Viðskipti innlent

Eignir tryggingarfélaga jukust í desember

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 136,5 milljörðum kr. í lok desember og hækkuðu um 0,7 milljarða kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að handbært fé nam 14,2 milljörðum kr. og lækkaði um tæpa 3,0 milljarða kr. í desember.

Útlán og markaðsverðbréf námu 76,8 milljörðum kr. og hækkuðu um 1,8 milljarða kr. Sú hækkun skýrist að mestu af hlutdeildarskírteinum sem hækkuðu um 1,3 milljarða kr. milli mánaða.

Aðrar eignir, sem eru að mestu hlutdeildarfélög og dótturfélög, hækkuðu um tæpa 2,0 milljarða kr. í mánuðinum og námu 39,6 milljörðum kr. í lok desember.

Tölur fyrir desembermánuð eru bráðabirgðatölur og geta breyst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×