Viðskipti innlent

Þriðjungur tekna gufaði upp á einni nóttu

„Það veit enginn," er svar Björgólfs Jóhannssonar forstjóra Icelandair við spurningu Dagens Industri um framtíð Icelandair. Hann leggur þó áherslu á að félagið standi þótt fjármálakrísan á Íslandi hafi leikið það grátt.

„Þriðjungur af tekjum okkar gufaði upp á einni nóttu," segir Björgólfur og nefnir að allt auglýsingafé félagsins verði nú notað erlendis eins og fram hefur komið hér heima fyrr í dag. Ætlunin sé að ná til erlendra farþega til að vegna upp á móti mikilli fækkun íslenskra farþega með félaginu.

„Kringumstæðurnar eru ekki góðar en ég trúi því að nokkrir möguleikar séu í stöðunni," segir Björgólfur og nefnir til sögunnar að Icelandair sé ekki mikið skuldsett.

Björgólfur segir að eftir hrun bankakerfisins sé meginmarkmið félagsins að lifa af. „Og við tökum þetta einn dag í einu," segir hann.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×