Viðskipti innlent

Landsbankinn hækkar vexti í framhaldi af stýrivaxtahækkun

Elín Sigfúsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Elín Sigfúsdóttir er bankastjóri Landsbankans.

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti sína í framhaldi af sex prósentustiga stýrivaxtahækkun Seðlabankans.

Vextir óverðtryggðra útlána hækka um allt að sex prósentustig en vextir yfirdráttarlána námsmanna og greiðsluþjónustureikningar hækka einungis um þrjú prósentustig. Stýrivaxtahækkunin þýðir einnig að vextir óverðtryggðra innlána Landsbankans hækka, eða um allt að 6,3 prósentustig. Vaxtabreytingin tekur gildi frá og með 1.nóvember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×