Viðskipti erlent

Skoskt brugghús vinnur keppni um sterkasta bjórinn

Skoska brugghúsið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41% að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck.

Fjallað er um málið á vefsíðunni ananova. Þar segir að BrewDog hafi komist í sviðsljós fjölmiðla í fyrra þegar það setti á markaðinn bjór sem var 32% að styrkleika. Sá bjór ber nafnið Tactical Nuclear Penguin.

Þýska brugghúsið Schorchbrau svaraði Tactical Nuclear Penguin með því að setja á markaðinn bjór sem var 40% að styrkleika og heitir sá Schorschbock. Aðeins eru tvær vikur síðan þýska brugghúsið setti Schorschbock á markað þannig að Skotarnir voru fljótir að svara fyrir sig.

Í fréttinni kemur fram að Sink the Bismarck muni kosta 40 pund eða um 8.000 kr. flaskan og að hann þessi bjór verði einungis seldur á netinu. Töluvert umstang er við að brugga hann og þarf m.a. fjórum sinnum að frysta bruggið í því ferli til að ná upp fyrrgreindu alkóhólmagni.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×