Fleiri fréttir

Verðmæti lána rýrnaði um 20 milljarða

Verðmæti útlána og krafna hjá Nýja Kaupþingi, nú Arion banka, rýrnaði um 20 milljarða króna á tímabilinu frá því bankinn tók til starfa eftir hrun í október í fyrra og fram til síðustu áramóta.

Kaupþing eignast hlut í Lagernum

Lagerinn hefur undanfarið átt í samningaviðræðum við Nýja Kaupþing banka um endurskipulagningu á rekstri með það fyrir augum að létta á íþyngjandi skuldabyrði félagsins. Bankinn hefur nú náð samkomulagi við Jákup Jacobsen, stærsta hluthafa Lagersins, um breytingu á skuldum í hlutafé.

Sérfræðingar spá fólksflótta

Það liggur í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks á Íslandi muni leiða til fólksflótta. Þetta er mat tveggja heimsþekktra hagfræðinga. Þeir gagnrýna skýrslu AGS um stöðuna.

Icelandair hækkaði um 2,50%

Icelandair hækkaði um 2,50% og Marel hækkaði um 0,59% í Kauphöllinni í dag. Össur lækkaði um 1,09. Viðskipti með Marel námu tæpum 49 milljónum króna.

Titan Global sækir um lóð undir gagnaver á Grundartanga

Titan Global hefur sótt um lóð undir gagnaver á Grundartanga. Erindi Titan Global var rætt á fundi stjórnar Faxaflóahafna í morgun en Titan Global hefur formlega óskað eftir viðræðum um gerð og undirritun viljayfirlýsingar um úthlutun lóðarinnar.

Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 27% frá árinu 2000

Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 27% frá árinu 2000. Samtals voru stöðugildin 28.700 árið 2000 en voru orðin 37.400 talsins í apríl s.l. Hlutfallsleg aukning á tímabilinu er því 27%, 29% hjá ríkinu og 32% hjá sveitarfélögum.

Enn frost á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 13. nóvember til og með 19. nóvember 2009 var 47. Þar af voru 33 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.197 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,5 milljónir króna.

Havilland þjónustar Tortólufélag Gunnlaugs Sigmundssonar

„Eitt af félögunum sem Havilland sér nú um er GSSG Holding, stofnað í desember 2000 á heimilisfangi Kaupþings. Í félagið voru þá lagðar 260 milljónir króna. Eins og oft voru það tvö Tortólufélög í eigu Kaupþings sem stofnuðu félagið. Stjórnarmaður í félaginu var þá Gunnlaugur Sigmundsson sem var þingmaður Framsóknar 1995-1999 og hefur víða komið við í íslensku viðskiptalífi."

Nýtt nafn Kaupþings kynnt í dag

Tilkynnt verður um nýtt nafn Nýja Kaupþings banka í dag á starfsmannafundi sem boðað hefur verið til í Hafnarhúsinu klukkan fimm að því er heimildir fréttastofu herma. Bankinn fór í mikla stefnumótunarvinnu eftir bankahrunið með það fyrir augum að bæta laskaða ímynd sína.

Forstjóri Atlantic Petroleum hættir strax

Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum lætur af starfi sínu strax í dag samkvæmt tilkynningu frá félaginu til kauphallarinnar. Wilhelm mun verða félaginu innanhandar sem ráðgjafi næsta árið.

Vilhjálmur: Ekki verður fallist á neinar skattahækkanir 2011

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA bendir á að ríkisstjórnin hafi tæmt skattahækkunarpokann og ekki verði hægt að fallast á neinar frekari skattahækkanir vegna fjárlaga fyrir árið 2011. Þá þurfi að mæta allri aðlögunarþörfinni með lækkun útgjalda.

FME rannsakar 13 alþjóðleg fjársvikamál

Fjármálaeftirlitið (FME) rannsakar nú 13 alþjóðleg fjársvikamál, það er mál sem hafa tengingu utan Íslands. Gunnar Andersen forstjóri FME segir í samtali við Bloomberg að þessi mál verði rekin fyrir dómstólum í nokkrum löndum auk Íslands.

Tæplega 48% afþökkuðu greiðslujöfnun hjá ÍLS

Alls afþökkuðu tæp 48% einstaklinga greiðslujöfnun hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) en á miðnætti í gær rann út frestur til að afþakka greiðslujöfnun fasteignaveðlána vegna gjalddaga í desember. Öll slík lán voru nýlega með lögum sjálfkrafa sett í greiðslujöfnun.

Sexföldun á búferlaflutningi Íslendinga til Noregs

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Noregs hafa búferlaflutningar Íslendinga til Noregs sexfaldast í ár. Í umfjöllun vefsíðunnar e24.no segir að kreppan á Íslandi hefur valdið því að Íslendingar flytja til annarra landa í miklum mæli.

Royal Unibrew í slagsmálum við Heineken

Þannig hljómar fyrirsögn í viðskiptablaðinu Börsen þar sem fjallað er um ágreingin sem kominn er upp milli Royal Unibrew næststærstu burggverksmiðju Danmerkur og hollenska ölrisans Heineken. Royal Unibrew og Heineken eru samstarfsaðilar og framleiðir Royal Unibrew m.a. Heineken-öl í Danmörku samkvæmt leyfi frá Heineken.

Seðlabankinn: Kúlulán fela vanskilavanda fyrirtækja

„Áætlað er að fjórðungur fyrirtækja sé í vanskilum. Það er þó sennilega vanmat, því að þriðjungur lána fyrirtækja eru kúlulán og vanskil kúlulána koma sjaldan í ljós fyrr en þau falla í gjalddaga vegna þess að venjulega þarf ekki að greiða vexti af þeim fyrr en þá."

OECD: Lífsnauðsyn að koma ríkisfjármálum á réttan kjöl

Aðgerðir til að koma ríkisfjármálunum á réttan kjöl eru sagðar lífsnauðsynlegar í Íslandskafla nýrrar hagspár Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Lögð er áhersla á að þær verði að fullu komnar til framkvæmda hið fyrsta til þess að rekstur ríkissjóðs verði sjálfbær á ný.

Fjármálafurstar flykkjast úr landi í öruggt skjól

Bankastjórar og aðrir kaupsýslumenn sem voru í fararbroddi útrásarinnar hafa nú flutt lögheimili erlendis þar sem þeir dveljast í öruggu skjóli frá riftunarkröfum skilanefnda föllnu bankanna. Skilanefndirnar vilja að ráðherra beiti sér fyrir lagabreytingum.

Einn í peningastefnunefnd vildi óbreytta vexti

Á síðasta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Ísland lagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri til að innlánsvextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentur í 9,0% og að hámarksfjárhæð í vikulegum útboðum innstæðubréfa til 28 daga yrði aukin úr 25 milljarða krónum í 30 milljarða króna með 9,5% lágmarksvöxtum og 10,25% hámarksvöxtum, sem felur í sér 0,25 prósentna hækkun hámarksvaxta.

Atlantic Airways hækkaði mest

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 1,43%. Viðskipti með bréf í félaginu voru þó sáralítil. Össur hækkaði um 0,37% og Marel um 0,15%.

Hafnir landsins innheimta ekki farþegaskatt fyrir ríkissjóð

„Stjórn Hafnasambands Íslands mótmælir harðlega öllum hugmyndum um upptöku nýs skatts á ferðamenn á Íslandi og hækkun vitagjalds, en hvort tveggja mun leiða til aukinnar gjaldtöku af farþegum og útgerðum skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína til landsins."

Viðskiptaráð sér jákvæð tíðindi í skattabreytingum

„Jákvæðu tíðindin við útfærsluna sem kynnt var í gær felast í þeirri staðreynd að heildaraukning skattheimtu er minni en upphaflega var gert ráð fyrir. Samanlagðar tekjur af almennum tekjuskatti einstaklinga og fjármagnstekjur eru þannig áætlaðar 117 milljarðar kr. í stað upphaflegra áætlunar um 143 milljarða kr. skattheimtu. Einnig hafa áætlanir um auðlinda- og orkuskatt verið endurskoðaðar til lækkunar."

Franskur stórbanki varar við öðru efnahagshruni

Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna.

Baldur þarf sjálfur að bera kyrrsetninguna undir dómstóla

Rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, er langt komin. Baldur þarf sjálfur að bera ákvörðun um kyrrsetningu eigna sinna undir dómstóla vilji hann hnekkja henni. Baldur er hæst setti embættismaður Íslendinga sem hefur verið til rannsóknar af ákæruvaldi vegna gruns um brot.

Engin bankaafgreiðsla á Hofsósi

Engin bankaafgreiðsla er á Hofsósi eftir að útibú Nýja Kaupþings lokar þar. Þetta kemur fram í ályktun byggðarráðs Skagafjarðar sem mótmælir áformum um lokun bankaútibúsins.

FÍS: Alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir

Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) gerir alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær og þá sérstaklega það sem snýr að tryggingagjaldi og fjölgun skattþrepa virðisaukaskatts.

Nýir skattar hækka höfuðstól íbúðalána um 15-16 milljarða

Skattabreytingarnar sem kynntar hafa verið munu leiða til 15-16 milljarða kr. hækkunar á höfuðstól íbúðalána landsmanna á komandi mánuðum. Þegar frá líður mun hækkun á beinum og óbeinum sköttum þó verða til þess að minnka verðbólguþrýsting vegna neikvæðra áhrifa á innlenda eftirspurn.

OECD: Kreppan dýpri og langvarandi hérlendis

Kreppan hér á landi verður bæði dýpri og meira langvarandi en að meðaltali í aðildarríkjum OECD samkvæmt spá stofnunarinnar. Verður samdrátturinn að meðaltali 3,5% í ár í aðildarríkjum OECD á þessu ári.

Verði krafan samþykkt rennur hún til velferðamála

Fyrrum framkvæmdarstjóri Landsbankans, Yngvi Örn Kristinsson, hefur gefið út yfirlýsingu vegna launakröfu sem hann og fleiri fyrrum starfsmenn Landsbankans hafa gert í þrotabú Landsbankans. Hann gerir 229 milljón króna kröfu í þrotabúið.

Rúmlega 38% lántakenda ÍLS afþakka greiðslujöfnun

Um kl. 9:30 í morgun höfðu 18.657 einstaklingar afþakkað greiðslujöfnun á 30.514 lánum hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS). Þetta eru 38,5% allra lántakenda hjá Íbúðalánasjóði og 37,4% af fjölda lána.

Leynibónusar til Ikea-toppa og hagnaðurinn til skattaparadísa

Ikea sendir árlega hundruð milljarða kr. af hagnaði sínum inn á reikninga og í félög í skattaparadísum eins og Bresku Jómfrúreyjunum. Samtímis fá forstjórar Ikea leynilega bónusa svo þeir haldi kjafti um þessa fjármagnsflutninga.

OECD: Reiknar með 7% atvinnuleysi næsta ár

Í nýrri skýrslu OECD um horfurnar í efnahagsmálum heimsins (Economic Outlook) reiknar stofnunin með að atvinnuleysi á Íslandi verði um 7% á næsta ári en minnki svo í 6,4% árið 2011. OECD telur að niðursveiflan á Íslandi haldi áfram þar til snemma á næsta ári.

Grundartangi á sléttu með álverðið í 1.275 dollurum á tonnið

Mike Bless fjármálastjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, segir að félaginu hafi tekist að reka álver sitt á Grundartanga á sléttu þegar álverðið fór niður í 1.275 dollara á tonnið í mars s.l. Þetta hafi verið hægt vegna þess hve raforkuverðið á Íslandi er hagstætt félaginu.

FME sektar SP-Fjármögnun og Sparisjóð Mýrarsýslu

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað SP-Fjármögnun og Sparisjóð Mýrarsýslu fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. SP-Fjármögnun var sektuð um 400.000 kr. og Sparisjóður Mýrarsýslu um 700.000 kr.

Sjá næstu 50 fréttir