Viðskipti innlent

Walker segist vera að skoða málið

Malcolm Walker.
Malcolm Walker.

Malcolm Walker, forstjóri Iceland-keðjunnar, segist vera að íhuga að taka þátt í tilboði í Haga með Jóhannesi Jónssyni og fleirum. Þetta kemur fram í viðtali við Walker í breska blaðinu Telegraph í dag.

Fréttastofa greindi frá því í gær að Walker, Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, væru á meðal þeirra sem standa að tilboði í Haga með Jóhannesi Jónssyni kaupmanni.

Eins og fram kom í fréttailkynningu frá Arion banka í gær barst bankanum tilboð frá Jóhannesi og viðskiptafélögum hans en bankinn mun svara tilboðinu í janúar.

Í Telegraph staðfestir Walker að komið hafi verið að máli við sig um að fjárfesta í Högum. Hann segist þó enn vera að íhuga málið en að vel komi til greina af hans hálfu að leggja litla fjárhæð í verkefnið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×