Fleiri fréttir

Spá samdrætti næstu tvö ár í Danmörku

Efnahagsráð Danmerkur býst við samdrætti í dönsku efnahagslífi bæði á næsta ári og árið 2010. Ráðið kynnti í dag mat sitt á horfum í dönskum efnahag og þar kom fram að um sögulegt bakslag verði að ræða í landinu.

Hlutur Kaupþings í Storebrand til sölu

Hlutur gamla Kaupþings í norska tryggingafélaginu Storebrand hefur verið boðinn til sölu og var það gert í dag eftir lokun markaða í Noregi. Sölunni á að ljúka fyrir opnun markaða á morgun.

Atorka rauk upp í örlitlum viðskiptum

Gengi hlutabréfa í Atorku hækkaði um 78 prósent í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 6.611 krónur standa á bak við hækkunina. Þá hækkaði gengi hlutabréfa í Century Aluminum um 11,5 prósent, Bakkavör um 1,66 prósent og Marel Food Systems um 0,26 prósent.

Golfklúbbi Peter Schmeichel bjargað úr gjaldþroti

Golfklúbbi markmannsins fyrrverandi Peter Schmeichel verður að öllum líkindum bjargað úr gjaldþroti og fyrri eigendum leyft að stofna nýtt hlutafélag um hann. Klúbburinn sem heitir Ledraborg Palace Golf var að mestu í eigu nokkurra danskra auðmanna auk Schmeichel.

Töluvert harðnar á dalnum hjá ríkissjóði

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri um 24,2 milljarðar kr., sem er 31,8 milljarða kr. lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra.

Landic hefur 3 daga til að borga Árósum 9 milljarða kr.

Landic Property hefur frest fram á mánudag til að borga lóð á hafnarsvæðinu í Árósum. Verðið á lóðinni er 417 milljónir danskra kr. eða um 9 milljarðar kr.. Landic hefur ítrekað áður beðið um frest á greiðslunni en nú hafa borgaryfirvöld í Árósum gefist upp á að bíða lengur.

Greining Glitnis segir að krónan sé í rauninni fljótandi.

Greining Glitnis segir að krónan sé í rauninni fljótandi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um gjaldeyrismálin og þróunin á þeim markaði frá því að bankarnir hrundu í upphafi október.

Segir ummæli formanns SVÞ vera sérlega meiðandi

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir í bréfi til Hrundar Rudolfsdóttur, formanns Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), sem sent var fyrir stuttu að fullyrðingar hennar um að LÍÚ hafi reynt að hindra lýðræðislega umræðu innan Samtaka atvinnulífsins séu „sérlega meiðandi."

Exista tapaði tæpum 13 milljörðum á þriðja fjórðungi

Exista tapaði 87,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður félagsins 7,4 milljónum evra. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings. Eign félagsins í bankanum gufaði upp nokkrum dögum síðar þegar ríkið tók hann yfir í kjölfar ríkisvæðingar Glitnis um mánaðamótin september-október.

Þriggja ára samstarfsamningur Háskóla Íslands og Símans

Í dag undirrituðu Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, samstarfssamning til þriggja ára. Hann felur í sér umfangsmikið samstarf, m.a. á sviði rannsókna og nýsköpunar.

Segir að Landsbankinn hafi svikið og blekkt ellilífeyrisþega

Hátt í 600 breskir ellilífeyrisþegar eru í mikilli hættu á að missa eignir sínar á Spáni vegna þátttöku í sérstöku fjárfestingarverkefni á vegum Landsbankans í Lúxemburg. Þessi hópur hefur ráðið sér lögfræðing sem segir að Landsbankinn hafi svikið og blekkt ellilífeyrisþegana.

Bakkavör hreyfist eitt í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,83 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt eina hreyfingin í Kauphöllinni það sem af er dags.

Saks styrkir yfirtökuvarnir eftir að Slim eykur hlut sinn í 18%

Verslunarkeðjan Saks í Bandaríkjunum er nú að styrkja yfirtökuvarnir sínar eftir að mexíkanski auðmaðurinn Carlos Slim Helu jók hlut sinn í Saks upp í tæp 18%. Talið er að hann hyggist kaupa Saks en Baugur, sem á 8%, hafði hug á því sama fyrr í ár.

Hækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni.

Lækka laun og fækka skipum

Hf. Eimskipafélag Íslands hefur gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða í ljósi efnahagsaðstæðna, sem meðal annars koma fram í verulegum samdrætti á innflutningi til landsins.

Nær aldargömul saga Woolworths er á enda

Verslunarkeðjan Woolworths óskaði eftir greiðslustöðvun í nótt og þar með er 99 ára gömul saga þessarar þekktu verslunar á enda. 30.000 störf eru í uppnámi en eitthvað virðist til staðar af áhugasömum kaupendum á hluta af rekstrinum.

AGS spáir hagvexti á ný eftir tveggja ára efnahagskreppu

Í nýbirtum skjölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er efnahagsspá til ársins 2013. Spáð er samdrætti til tveggja ára, hámarki atvinnuleysis í 6,9 prósentum árið 2010 og að verðbólga hjaðni hratt, verði 3,0 prósent 2010.

Trú á krónuna ræður úrslitum

Trúverðugleiki peningamálastefnu Seðlabankans og gengi krónunnar ræður úrslitum um hvernig tekst til við að tryggja hér stöðugleika á ný, segir í áliti starfshóps AGS.

Netverslun minnkar

Samdráttur varð í fyrsta sinn í netverslun í Bandaríkjunum í byrjun nóvember, eftir stöðugan vöxt undanfarin ár. Hann hefur að jafnaði verið 15 prósent á ári.

Woolworths sagt á leið í greiðslustöðvun

Hin fornfræga breska verslunarkeðja Woolworths mun fara í greiðslustöðvun í kvöld. Þetta fullyrðir Robert Peston, viðskiptariststjóri BBC. Baugur á um tíu prósenta hlut í keðjunni en Woolworths rekur 815 verslanir víðsvegar um Bretland. Peston segir að stjórn félagsins fundi nú um framtíð þess en talsmenn þess hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Fjárfestar glaðir með efnahagsráðgjafa vestanhafs

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hækkun olíuverðs og bjartsýni fjárfesta á að teymi efnahagsráðgjafa Baracks Obama, verðandi forseta landsins, muni takast að rétta efnahagslífið við eftir hamfarir síðustu mánuði.

Enn rýkur álfélagið upp

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 14,54 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Bréfin hafa rokið upp um tæp 46 prósent frá því á föstudag í síðustu viku.

Spron breytir einhliða erlendum lánum stærstu viðskiptavina sinna

Á undanförnum vikum hefur Spron verið að bregðast við gengishruni íslensku krónunnar. Erlendum lánum stærstu viðskiptavina bankans hefur verið breytt einhliða í íslenskar krónur. Bankinn fer fram á frekari tryggingar í þeim tilvikum þar sem það er hægt, en reynir að koma á móts við þá sem ekki geta lagt þær fram.

Straumur stofnar endurreisnarsjóð með 7 milljarða kr. framlagi

Straumur ætlar að stofna endurreisnarsjóð á Íslandi með framlagi upp á 40 milljónir evra eða rúmlega 7 milljarða kr.. Verkefnið ber nafnið Fönix og segir William Fall forstjóri Straums að mikill áhugi sé meðal erlendra fjárfesta á þessum sjóð.

Verðstríð í fullum gangi meðal verslanakeðja í Bretlandi

Verslanakeðjur og stórmarkaðir eru nú komnir í illvígt verðstríð í Bretlandi. Í sumum fjölmiðlum er talað um að blóðbað sé í gangi í dýrari enda markaðarins. Tesco, House of Fraiser, Marks & Spencer og Debenhams eru meðal þeirra sem bjóða nú viðskiptavinum mikla afslætti af vörum sínum.

Innovit og Fulltingi gera samstarfssamning

Innovit – nýsköpunar‐ og frumkvöðlasetur hefur undirritað samstarfssamning við Fulltingi – lögfræðiþjónustu, sem tryggja mun aðgengi frumkvöðla og sprotafyrirtækja að lögfræðiþjónustu hjá lögmönnum stofunnar.

SmartMedia opnar söluskrifstofu í Danmörku

Fyrr í þessari viku opnaði SmartMedia ehf söluskrifstofu í Óðinsvéum og mun skrifstofan sjá um sölu og markaðssetningu á vörum og þjónustu SmartMedia í Danmörku.

Björgunarpakki upp á 36.000 milljarða kr. hjá ESB

Björgunarpakki fyrir efnahagslíf Evrópusambandsins (ESB) upp á 36.000 milljarða kr., eða 200 milljarða evra er nú í burðarliðnum hjá Framkvæmdanefnd sambandsins. Reuters greinir frá þessu og segir að Jose Manuel Barroso forstjóri nefndarinnar muni greina frá þessu fljótlega.

Ótímabær stýrivaxtalækkun myndi kosta enn meira atvinnuleysi

Seðlabankinn hefur nýtt sér hefðibundnar og óhefðibundnar aðferðir til að koma í veg fyrir að fjármagn flæði úr landi. Þegar peningamálastefnan er flókin þarf almenningi að berast sannfærandi upplýsingar um tilgang með stefnunni og útskýringar á því hvers vegna er nauðsynlegt að forðast ótímabærar vaxtalækkanir.

Kreppan dregur úr hagnaði French Connection

Verslunarkeðjan French Connection hefur sent frá sér afkomuviðvörun og segir að samdráttur í neyslu almennings muni draga úr hagnaði. Baugur er einn af eigendum keðjunnar gegnum félagið Unity.

Viðskipti stöðvuð með hlutabréf Woolworths í morgun

Viðskipti með hlutabréf í Woolworths voru stöðvuð í morgun í kauphöllinni í London en ákafar samningaviðræður eru nú í gangi um að selja hluta af verslunarkeðjunni eða hana í heild sinni. Baugur á rúmlega 10% í Woolworths.

Straumur tapaði 27 milljörðum kr. í október

Tap Straums á þriðja ársfjórðungi nam 145,6 milljónum evra eftir skatta eða rúmum 26 milljörðum kr. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu varð tapið svo í október rúmlega 150 miljónir evra eða rúmlega 27 milljarðar kr. eftir að bankakerfi landsins hrundi.

Lækkun í Asíu vegna óeirða í Taílandi

Hlutabréf féllu í verði í Asíu í morgun í kjölfar frétta um lækkað lánshæfismat Toyota-verksmiðjanna og mótmæli og óeirðir stjórnarandstæðinga í Taílandi.

Ekki mátti sekta Atorku

Kauphöllin mátti ekki veita Atorku Group opinbera áminningu og beita févíti haustið 2006, samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Hundruð milljarða lán í þagnargildi

Seðlabankastjóri, dómsmálaráðherra og formaður viðskiptanefndar Alþingis telja að bankaleynd eigi ekki við vegna gömlu bankanna. Útlán gömlu bankanna til eigenda sinna námu hundruðum milljarða króna. Ingimar Karl Helgason spurðist fyrir um málið.

Sjá næstu 50 fréttir