Viðskipti innlent

Ótímabær stýrivaxtalækkun myndi kosta enn meira atvinnuleysi

Bankastjórn Seðlabankans þarf að útskýra peningamálastefnuna fyrir almenningi.
Bankastjórn Seðlabankans þarf að útskýra peningamálastefnuna fyrir almenningi.

Seðlabankinn hefur nýtt sér hefðibundnar og óhefðibundnar aðferðir til að koma í veg fyrir að fjármagn flæði úr landi. Þegar peningamálastefnan er flókin þarf almenningi að berast sannfærandi upplýsingar um tilgang með stefnunni og útskýringar á því hvers vegna er nauðsynlegt að forðast ótímabærar vaxtalækkanir. Þetta segir í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf, sem unnin var eftir hrun bankanna.

Í skýrslunni segir að stjórnvöld verði að útskýra að með ótímabærri stýrivaxtalækkun myndi gengisfall krónunnar og verðbólga ekki einungis skapa jafn mikla, ef ekki meiri byrgði á hagkerfið til skamms tíma, heldur myndi enn meiri íþyngjandi peningamálastefna fylgja í kjölfarið. Aðhald í ríkisfjármálum þyrfti að verða meira til að hindra flæði fjármagns úr landi og það myndi þýða enn meiri samdrátt í tekjum og enn meira atvinnuleysi.

Seðlabankinn hefur spáð því að atvinnuleysi geti farið upp í 10% í lok næsta árs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×