Viðskipti innlent

Kaupþing hækkar óverðtryggða vexti inn- og útlána

Vegna 6% hækkunar á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hefur Nýja Kaupþing ákveðið hækkanir óverðtryggðum vöxtum inn og útlána.

Yfirdráttarvextir hækka um 3%, vextir á óverðtryggðum veltureikningum hækka um 3%, vextir á óverðtryggðum skuldabréfum og víxlum hækka um 6% og vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum hækka um 6%.

Kjör á verðtryggðum inn og útlánum breytast ekki. Vaxtabreytingin tekur gildi á morgun, 1.nóvember.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×