Fleiri fréttir

Mannabreytingar hjá skilanefnd Glitnis

Ágúst Hrafnkelsson hefur óskað eftir því við forstjóra Fjármálaeftirlitsins að vera leystur frá störfum í skilanefnd Glitnis banka hf.

Fjárfestar vilja fá bónusana endurgreidda

Samtök breskra fjárfesta berjast nú fyrir því að settar verði klausur í samninga yfirstjórnenda sem gera þeim skylt að endurgreiða bónusa standi þeir sig ekki sem skyldi. Þetta segja samtökin gert til að hætta að verðlauna mistök.

Actavis stígur fyrstu skrefin inn á Kóreumarkað

Actavis skrifaði í vikunni undir samning við kóreska lyfjafyrirtækið J&M Pharma um dreifingu á lyfjum Actavis í Suður-Kóreu. Þetta eru fyrstu skref Actavis inn á þarlendan lyfjamarkað, en lyf Actavis eru þegar seld í mörgum löndum Asíu og Eyjaálfu, þar á meðal í Singapúr, Hong Kong, Kína, Ástralíu, Indónesíu, Taívan, Malasíu og Víetnam.

Exxon Mobile með mesta hagnað í sögunni

Bandaríski olíurisinn Exxon Mobile hagnaðist um tæplega 15 milljarða dollara eða um 1.700 milljarða kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Er þetta mesti hagnaður hjá skráðu félagi á einum ársfjórðungi í sögunni.

Atvinnuleysi minnkar í Þýskalandi og Danmörku

Þrátt fyrir lausafjárkreppuna minnkaði atvinnuleysi í Þýskalandi í október. Atvinnuleysi mælist nú 7.6% í Þýskalandi og fjöldi atvinnulausra er nú undir 3 milljónum í fyrsta skipti í 16 ár.

Candy-bræðurnir að tapa Lotus-verkinu í Beverly Hills

Candy-bræðurnir bresku og Richard Caring eru nú að tapa Lotus-verkefni sínu í Beverly Hills verkið samanstendur af 200 lúxusíbúðum auk verslana og veitingahúsa. Credit Suisse hefur gjaldfellt 350 milljón dollara lán til Lotus en Kaupþing átti að greiða 60% af láninu.

Samskip ekki á leið úr landi

Ekki er verið að flytja til neina starfsemi Samskipa á Íslandi og höfuðstöðvar Samskipa hf. eru og verða áfram hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í framhaldi af fréttum í morgun þar sem talað var um að Samskip hefðu flutt höfuðstöðvar sínar til Rotterdam í Hollandi. Félagið ákvað þó að fækka skipum hér á landi úr fjórum í þrjú og í kjölfarið fækkaði starfsfólki.

Bandaríkjamenn boða frekari stýrivaxtalækkun

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er tilbúinn til að boða frekari lækkun stýrivaxta á næstunni dugi fyrri aðgerðir ekki til að snúa efnahagslífinu til betri vegar.

Segir fimbulvetur framundan í byggingariðnaðinum

Fjármálakreppan virðist ætla að leggjast sérstaklega þungt á byggingariðnaðinn. Fréttir af fjöldauppsögnum úr þeim geira hagkerfisins berast nú nánast daglega. Greining Glitnis fjallar um málið og segir fimbulvetur framundan í byggingariðnaðinum.

Rússar munu líklega hafna lánveitingu til Íslands

Rússar munu að öllum líkindum ekki veita Íslandi lán eins og rætt hefur verið um. Þetta kemur fram í blaðinu Rossiskaija Gazeta sem ræddi við Dimitri Pankin aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands um málið.

House of Fraiser skilaði 14 milljarða kr, hagnaði í fyrra

House of Fraiser skilaði 14 milljarða kr. hagnaði á fyrsta heila árinu undir stjórn nýrra eigenda sinna, Highland Group Holdings. Því ári lauk í lok janúar í ár. Baugur er sem kunnugt er meðal eiganda Highland Group.

Icelandair svífur eitt í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 0,37 prósent í Kauphöllinni í morgun. Fjögur viðskipti voru með hlutabréf fyrsta stundarfjórðunginn fyrir 328.527 krónur.

Bakkavör tapaði 3,8 milljörðum á síðasta fjórðungi

Bakkavör tapaði 19,5 milljónum punda, jafnvirði tæpra 3,8 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 11,3 milljóna punda hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er 273 prósenta samdráttur á milli ára.

Jákvæð opnun á mörkuðum Evrópu í morgun

Markaðir í Evrópu opnuðu víðast hvar á jákvæðum nótum í morgun. Einn best varð opnunin í Kaupmannahöfn þar sem C20-vísitalan hækkaði um tæp 4% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Sigurjón Sighvatsson rekur forstjóra Scanbox í Danmörku

Sigurjón Sighvatsson er búinn að reka forstjóra kvikmyndadreifingarfyrirtækisins Scanbox í Danmörku. Forstjórinn, hinn 54 ára gamli Karl Åge Jensen, hefur verið viðloðandi hjá Scanbox síðan að fyrirtækið var stofnað fyrir 29 árum síðan.

Metur FIH-bankann á 40 milljarða og tap SÍ er því 35 milljarðar kr.

JPMorgan metur verðmæti FIH-bankans á 2 milljarða danskra króna eða rúmlega 40 milljarða króna. Þetta kemur fram á börsen.dk í dag en JPMorgan hefur verið ráðgefandi við sölumeðferðina á FIH að undanförnu. Samkvæmt þessu mun Seðlabanki Íslands tapa 35 milljörðum króna á veði sínu í FIH.

Norskur fasteignamarkaður - einn íbúi í heilu hverfi

Fjórtán þúsund íbúir eru á söluskrá í Noregi án þess að laða að sér kaupendur. Stjórnandi hjá Nordea-bankanum segir að það komi sér ekki á óvart að fólk sé hrætt við að fjárfesta í fasteign, í því fjárhagslega umróti sem nú ríkir.

Miklar hækkanir í Asíu

Hlutabréf á Asíumörkuðum ruku upp í morgun og nam hækkun suðurkóresku KOSPI-vísitölunnar rúmlega 12 prósentustigum og í Hong Kong hækkuðu bréf um yfir 10 prósentustig.

Fá félög keypt og seld jafn oft og Sterling

Danska flugfélagið Sterling hefur skipt um eigendur fjórum sinnum á þremur árum. Pálmi Haraldsson hefur tvívegis átt það, FL Group einu sinni og Northern Travel Holding, eignarhaldsfélag í eigu Pálma og FL Group, einu sinni. Verðmæti félagsins jókst um sextán milljarða á 20 mánuðum.

Vísitölur hækka og lækka í BNA

Vísitölur ýmist hækkuðu eða lækkuðu í Bandaríkjunum í dag. Vísitölur Dow Jones og Standard & Pours lækkuðu á meðan að Nasdaq vísitalan hækkaði.

Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti fyrir stundu um stýrivaxtalækkun. Lækkunin nemur hálfu prósentustig og eru stýrivextir í landinu nú eitt prósent. Vextirnir hafa ekki verið lægri síðan í júní 2004.

Gengi álfélagsins hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 8,51 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Össur, sem fór upp um 1,17 prósent og Marel, sem hækkaði um 0,14 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í færeyska bankanum Eik banka um 30,76 prósent í einum viðskiptum upp á 900 danskar krónur.

Sparisjóðabankinn fær frest í tvær vikur

Gengið hefur verið frá samkomulagi við Sparisjóðabankann vegna veðkrafna Seðlabankans upp á rúma 60 milljarða kr. Fær Sparisjóðabankinn tveggja vikna frest til að leysa málið.

Norðmenn lækka stýrivexti í annað sinn í október

Norski seðlabankinn ákvað í dag að lækka stýrivexti sína og er þetta í annað sinn sem vextirnir eru lækkaðir í þessum mánuði. Lækkunin nú nemur hálfu prósentustigi og eru vextirnir því komnir niður í 4,75%.

Pálmi: Ólýsanlega sárt að sjá Sterling verða gjaldþrota

Pálmi Haraldsson, eigandi danska flugfélagsins Sterling, sem lýst var gjaldþrota í morgun, segir það ólýsanlega sárt að horfa á eftir félaginu í gjaldþrot. Hann segist hafa reynt að gera allt til að bjarga flugfélaginu en verið ofurliði borinn vegna orðspors Íslendinga erlendis.

Danskur auðmaður styður íslenska stúdenta í Árósum

Danskur auðmaður hefur ákveðið að styðja íslenska stúdenta við Íþróttaháskólann í Árósum með fjárframlögum. Hann gerir þetta til að koma í vega fyrir að þeir neyðist til að hverfa frá námi vegna fjárhagsörðugleika.

Kínverjar lækka stýrivexti

Kínverski seðlabankinn lækkaði vexti um 27 punkta í dag til að takast á við þrengingar í efnahagslífinu. Þetta er þriðja vaxtalækkun bankans á einum og hálfum mánuði en vextirnir eru nú í 6,66 prósentum.

Flugvellir og ferðaskrifstofur tapa miklu á gjaldþroti Sterling

Bæði rekstarfélög flugvalla og ferðaskrifstofur munu tapa miklum fjárhæðum á gjaldþroti danska flugfélagsins Sterling. Eftir því sem segir á skandinavíska ferðafréttavefnum takeoff.dk mun Kastrup-flugvöllur missa tíunda hvern farþega sem fer um völlinn og í Billund er hlutfallið 20 prósent.

700 Sterling strandaglópar á Gatwick

Um það bil 700 ferðalangar eru nú strandaglópar á Gatwick flugvelli á Englandi í kjölfar gjaldþrots Sterling Airlines. Þetta kemur fram á heimasíðu breska blaðsins Travel Weekly. Þar segir að þúsundir til viðbótar séu fastir víðsvegar um Evrópu en Sterling voru með 27 flugvélar í rekstri og um 40 áfangastaði.

Seðlabanki Sviss dælir peningum inn á markaðinn

Seðlabanki Sviss ákvað í dag að dæla peningum inn á fjármálamarkaði til að mæta mikilli eftirspurn eftir svissneskum frönkum næstu þrjá mánuði. Snarpur samdráttur í vaxtamunarviðskiptum hefur þrýst gengi frankans upp gagnvart evru.

Bland í poka á mörkuðum Evrópu

Markaðir í Evrópu hafa tekið misvel við sér í morgun eftir mikla veislu á Wall Street í gær. Einna best hefur opnunin verið á Norðurlöndunum, til dæmis hefur úrvalsvísitalan í Ósló hækkað um 5%.

Sjá næstu 50 fréttir