbjörnsson leiðangursstjóri segir að búast megi við niðurstöðu eftir tvo til þrjá daga. Á meðan berast fréttir af loðnu um allt. Vitað er um loðnu ut af Hornafirði, Ingólfshöfða, austan við Vík, og við Vestmannaeyjar, þar sem færeykst skip fékk svo stórt kast að það gaf íslensku skipi 200 tonn, þegar það var búið að fylla lestar sínar.

Þá fékk skip afla norðvestur af Garðskaga, eða inni á Faxaflóa í morgun og skipstjórinn á Hákoni segist sjáldan hafa séð loðnu dreifða á jafn stóru svæði og nú, á áratuga ferli sínum á loðnuveiðum. Mikil eftirvænting ríkir nú efitr meiri kvóta, enda sum skipin að verða búinn með skamtinn sinn.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×