Viðskipti erlent

Meirihluti Dana er nú hlynntur því að taka upp evruna

Meirihluti Dana er nú fylgjandi því að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem birt er í blaðinu Politiken í dag.

52% aðspurðra eru flylgjandi evrunni en fyrir aðeins 14 dögum sýndi samskonar könnun að 45% vildu evruna.

Inger Stöjberg þingflokksfomaður Venstre er ánægð með könnunina. Hún segir að niðurstaðan sýni að Danir hafi nú viðurkennt að það kostar þá aukalega á hverjum degi að vera ekki með evruna sem gjaldmiðil. Fjármálakreppan hafi gert þetta sýnilegra en mikil þrýstingur er nú á dönsku krónuna og vextir fara hækkandi í landinu.

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra vill nú halda þjóðaratkvæðagreiðslu strax um hvort taka eigi upp evruna eða ekki.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×