Viðskipti innlent

Erlendir ferðamenn afla sér upplýsinga um Ísland á netinu

Samkvæmt skýrslu Ferðamálastofu um ferðaþjónustuna á Íslandi í fyrra kemur fram að langflestir erlendir ferðamenn afla sér upplýsinga um Ísland á netinu. Minnst fá þeir upplýsingar úr auglýsingum.

Fram kemur í skýrslunni að nær 80% þeirra erlendu ferðamanna sem komu til landsins í fyrra öfluðu sér helst upplýsinga um land og þjóð á netinu. Um 60% studdust helst við ferðahandbækur og rúmlega 35% fengu upplýsingarnar frá vinum og kunningjum.

Aðrir þættir eins og ferðaskrifstofur, blaðagreinar, bókmenntir, sjónvarp/útvarp og auglýsingar eru lítið notaðir við að afla sér upplýsinga um land og þjóð eða um eða innan við 10% hjá hverjum. Langminnst eru auglýsingar notaðar eða innan við 5%.

Í skýrslunni segir að meir en tvöfalt fleiri erlendir gestir á Íslandi fá upplýsingar um land og þjóð á netinu en fyrir tíu árum síðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×