Viðskipti innlent

Jón Ásgeir segir sig úr stjórn Magasin og Illum

Jón Ásgeir.
Jón Ásgeir.

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sagt sig úr stjórn Magasin og Illum og lætur um leið af stjórnarformennsku í félaginu. Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs í London mun taka við stöðu Jóns Ásgeirs í stjórninni. Jón hefur hinsvegar tekið við sem stjórnarformaður Iceland í Bretlandi.

Þetta kemur fram í frétt á börsen.dk. Þar segir að þessi breyting hafi verið tilkynnt til hlutafélagaskrár Danmerkur. Samhliða þessu mun Donald McCarthy hætta í stjórn Magasin og Illum og í hans stað kemur Andras Szirtes inn í stjórnina.

Baugur keypti sig, ásamt öðrum fjárfestum, inn í Magasin Du Nord og Illum árið 2004.

Börsen segir að mikil óvissa sé nú í kringum þær eignir sem Íslendingar eiga eftir í Danmörku í kjölfar þess að verslunarkeðjan Merlin hefur verið seld og Sterling er orðið gjaldþrota.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×