Spron breytir einhliða erlendum lánum stærstu viðskiptavina sinna Breki Logason skrifar 26. nóvember 2008 16:26 Höfuðstöðvar Spron. MYND/VALLI Á undanförnum vikum hefur Spron verið að bregðast við gengishruni íslensku krónunnar. Erlendum lánum stærstu viðskiptavina bankans hefur verið breytt einhliða í íslenskar krónur. Bankinn fer fram á frekari tryggingar í þeim tilvikum þar sem það er hægt, en reynir að koma á móts við þá sem ekki geta lagt þær fram. „Við höfum verið að vinna í þessu undanfarnar vikur og verið að aðlaga okkar rekstur að breyttum aðstæðum. Meðal annars með því að lengja lán og annað," segir Jóna Ann Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Spron. Hún segir einnig að bankinn hafi farið í fyrrnefndar aðgerðir en er ekki með nákvæmar tölur yfir hversu stór hópur þetta sé. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða 150 stærstu kúnnanna, og segir Jóna það ekki fjarri lagi. „Þetta eru þeir sem eru með 100 milljónir eða meira." Jóna segir aðstæður hafa gjörbreyst og í sumum tilvikum hafi veð í fasteignum verið lögð fram fyrir erlendum lánum. „Lánið er síðan komið langt upp fyrir veðið og við höfum verið að fara ofan í það og skoða. Aðstæðurnar eru þannig að við höfum engan aðgang að erlendu lánsfé og svo verður ekki á næstu misserum, við verðum að bregðast við því." Jóna segir að almennt séð sýni kúnnar Spron þessu skilning. „En auðvitað kemur þetta illa við einhverja. Við höfum reynt að nálgast það þannig að um leið og aðstæður breytast verði hægt að breyta þessu aftur. Öllum kostnaði er haldið í lágmarki og við reynum að vinna með okkar viðskiptavinum." Jóna segir að farið hafi verið í þetta fyrir nokkrum vikum en er ekki með á hreinu á hvaða gengi breytingin átti sér stað. Aðspurð hvort þessir viðskiptavinir þurfi ekki að leggja fram auknar tryggingar fyrir lánum segir Jóna að verið sé að skoða það. „Það er hægt í sumum tilfellum en ekki í öðrum. Þá er frekar farið í það að lengja lán og dreifa þeim þannig að viðkomandi ráði við það. Við gerum okkur hinsvegar fyllilega grein fyrir því að við þurfum að taka eitthvað af þessu á okkur." Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur Spron verið að bregðast við gengishruni íslensku krónunnar. Erlendum lánum stærstu viðskiptavina bankans hefur verið breytt einhliða í íslenskar krónur. Bankinn fer fram á frekari tryggingar í þeim tilvikum þar sem það er hægt, en reynir að koma á móts við þá sem ekki geta lagt þær fram. „Við höfum verið að vinna í þessu undanfarnar vikur og verið að aðlaga okkar rekstur að breyttum aðstæðum. Meðal annars með því að lengja lán og annað," segir Jóna Ann Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Spron. Hún segir einnig að bankinn hafi farið í fyrrnefndar aðgerðir en er ekki með nákvæmar tölur yfir hversu stór hópur þetta sé. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða 150 stærstu kúnnanna, og segir Jóna það ekki fjarri lagi. „Þetta eru þeir sem eru með 100 milljónir eða meira." Jóna segir aðstæður hafa gjörbreyst og í sumum tilvikum hafi veð í fasteignum verið lögð fram fyrir erlendum lánum. „Lánið er síðan komið langt upp fyrir veðið og við höfum verið að fara ofan í það og skoða. Aðstæðurnar eru þannig að við höfum engan aðgang að erlendu lánsfé og svo verður ekki á næstu misserum, við verðum að bregðast við því." Jóna segir að almennt séð sýni kúnnar Spron þessu skilning. „En auðvitað kemur þetta illa við einhverja. Við höfum reynt að nálgast það þannig að um leið og aðstæður breytast verði hægt að breyta þessu aftur. Öllum kostnaði er haldið í lágmarki og við reynum að vinna með okkar viðskiptavinum." Jóna segir að farið hafi verið í þetta fyrir nokkrum vikum en er ekki með á hreinu á hvaða gengi breytingin átti sér stað. Aðspurð hvort þessir viðskiptavinir þurfi ekki að leggja fram auknar tryggingar fyrir lánum segir Jóna að verið sé að skoða það. „Það er hægt í sumum tilfellum en ekki í öðrum. Þá er frekar farið í það að lengja lán og dreifa þeim þannig að viðkomandi ráði við það. Við gerum okkur hinsvegar fyllilega grein fyrir því að við þurfum að taka eitthvað af þessu á okkur."
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira