Ólögleg lyf seld fyrir 1.750 milljarða í Evrópu 16. febrúar 2010 10:25 Ný rannsókn sýnir að einn af hverjum fimm Evrópubúum hefur keypt lyfseðilsskyld lyf á netinu án uppáskriftar frá lækni. Áætlað er að sala slíkra lyfja nemi um 10,5 milljörðum evra eða 1.750 milljörðum kr. á ári hverju.Rannsóknin var studd fjárhagslega af bandaríska lyfjarisanum Pfizer en hún var gerð af Evrópusamtökunum fyrir aðgangi að öruggum lyfjum (EAASM). Í ljós kom að um 77 milljón manna í Evrópu keyptu fyrrgreind lyf á netinu.Nærri 14.000 manns tóku þátt í rannsókninni, þar á meðal Íslendingar, og 21% þeirra kváðust hafa keypt lyf á netinu þar sem slíkt væri ódýrara og auðveldara en að nálgast þau í apótekum eða hjá læknum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að það geti verið hættulegt, og stundum valdið dauða, að kaupa þessi lyf á netinu þar sem þau geti innihaldið skaðleg aukaefni. „Fólk sem kaupir lyf á netinu á það á hættu að um gerfilyf sé að ræða," segir Jim Thompson formaður EAASM.„Fólk gerir sér ekki bara grein fyrir því hversu hættulegt það er að kaupa fölsuð lyf á netinu heldur er það einnig að stuðla að ólöglegum glæpamarkaði með kaupunum," segir David Gillen læknastjóri Pfizer.Rannsóknin náði til allra Norðurlandanna, Bretlands, Belgíu, Austurríkis, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Spánar, Sviss og Hollands. Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ný rannsókn sýnir að einn af hverjum fimm Evrópubúum hefur keypt lyfseðilsskyld lyf á netinu án uppáskriftar frá lækni. Áætlað er að sala slíkra lyfja nemi um 10,5 milljörðum evra eða 1.750 milljörðum kr. á ári hverju.Rannsóknin var studd fjárhagslega af bandaríska lyfjarisanum Pfizer en hún var gerð af Evrópusamtökunum fyrir aðgangi að öruggum lyfjum (EAASM). Í ljós kom að um 77 milljón manna í Evrópu keyptu fyrrgreind lyf á netinu.Nærri 14.000 manns tóku þátt í rannsókninni, þar á meðal Íslendingar, og 21% þeirra kváðust hafa keypt lyf á netinu þar sem slíkt væri ódýrara og auðveldara en að nálgast þau í apótekum eða hjá læknum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að það geti verið hættulegt, og stundum valdið dauða, að kaupa þessi lyf á netinu þar sem þau geti innihaldið skaðleg aukaefni. „Fólk sem kaupir lyf á netinu á það á hættu að um gerfilyf sé að ræða," segir Jim Thompson formaður EAASM.„Fólk gerir sér ekki bara grein fyrir því hversu hættulegt það er að kaupa fölsuð lyf á netinu heldur er það einnig að stuðla að ólöglegum glæpamarkaði með kaupunum," segir David Gillen læknastjóri Pfizer.Rannsóknin náði til allra Norðurlandanna, Bretlands, Belgíu, Austurríkis, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Spánar, Sviss og Hollands.
Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira