Fleiri fréttir

Gjörningar gömlu bankanna riftanlegir tvö ár aftur í tímann

Fjármálagjörningar gömlu bankanna þriggja og annarra fjármálafyrirtækja sem tengjast bankahruninu fyrir ári síðan verða riftanlegir 2 ár aftur í tímann nái frumvarp Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra um málið fram að ganga.

Húsleitir bæði hjá MP banka og Byr

Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Exiter ehf á stofnbréfum í BYR sparisjóði haustið 2008 fóru fram húsleitir á í MP banka og Byr í dag að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur.

Sérstakur saksóknari aflaði gagna í húsleit hjá Byr

Menn á vegum Ólafs Haukssonar sérstaks saksóknara öfluðu gagna í húsleit í Byr í dag í framhaldi af rannsókn þeirri sem Fjármálaeftirlitið vísaði til sérstaks saksóknara varðandi eignarhaldsfélagið Exeter Holdings.

Breskt fjármálafólk íhugar flótta undan sköttum til Sviss

Breskt fjármálafólk með miklar tekjur íhugar nú í töluverðum mæli að flýja til Sviss undan háum tekjusköttum breska Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er hækkaði stjórn Gordon Brown nýlega tekjurskattinn úr 40% og í 50% á allar tekjur sem eru yfir 150.000 pundum á ári.

Gengi krónu á aflandsmarkaði lækkar töluvert

Gengi krónunnar á aflandsmarkaðinum hefur lækkað töluvert undanfarnar tvær vikur eða síðan Moody´s lækkaði lánshæfismat sitt á ríkissjóði. Sölugengið stendur nú í 232 krónum fyrir evruna samkvæmt viðskiptavefsíðunni keldan.is

Greining: Spáir 4% verðlagshækkun næstu 6 mánuði

Þótt verðbólga muni sennilega lækka niður fyrir 8% fyrir árslok mun hún taka tímabundinn kipp í upphafi næsta árs vegna hækkana hins opinbera á sköttum og gjöldum að mati greiningardeildar Arion banka. Spáir greiningin því að verðlag muni hækka um 4% á næstu sex mánuðum.

Verulega dregur úr aukningu peningamagns í umferð

Mjög hefur hægt á aukningu peningamagns í umferð undanfarna mánuði, enda má segja að framboð lausafjár í fjármálakerfinu hafi oftast verið meira en eftirspurn það sem af er ári. Samkvæmt nýlega birtum tölum Seðlabankans var grunnfé í lok septembermánaðar alls tæpir 161 milljarðar kr. Þar af voru seðlar og mynt í umferð röskir 25 milljarðar kr. en innstæður innlánsstofnana 136 milljarðar kr.

Svartsýni neytenda færist í vöxt að nýju

Eftir samfellda hækkun undanfarna þrjá mánuði lækkaði Væntingavísitala Gallup á milli október og nóvember, úr 47,9 stigum í 44,3 stig. Þetta bendir til þess að svartsýnin í garð efnahags- og atvinnuástandsins sé að aukast og nokkuð ríkjandi meðal íslenskra neytenda.

Saga Capital lýkur endurskipulagningu sinni

Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur lokið við endurskipulagningu á efnahagsreikningi bankans. Í því felst að eignasafni Saga Capital er skipt upp þannig að þær eigur sem tilheyra bankastarfsemi verða áfram innan hans en aðrar eigur eru seldar, m.a. eigur sem draga kunna úr rekstrarhæfi og eiginfjárstyrkleika.

Áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum

Álverðið á markaðinum í London var komið í 2.057 dollara á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga í morgun. Sérfræðingar hafa nú töluverðar áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum heimsins. Birgðastöðvar með ál liggja nú inni með nægilegt magn af málminum til þess að smíða 69.000 nýjar Boeing 747 júmbó þotur.

HS Orka hefur náð samningum við erlenda lánadrottna

HS Orka hf hefur nú náð samkomulagi við lánadrottna sína um breytingar á skilmálum erlendra lána eftir að fyrir lá að félagið uppfyllti ekki kröfur um eiginfjárhlutfall og rekstrarhlutföll í kjölfar falls íslensku krónunnar.

Lloyds bankinn fer í stærsta hlutafjárútboð Bretlands

Lloyds Banking Group í Bretlandi tilkynnti um stærsta hlutafjárútboð sögunnar en með því eru langþreyttir eigendur bankans beðnir um að setja 13,5 milljarða punda, eða 2.750 milljarða kr., af nýju fé í bankann.

Walker segist vera að skoða málið

Malcolm Walker, forstjóri Iceland-keðjunnar, segist vera að íhuga að taka þátt í tilboði í Haga með Jóhannesi Jónssyni og fleirum. Þetta kemur fram í viðtali við Walker í breska blaðinu Telegraph í dag.

Hagvöxtur á þriðja fjórðungi í OECD ríkjum

Hagvöxtur í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) jókst um 0,8 prósent milli ársfjórðunga á þriðja fjórðungi þessa árs, eftir að leiðrétt hefur verið fyrir árstíðabundnum sveiflum.

Walker, Guðmundur og Finnur með Jóhannesi í tilboði

Malcolm Walker, forstjóri Iceland-keðjunnar, Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, eru meðal þeirra sem standa að tilboði í Haga með Jóhannesi Jónssyni kaupmanni.

William Fall: Ætlar að gefa vangoldin laun til góðgerðamála

Fyrrum bankastjóri Straums, William Fall, sagði í viðtali við Kastljós í kvöld að hann mun gefa launakröfu sína, sem hann hefur gert í þrotabú Straums, til góðgerðarmála hér á landi verði hún samþykkt. Um er að ræða 640 milljón króna launakröfu sem hann krefst af þrotabúinu en málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Eignir Landsbankans rýrnað um 38 milljarða

Kröfuhafar Landsbankans eru ósáttir við að innstæður séu viðurkenndar sem forgangskröfur og hyggjast leita réttar síns. Þá hafa eignir bankans rýrnað um þrjátíu og átta milljarða króna frá því í sumar.

Engar skuldir afskrifaðar hjá 1998

Arion banki hefur móttekið tilboð frá Jóhannesi Jónssyni kaupmanni, erlendum fjárfestum og stjórnendum Haga um fjárhagslega endurskipulagningu 1998 ehf., móðurfélags Haga. Samkvæmt tilboðinu kemur ekki til neinna afskrifta skulda 1998 ehf, segir í tilkynningu frá bankanum.

Feng gert að greiða 10 milljóna stjórnvaldssekt

Í nýrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Eignarhaldsfélagið Fengur hf. hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Fengur og Samkeppniseftirlitið gerðu sátt í málinu. Skal Fengur greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 10 milljónir króna vegna brotsins.

Ring er nýtt vörumerki Símans á farsímamarkaðinum

Miðvikudaginn 25. nóvember verður Ring, nýju vörumerki Símans á farsímamarkaði, ýtt úr vör. Ring er ný þjónusta sérstaklega sniðin að þörfum ungs fólks sem gerir miklar kröfur um gæði og hagstætt verð. Fyrir 1.990 krónur á mánuði geta viðskiptavinir hringt og sent SMS innan kerfa Símans fyrir 0 krónur í alla viðskiptavini Símans, 160 þúsund talsins.

Nauðasamningur Sparisjóðs Mýrarsýslu samþykktur

Á atkvæðafundi þann 20. nóvember 2009 voru greidd atkvæði um nauðasamning fyrir Sparisjóð Mýrasýslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var sú að 90% kröfuhafa samþykkti nauðasamninginn, sem jafngilti 73% af fjárhæð þeirra krafna er lýst var. Engin atkvæði voru greidd gegn nauðasamningnum.

Titan vill viljayfirlýsingar um tvær lóðir

Titan Global, sem hefur í hyggju að reisa gagnaver hér á landi vill undirrita viljayfirlýsingar um lóðir á fleiri en einum stað á sama tíma. Fram kemur í nýlegri fundargerði bæjarráðs Hafnarfjarðar, að 28. október hafi bænum borist erindi frá Titan þar sem óskað væri eftir því að undirrituð yrði viljayfirlýsing milli bæjarins og Titans, um lóð í Kapelluhrauni.

Björk hagnast á nýjum samningi við MySpace Music

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir er ein þeirra sjálfstæðu tónlistarmanna sem munu hagnast á nýjum samningi við MySpace Music þegar sú vefsíða opnar í Bretlandi á næstunni. Þar með er lokið áralangri deilu sjálfstæðra tónlistarmanna við eigendur MySpace.

Kaupmáttarskerðingin sú mesta síðan uppúr 1990

Sú kaupmáttarskerðing sem íslenskir launþegar hafa orðið fyrir undanfarin misseri á sér fá fordæmi hér á landi og þarf að fara aftur til byrjun tíunda áratugar síðustu aldar til þess að finna álíka þróun. Nú hefur kaupmáttur launa ekki verið lægri síðan í árslok 2002 og reikna má með enn frekari kaupmáttarskerðingu næstu misseri.

Óskar eftir framlengingu á greiðslustöðvun Landsbankans

Skilanefnd Landsbankans mun óska eftir því síðar í vikunni að greiðslustöðvun bankans verði framlengd um níu mánuði. Þetta er meðal þess sem fram hefur komið á fundi skilanefndarinnar með kröfuhöfum bankans en fundir verða í dag og á morgun.

Skuldir settar í sölu á netinu

Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að svo mikið er að hjá innheimtufyrirtækjum að nú er farið að setja skuldir einstaklinga til sölu á netinu. Eina áhættan sem fólgin er í þessu fyrirkomu lagi er að skuldararnir sjálfir geta keypt skuldir sínar á útsöluverði.

OECD: Nauðsynlegt að skera niður landbúnaðarstyrki

Í nýrri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál er tekið fram að nauðsynlegt sé að skera niður styrki hins opinbera til íslensks landbúnaðar. Þessir styrkir eru þeir hæstu meðal ríkja OECD eða 61% af brúttótekjum greinarinnar. Til samanburðar eru styrkirnir að meðaltali 23% í OECD eða nær þrefalt lægri.

Marel ákveður 6 milljarða króna hlutafjárútboð

Stjórn Marel ákvað í dag að efna til hlutafjárútboðs meðal fagfjárfesta sem miðar að því að auka hlutafé félagsins um 15% (92,4 milljónir hluta). Miðað við 15% hlutafjáraukningu er heildarsöluverðmæti útboðsins um 6 milljarðar króna eða um 32 milljónir evra.

Íslensk framleiðslufyrirtæki óska réttlætis og jafnréttis

Í opnu bréfi til allra alþingismanna óska íslensk framleiðslufyrirtæki eftir jafnrétti og réttlæti í þeirra garð, starfsfólks og viðskiptavina. Þingmenn eru hvattir til að hverfa frá þeirri mismunun sem felst í því að velja að geðþótta sí og æ sömu vörur gamalgróinna íslenskra iðnfyrirtækja og skattleggja þær sérstaklega.

ISS Ísland það fyrsta innan ISS A/S sem fær Svansvottun

Ræstingarsvið ISS Ísland hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir ræstingarþjónustu.. ISS Ísland sem starfar á sviði fasteignaumsjónar er jafnframt fyrsta ISS fyrirtækið á heimsvísu til að fá slíka vottun.

Verulega dregur úr hækkun byggingakostnaðar

Minni þrýstingur til verðhækkunar innfluttra hráefna vegna stöðugra gengis krónunnar, ásamt dvínandi eftirspurn í byggingarstarfsemi valda því að árshækkun vísitölu byggingarkostnaðar mælist í nóvember 4,6%, samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands. Verulega hefur því dregið úr hækkunum á byggingakostnaði.

Togarinn Júlíus: Aflaverðmætið 24 milljarðar á 20 árum

Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. fagnaði því í síðustu viku að tuttugu ár eru um þessar mundir liðin frá því frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til landsins. Á þessum tuttugu árum lætur nærri að aflaverðmæti skipsins nemi 24 milljörðum króna á núvirði. Um eitt hundrað gestir sóttu hóf sem fyrirtækið hélt til að minnast þessara tímamóta.

Hagar eru ekki til sölu

Skoski kaupsýslumaðurinn Tom Hunter er meðal þeirra sem ætla að leggja 1998, móðurfélagi Haga, til nýtt hlutafé, samkvæmt heimildum fréttastofu. Brynjar Níelsson, lögmaður Þjóðharhags, fundaði með bankastjóra Arion banka í dag og fékk þau svör að Hagar væru ekki til sölu. Samkvæmt sömu heimildum hefur Arion banka fyrir verið gerð grein fyrir því hvernig félagið verður fjármagnað og hvaða fjárfestar leggja því til nýtt fé.

Ákvörðun tekin um eignarhald Arion fyrir lok mánaðarins

Erlendir kröfuhafar Kaupþings þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir vilji gerast hluthafar í Arion banka fyrir hinn 30. nóvember næstkomandi. Bankastjóri bankans segir að erlent eignarhald yrði bankanum til góðs og vonast eftir því að það verði raunin.

Sjá næstu 50 fréttir