Viðskipti innlent

Máttu breyta myntlánunum

bílar á ferð Rúmlega fimm þúsund viðskiptavinir Arion banka og Íslandsbanka hafa nýtt sér úrræði bankanna og breytt gengislánum í krónur. Fréttablaðið/pjetur
bílar á ferð Rúmlega fimm þúsund viðskiptavinir Arion banka og Íslandsbanka hafa nýtt sér úrræði bankanna og breytt gengislánum í krónur. Fréttablaðið/pjetur

Þeir viðskiptavinir Arion banka og Íslandsbanka, sem hafa nýtt sér úrræði bankanna og skuldbreytt erlendum lánum í íslenskar krónur, missa ekki rétt sinn fari úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur á æðra dómsstig.

Þetta kemur fram í tilkynningum sem bankarnir sendur frá sér í gær eftir að gengistryggð lán í krónum voru úrskurðuð ólögmæt.

Í tilkynningunum kemur fram að fjórða þúsund viðskiptavina Íslandsbanka fjármögnunar hafi nýtt sér úrræði bankans og rúmlega eitt þúsund viðskiptavinir Arion banka. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×