Fleiri fréttir

Nauðsynlegt að bjarga Skífunni

Það yrði gífurlegt áfall fyrir Senu ef að Skífan færi í gjaldþrot og aðgengi Senu að geisladiskamarkaðnum myndi stöðvast. Þetta er ástæða þess að Sena ákvað að kaupa Skífuna af Árdegi. Samningar þess efnis voru undirritaðir í gær.

Icesave-peningar ekki til Marels

Inneignir Icesave-reikninga í Hollandi fóru ekki í að fjármagna kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems.

Segja að Baugur geti komið Íslandi til bjargar

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs og Gunnar Sigurðsson forstjóri fyrirtækisins segja báðir að fyrirtækið geti staðið af sér þann ólgusjó sem það hefur komist í. Þeir geti jafnvel hjálpað til við að koma Íslandi út úr efnahagsneyðinni sem landið er nú statt í. Þetta segja þeir í samtali við breska blaðið Financial Time.

Sena kaupir Skífuna

Afþreyingafyrirtækið Sena hefur keypt Skífuna, sem rekur verslanir í Kringlunni, á Laugavegi og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, af Árdegi. Samningur þess efnis var undirritaður í gær.

Þeir ríku verða ríkari …

„Mun þessi vinningur hafa merkjanleg áhrif á líf mitt? Nei,“ sagði Keenan Altunis, 33 ára, þegar hann tók við fyrstu greiðslunni af „Ein milljón á ári“-vinningi ríkishappdrættis New York. Altunis, sem vinnur hjá fjárfestingarbanka í London og er margmilljónamæringur, mun héðan í frá þiggja eina milljón í viðbót, á ári.

Alfesca hækkaði um rúm 27 prósent

Gengi hlutabréfa Alfesca skaust upp um 27,27 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkunin. Á sama tíma féll gengi bréfa í Atorku 23,08 prósent.

Fá greitt 75,1% úr Skammtímasjóði Kaupþings

Hlutdeildarskírteinishafar í Kaupþingi Skammtímasjóði fá greitt úr sjóðnum í dag. Greiðslan nemur 75,1% af eignum sjóðsins miðað við 3. október 2008. Um heildargreiðslu er að ræða.

Akrafellið hættir Íslandssiglingum

Í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem dunið hafa yfir þjóðina og minnkandi vöruinnflutnings til landsins hefur siglingaáætlun Samskipa til og frá Íslandi verið endurskoðuð. Eins og greint var frá í gær munu þrjú skip annast flutninga félagsins á þessari leið, í stað fjögurra áður.

Þriðjungur tekna gufaði upp á einni nóttu

„Það veit enginn," er svar Björgólfs Jóhannssonar forstjóra Icelandair við spurningu Dagens Industri um framtíð Icelandair. Hann leggur þó áherslu á að félagið standi þótt fjármálakrísan á Íslandi hafi leikið það grátt.

Sjælsö Gruppen í vandræðum - minnkar væntingar um 50%

Sjælsö Gruppen á í vandræðum þessa stundina og hefur dregið úr væntingum sínum um hagnað ársins um 50%. Áður taldi Sjælsö Gruppen að hagnaðurinn yrði á bilinu 5-700 milljónir danskra kr, en nú telur félagið að hann liggi á milli 250 til 300 milljón danskra kr. eða um 6 milljarða kr.

Icesave-peningar fóru ekki í kaup á Stork

Inneignir af Icesave-reikningum í Hollandi fóru ekki í að fjármagna kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems þar í landi. Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, segir fullyrðingar um annað í hollenska blaðinu Volkskrant vera rangar.

Töluvert dregur úr tapi Atlantic Petroleum

Töluvert dró úr tapi Atlantic Petroleum á þriðja ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Tap félagsins eftir skatt nemur nú tæpum 3,8 milljónum danskra kr. eða um 80 milljónum kr.. Á sama tímabili í fyrra nam tapið rúmlega 11 milljónum danskra kr..

Ólafur Teitur Guðnason ráðinn til Alcan

Ólafur Teitur Guðnason hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Samskiptasviðs Alcan á Íslandi hf. Hann er fæddur 2. október 1973 og er kvæntur Engilbjörtu Auðunsdóttur og eiga þau tvo syni.

Magasin du Nord er hvorki gjaldþrota né til sölu

Carsten Fensholt talsmaður Magasin du Nord segir að verslunin sé hvorki gjaldþrota né til sölu. Mikill orðrómur hefur verið um þetta í Kaupmannahöfn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson sagði af sér sem stjórnarformaður Magasin og Illum í gær og vél jafnframt úr stjórninni.

Ólafur Teitur hættir hjá Straumi

Ólafur Teitur Guðnason hefur í dag látið af störfum sem fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. að eigin ósk.

FT fjallar um klofninginn í Sjálfstæðisflokknum vegna ESB

„Fyrsti alvarlegi klofningurinn í Sjálfstæðisflokknum um hvort flokkurinn eigi að ganga í Evrópusambandið er kominn í ljós eftir að varaformaður flokksins braut gegn stefnu hans og sagði að þjóðin ætti að íhuga aðild núna."

Bakkavör hækkar mest í byrjun dags

Bakkavör hefur hækkað um 3,16 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengið stendur í 4,9 krónum á hlut sem er um tíu aurum undir útboðsgengi bréfa í félaginu fyrir átta árum. Þá hefur Marel hækkað um tæp tvö prósent og bréf Eimskipafélagsins um 0,75 prósent.

Tvö önnur gjaldþrot í kjölfar Sterling

Gjaldþrot Sterlings hefur haft það í för með sér að tvö önnur dönsk félög eru einnig orðin gjaldþrota. Um er að ræða danskt dóttur félag bókunarfyrirtækisins Menzies Aviation og flugviðhaldsþjónustuna EAMS.

Markaðir í mínus í Evrópu

Alir helstu markaðir í Evrópu hafa opnað í mínus í morgun. Einna minnst lækka hlutabréf í kauphöllum Norðurlandanna.

Viðsnúningur á vöruskiptunum

Hagstofan hefur birt tölur um vöruskipti við útlönd fyrstu níu mánuði ársins. Vöruskipti í september voru hagstæð um 7,8 milljarða króna. Í mánuðinum voru fluttar út vörur fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 42,4 milljarða króna. Þetta er töluverður viðsnúningur því í september í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 13,8 milljarða króna á sama gengi. Það sem af er ári er halli á vöruskiptunum upp á 42,6 milljarða sem er þó betri útkoma en fyrir ári þegar hallinn var 95,6 milljarðar. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 53,0 milljörðum króna hagstæðari nú en á sama tíma árið áður.

SÍ kallar eftir gjaldeyri og varar við utanmarkaðsviðskiptum

Enn gengur hvorki né rekur hjá Seðlabanka Íslands að koma á gjaldeyrisviðskiptum við erlenda banka. Af þeim sökum hefur SÍ gripið til þess ráðs að biðla til þeirra sem eiga gjaldeyri að koma með hann á tilboðsmarkað bankans. Jafnframt varar bankinn við utanmarkaðsviðskiptum með gjaldeyri.

Samdráttur í bandarískri landsframleiðslu

Samdráttur sem nemur 0,3 prósentum varð í landsframleiðslu Bandaríkjanna á þriðja ársfjórðungi og hefur niðursveiflan ekki verið meiri síðan í kjölfar hryðjuverkaárásanna haustið 2001.

Google blandar sér í símaslaginn

Nýr sími sem notar alfarið hugbúnað frá leitarvélarisanum Google er kominn á markað í Bretlandi og er settur til höfuðs flaggskipunum iPhone og Blackberry.

House of Fraser opnar nýja verslun

House of Fraser opnaði í dag nýja verslun í Westfield verslunarmiðstöðinni í London. Þetta er fjórða verslunin sem opnuð er frá því að verslunarkeiðjan var keypt af Highland Group Holdings árið 2006. Fyrr á árinu opnaði House of Fraser nýjar verslandir í Belfast, High Wycombe og í Bristol. Nýja verslunin er 150 þúsund fermetrar að stærð. Nýja verslunin er á þremur hæðum.

Sterling hrapar til jarðar

Danska flugfélagið Sterling varð gjaldþrota í gærmorgun. Fyrrverandi eigandi Fons, félag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið.

Lúxusbílar seljast enn í Sádí

Þó drossíurnar safni ryki á íslenskum bílasölum að eru ekki allir hættir að kaupa lúxusbíla. Bílasalar á lúxusbílasýningu í Sádi Arabíu veðja í það minnsta á það að ekkert dragi úr sölu á Ferrari, Macerati og öðrum fokdýrum farartækjum.

Jón Ásgeir segir sig úr stjórn Magasin og Illum

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sagt sig úr stjórn Magasin og Illum og lætur um leið af stjórnarformennsku í félaginu. Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs í London mun taka við stöðu Jóns Ásgeirs í stjórninni. Jón hefur hinsvegar tekið við sem stjórnarformaður Iceland í Bretlandi.

Sjá næstu 50 fréttir