Ólögleg lyf seld fyrir 1.750 milljarða í Evrópu 16. febrúar 2010 10:25 Ný rannsókn sýnir að einn af hverjum fimm Evrópubúum hefur keypt lyfseðilsskyld lyf á netinu án uppáskriftar frá lækni. Áætlað er að sala slíkra lyfja nemi um 10,5 milljörðum evra eða 1.750 milljörðum kr. á ári hverju.Rannsóknin var studd fjárhagslega af bandaríska lyfjarisanum Pfizer en hún var gerð af Evrópusamtökunum fyrir aðgangi að öruggum lyfjum (EAASM). Í ljós kom að um 77 milljón manna í Evrópu keyptu fyrrgreind lyf á netinu.Nærri 14.000 manns tóku þátt í rannsókninni, þar á meðal Íslendingar, og 21% þeirra kváðust hafa keypt lyf á netinu þar sem slíkt væri ódýrara og auðveldara en að nálgast þau í apótekum eða hjá læknum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að það geti verið hættulegt, og stundum valdið dauða, að kaupa þessi lyf á netinu þar sem þau geti innihaldið skaðleg aukaefni. „Fólk sem kaupir lyf á netinu á það á hættu að um gerfilyf sé að ræða," segir Jim Thompson formaður EAASM.„Fólk gerir sér ekki bara grein fyrir því hversu hættulegt það er að kaupa fölsuð lyf á netinu heldur er það einnig að stuðla að ólöglegum glæpamarkaði með kaupunum," segir David Gillen læknastjóri Pfizer.Rannsóknin náði til allra Norðurlandanna, Bretlands, Belgíu, Austurríkis, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Spánar, Sviss og Hollands. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ný rannsókn sýnir að einn af hverjum fimm Evrópubúum hefur keypt lyfseðilsskyld lyf á netinu án uppáskriftar frá lækni. Áætlað er að sala slíkra lyfja nemi um 10,5 milljörðum evra eða 1.750 milljörðum kr. á ári hverju.Rannsóknin var studd fjárhagslega af bandaríska lyfjarisanum Pfizer en hún var gerð af Evrópusamtökunum fyrir aðgangi að öruggum lyfjum (EAASM). Í ljós kom að um 77 milljón manna í Evrópu keyptu fyrrgreind lyf á netinu.Nærri 14.000 manns tóku þátt í rannsókninni, þar á meðal Íslendingar, og 21% þeirra kváðust hafa keypt lyf á netinu þar sem slíkt væri ódýrara og auðveldara en að nálgast þau í apótekum eða hjá læknum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að það geti verið hættulegt, og stundum valdið dauða, að kaupa þessi lyf á netinu þar sem þau geti innihaldið skaðleg aukaefni. „Fólk sem kaupir lyf á netinu á það á hættu að um gerfilyf sé að ræða," segir Jim Thompson formaður EAASM.„Fólk gerir sér ekki bara grein fyrir því hversu hættulegt það er að kaupa fölsuð lyf á netinu heldur er það einnig að stuðla að ólöglegum glæpamarkaði með kaupunum," segir David Gillen læknastjóri Pfizer.Rannsóknin náði til allra Norðurlandanna, Bretlands, Belgíu, Austurríkis, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Spánar, Sviss og Hollands.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira