Ólögleg lyf seld fyrir 1.750 milljarða í Evrópu 16. febrúar 2010 10:25 Ný rannsókn sýnir að einn af hverjum fimm Evrópubúum hefur keypt lyfseðilsskyld lyf á netinu án uppáskriftar frá lækni. Áætlað er að sala slíkra lyfja nemi um 10,5 milljörðum evra eða 1.750 milljörðum kr. á ári hverju.Rannsóknin var studd fjárhagslega af bandaríska lyfjarisanum Pfizer en hún var gerð af Evrópusamtökunum fyrir aðgangi að öruggum lyfjum (EAASM). Í ljós kom að um 77 milljón manna í Evrópu keyptu fyrrgreind lyf á netinu.Nærri 14.000 manns tóku þátt í rannsókninni, þar á meðal Íslendingar, og 21% þeirra kváðust hafa keypt lyf á netinu þar sem slíkt væri ódýrara og auðveldara en að nálgast þau í apótekum eða hjá læknum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að það geti verið hættulegt, og stundum valdið dauða, að kaupa þessi lyf á netinu þar sem þau geti innihaldið skaðleg aukaefni. „Fólk sem kaupir lyf á netinu á það á hættu að um gerfilyf sé að ræða," segir Jim Thompson formaður EAASM.„Fólk gerir sér ekki bara grein fyrir því hversu hættulegt það er að kaupa fölsuð lyf á netinu heldur er það einnig að stuðla að ólöglegum glæpamarkaði með kaupunum," segir David Gillen læknastjóri Pfizer.Rannsóknin náði til allra Norðurlandanna, Bretlands, Belgíu, Austurríkis, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Spánar, Sviss og Hollands. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ný rannsókn sýnir að einn af hverjum fimm Evrópubúum hefur keypt lyfseðilsskyld lyf á netinu án uppáskriftar frá lækni. Áætlað er að sala slíkra lyfja nemi um 10,5 milljörðum evra eða 1.750 milljörðum kr. á ári hverju.Rannsóknin var studd fjárhagslega af bandaríska lyfjarisanum Pfizer en hún var gerð af Evrópusamtökunum fyrir aðgangi að öruggum lyfjum (EAASM). Í ljós kom að um 77 milljón manna í Evrópu keyptu fyrrgreind lyf á netinu.Nærri 14.000 manns tóku þátt í rannsókninni, þar á meðal Íslendingar, og 21% þeirra kváðust hafa keypt lyf á netinu þar sem slíkt væri ódýrara og auðveldara en að nálgast þau í apótekum eða hjá læknum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að það geti verið hættulegt, og stundum valdið dauða, að kaupa þessi lyf á netinu þar sem þau geti innihaldið skaðleg aukaefni. „Fólk sem kaupir lyf á netinu á það á hættu að um gerfilyf sé að ræða," segir Jim Thompson formaður EAASM.„Fólk gerir sér ekki bara grein fyrir því hversu hættulegt það er að kaupa fölsuð lyf á netinu heldur er það einnig að stuðla að ólöglegum glæpamarkaði með kaupunum," segir David Gillen læknastjóri Pfizer.Rannsóknin náði til allra Norðurlandanna, Bretlands, Belgíu, Austurríkis, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Spánar, Sviss og Hollands.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent