Mesti brottflutningur fólks frá landinu í sögunni 16. febrúar 2010 09:03 Mynd/ Hilli. Árið 2009 fluttu 4.835 fleiri frá landinu en til þess. Aldrei áður hafa jafn margir flutt frá landinu á einu ári. Næstflestir brottfluttir umfram aðflutta voru árið 1887 en þá fluttu 2.229 fleiri frá landinu en til þess. Árið 1887 var mannfækkun vegna búferlaflutninga þó helmingi meiri ef miðað er við miðársmannfjölda, eða 3,1% á móti 1,5%.Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að frá landinu fluttu flestir til Evrópu eða 9.546 en það er tæplega 9 af hverjum 10 brottfluttum. Flestir fóru til Norðurlandanna eða 4.033 sem er 38,0% allra brottfluttra. Þar af fóru 1.576 til Noregs, 1.560 til Danmerkur og 733 til Svíþjóðar. Af einstökum löndum fóru flestir til Póllands eða 2.818 (26,6%). Mjög dró úr aðflutningi til landsins frá árinu áður. Ef frá eru talin árin 2005-2008 hafa þó aldrei flust fleiri til Íslands frá útlöndum en árið 2009, eða 5.777. Flestir fluttu til landsins frá Evrópu eða 4.938 en það er 85,5% af heildarfjölda aðfluttra til landsins. Frá Norðurlöndum kom 1.931, þar af 1.193 frá Danmörku en 418 komu frá Ameríku. Af einstökum löndum komu flestir frá Póllandi, 1.235.Árið 2009 voru flestir brottfluttra á aldrinum 25-29 ára. Tíðasti aldur brottfluttra var 25 ár. Flestir aðfluttra voru aftur á móti á aldrinum 20-24 ára árið 2009. Tíðasti aldur aðfluttra var 25 ár.Á árinu 2009 varð viðsnúningur í aðflutningi erlendra ríkisborgara til landsins en flutningsjöfnuður þeirra var neikvæður um 2.369. Aðeins einu sinni áður frá 1986 hefur flutningsjöfnuður erlendra ríkisborgara verið neikvæður en það var árið 1992 en þá fluttu 459 fleiri erlendir ríkisborgarar frá landinu en til þess. Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara var neikvæður um 2.466 einstaklinga. Þetta eru fleiri brottfluttir umfram aðflutta en áður frá 1986, en áður var flutningsjöfnuðurinn óhagstæðastur árið 1995 þegar 1.637 íslenskir ríkisborgarar fluttu erlendis umfram aðflutta. Fram að árinu 2003 fluttust að jafnaði fleiri konur til landsins en karlar. Þessi þróun snerist við á tímabilinu frá 2004-2007. Á þeim árum fluttust til landsins 5.913 fleiri karlar en konur. Á þeim tveim árum sem síðan eru liðin hefur hins vegar 4.241 karl flutt umfram konur af landi brott. Árið 2009 fluttu 3.689 fleiri karlar úr landi en til landsins, meðan 1.146 fleiri konur fluttu af landi brott en komu. Mest munar um flutninga karla frá höfuðborgarsvæðinu af landi brott en fjöldi brottfluttra karla umfram aðflutta þaðan árið 2009 var 2.402 á móti 810 konum.Fjöldi innanlandsflutninga náði hámarki á árinu 2007 en þá voru skráðar í íbúaskrá þjóðskrár 58.186 flutningstilkynningar. Árið 2008 fækkaði þeim um 8.652 og árið 2009 voru þær komnar niður í 46.926. Miðað við flutninga á hverja 1.000 íbúa þarf að fara aftur til 1988 til að finna lægri tíðni innanlandsflutninga.Höfuðborgarsvæðið tapaði flestum einstaklingum vegna brottflutninga umfram aðflutninga eða 2.546 manns. Það tap helgast aðallega af miklum flutningum frá höfuðborgarsvæðinu til útlanda en til útlanda fluttu þaðan 3.212 umfram aðflutta. Aftur á móti fékk höfuðborgarsvæðið 666 einstaklinga umfram brottflutta í innanlandsflutningum frá öðrum landsvæðum. Á öllum landsvæðum var fjöldi brottfluttra hærri en fjöldi aðfluttra. Minnstur var munurinn á Norðurlandi vestra (-29) og Vestfjörðum (-75). Fjöldi brottfluttra var svipaður fyrir hin landsvæðin fjögur: Suðurnes (-450), Vesturland (-424), Austurland (-459) og Suðurland (-473). Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Árið 2009 fluttu 4.835 fleiri frá landinu en til þess. Aldrei áður hafa jafn margir flutt frá landinu á einu ári. Næstflestir brottfluttir umfram aðflutta voru árið 1887 en þá fluttu 2.229 fleiri frá landinu en til þess. Árið 1887 var mannfækkun vegna búferlaflutninga þó helmingi meiri ef miðað er við miðársmannfjölda, eða 3,1% á móti 1,5%.Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að frá landinu fluttu flestir til Evrópu eða 9.546 en það er tæplega 9 af hverjum 10 brottfluttum. Flestir fóru til Norðurlandanna eða 4.033 sem er 38,0% allra brottfluttra. Þar af fóru 1.576 til Noregs, 1.560 til Danmerkur og 733 til Svíþjóðar. Af einstökum löndum fóru flestir til Póllands eða 2.818 (26,6%). Mjög dró úr aðflutningi til landsins frá árinu áður. Ef frá eru talin árin 2005-2008 hafa þó aldrei flust fleiri til Íslands frá útlöndum en árið 2009, eða 5.777. Flestir fluttu til landsins frá Evrópu eða 4.938 en það er 85,5% af heildarfjölda aðfluttra til landsins. Frá Norðurlöndum kom 1.931, þar af 1.193 frá Danmörku en 418 komu frá Ameríku. Af einstökum löndum komu flestir frá Póllandi, 1.235.Árið 2009 voru flestir brottfluttra á aldrinum 25-29 ára. Tíðasti aldur brottfluttra var 25 ár. Flestir aðfluttra voru aftur á móti á aldrinum 20-24 ára árið 2009. Tíðasti aldur aðfluttra var 25 ár.Á árinu 2009 varð viðsnúningur í aðflutningi erlendra ríkisborgara til landsins en flutningsjöfnuður þeirra var neikvæður um 2.369. Aðeins einu sinni áður frá 1986 hefur flutningsjöfnuður erlendra ríkisborgara verið neikvæður en það var árið 1992 en þá fluttu 459 fleiri erlendir ríkisborgarar frá landinu en til þess. Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara var neikvæður um 2.466 einstaklinga. Þetta eru fleiri brottfluttir umfram aðflutta en áður frá 1986, en áður var flutningsjöfnuðurinn óhagstæðastur árið 1995 þegar 1.637 íslenskir ríkisborgarar fluttu erlendis umfram aðflutta. Fram að árinu 2003 fluttust að jafnaði fleiri konur til landsins en karlar. Þessi þróun snerist við á tímabilinu frá 2004-2007. Á þeim árum fluttust til landsins 5.913 fleiri karlar en konur. Á þeim tveim árum sem síðan eru liðin hefur hins vegar 4.241 karl flutt umfram konur af landi brott. Árið 2009 fluttu 3.689 fleiri karlar úr landi en til landsins, meðan 1.146 fleiri konur fluttu af landi brott en komu. Mest munar um flutninga karla frá höfuðborgarsvæðinu af landi brott en fjöldi brottfluttra karla umfram aðflutta þaðan árið 2009 var 2.402 á móti 810 konum.Fjöldi innanlandsflutninga náði hámarki á árinu 2007 en þá voru skráðar í íbúaskrá þjóðskrár 58.186 flutningstilkynningar. Árið 2008 fækkaði þeim um 8.652 og árið 2009 voru þær komnar niður í 46.926. Miðað við flutninga á hverja 1.000 íbúa þarf að fara aftur til 1988 til að finna lægri tíðni innanlandsflutninga.Höfuðborgarsvæðið tapaði flestum einstaklingum vegna brottflutninga umfram aðflutninga eða 2.546 manns. Það tap helgast aðallega af miklum flutningum frá höfuðborgarsvæðinu til útlanda en til útlanda fluttu þaðan 3.212 umfram aðflutta. Aftur á móti fékk höfuðborgarsvæðið 666 einstaklinga umfram brottflutta í innanlandsflutningum frá öðrum landsvæðum. Á öllum landsvæðum var fjöldi brottfluttra hærri en fjöldi aðfluttra. Minnstur var munurinn á Norðurlandi vestra (-29) og Vestfjörðum (-75). Fjöldi brottfluttra var svipaður fyrir hin landsvæðin fjögur: Suðurnes (-450), Vesturland (-424), Austurland (-459) og Suðurland (-473).
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun