Viðskipti innlent

Gengi krónu á aflandsmarkaði lækkar töluvert

Gengi krónunnar á aflandsmarkaðinum hefur lækkað töluvert undanfarnar tvær vikur eða síðan Moody´s lækkaði lánshæfismat sitt á ríkissjóði. Sölugengið stendur nú í 232 krónum fyrir evruna samkvæmt viðskiptavefsíðunni keldan.is

Hæst fór gengið í vor eða í 190-210 kr. fyrir evruna og greindi peningastefnunefnd Seðlabankans frá því í fundargerð sinni eftir stýrivaxtaákvörðun nefndarinnar í júlí s.l. Þar kom fram að í lok júní voru viðskipti með krónuna á genginu nálægt 215 gagnvart evru á aflandsmarkaði, en voru á bilinu 190-210 í maí.

Samkvæmt þessu hækkaði gengið síðan örlítið frá því í sumar og fram á haustið í ár samkvæmt því sem greining SEB bankans í Svíþjóð sagði um síðustu mánaðarmót. SEB taldi þá að kauptækifæri ..." væru í krónunni á núverandi aflandsgengi sem er í kringum 210 kr. fyrir evruna," eins og fram kom í frétt hér á visis.is.

Miðað við gengi krónunnar á aflandsmarkaðinum í vor hefur það lækkað um allt að 18- 20% frá þeim tíma og fram til dagsins í dag. Hér ber þó að taka fram að viðskiptin með krónur á aflandsmarkaðinum eru stopul og markaðurinn ógegnsær hvað þau varðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×