Viðskipti innlent

Seðlabankinn í mótsögn

Már seðlabankastjóri Greining Gamma segir Peningastefnunefnd Seðlabankans í mótsögn við sjálfa sig. Fréttablaðið/anton
Már seðlabankastjóri Greining Gamma segir Peningastefnunefnd Seðlabankans í mótsögn við sjálfa sig. Fréttablaðið/anton

Seðlabankinn á ekki að soga til sín allt lausafé á íslenskum markaði, heldur opna leið fyrir það inn í atvinnulífið og lækka stýrivexti. Það skapar skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og endurreisn hagkerfisins.

Þetta er á meðal þess sem lesa má úr áliti Greiningar Gamma um fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans, sem birt var í síðustu viku. Gamma segir bankann í mótsögn við sjálfan sig. Á sama tíma og hann haldi stýrivöxtum háum og dragi til sín allt lausafé leiti hann eftir beinni erlendri fjárfestingu.

Gjaldeyrishöftin, sem innleid voru í lok nóvember 2008, og þau skilyrði sem hér eru veki ekki áhuga erlendra fjárfesta á íslenska hagkerfinu enda hafi tilraunir í þá átt ekki skilað árangri.

„Það virðist því enn vera sem svo, einsog við höfum áður reynt að benda á, að Seðlabanki Íslands vilji halda áfram sama leiknum og undanfarin ár, að laða til sín erlent skammtímafjármagn í formi „vaxtamunaviðskipta" (e. carry trade). Þetta fjármagn skapar lítinn framtíðarhagvöxt og er ekki fjárfest í verkefnum sem skapa nauðsynlegan gjaldeyri í framtíðinni fyrir íslenskt þjóðarbú," segir í greiningu Gamma. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×