Fleiri fréttir Ísland fer illa út úr kreppunni í samanburði við aðrar þjóðir Ísland er meðal þeirra landa sem Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að fari verst út úr kreppunni. Stofnunin telur að iðnríkin séu á leið inn í lengstu og dýpstu kreppu sem þau hafi upplifað síðan á áttunda áratug síðustu aldar. 25.11.2008 18:35 Skilanefndin að ljúka rannsókn á milljarða millifærslum Rannsókn á grunsamlegum millfærslum upp á hundrað milljarða króna af reikningum í Kaupþingi lýkur í þessari viku. Skilanefnd bankans mun skila Fjármálaeftirlitinu skýrslu um þetta mál og önnur strax í byrjun næstu viku. 25.11.2008 18:32 Century Aluminum hækkar um 28% á fjórum dögum Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði um 10,8 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, en það hefur rokið upp um 28 prósent síðustu fjóra viðskiptadaga. 25.11.2008 16:30 EFTA í viðræður um fríverslun við Rússland Á ráðherrafundi EFTA í dag lýstu ráðherrarnir því yfir að EFTA-ríkin væru reiðubúin til að hefja á seinni hluta næsta árs viðræður um fríverslunarsamning við Rússland. 25.11.2008 15:26 Engin jólaljós á D'Angleterre hótelinu í ár Ákveðið hefur verið að engin jólaljós verði á hótel D'Angleterre í Kaupmannahöfn í ár en viðamikil jólaljósaskreyting hefur sett svip sinn á hótelið yfir hátíðarnar undanfarin 14 ár. 25.11.2008 14:17 Framkvæmdastjóri SPRON verðbréfa lætur af störfum Jón Hallur Pétursson framkvæmdastjóri SPRON verðbréfa hefur ákveðið að láta af störfum hjá SPRON frá 1. desember næstkomandi. 25.11.2008 13:41 Sænskt fjallaþorp með blómstrandi áfengissölu er til sölu Sænska fjallaþorpið Storlien er til sölu fyrir rétt verð. Með í kaupunum er háfjallahótel, skíðabrekkur, 2.900 hektarar af skóglendi og blómstrandi áfengissala þar sem kúnnarnir eru að mestu Norðmenn. 25.11.2008 13:22 Fjáfrmálakreppan kemur við kaunin á Tiger Woods Fjármálakreppan kemur nú við kaunin á Tiger Woods, þekktasta kylfingi í heimi. Bílarisinn á brauðfótunum, General Motors, hefur ekki lengur efni á að kosta kappann. 25.11.2008 13:14 Glitnir í New York söluskrifstofa með óverulegar eignir Að gefnu tilefni vill skilanefnd gamla Glitnis taka fram að skrifstofa gamla Glitnis í New York var söluskrifstofa í leiguhúsnæði með óverulegum eignum. 25.11.2008 12:02 Íslendingar aldrei verið svartsýnni samkvæmt væntingavísitölu Íslenskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni samkvæmt Væntingavísitölu Gallup frá því að mælingar vístölunnar hófust árið 2001. 25.11.2008 11:59 Greining Glitnis dregur aðeins úr verðbólguspá sinni Eftir endurskoðun á verðbólguspá sinni fyrir nóvember telur greining Glitnis að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 2,1% í mánuðinum, en upphaflega spáin hljóðaði upp á 2,3% hækkun VNV. Verðbólga undanfarinna 12 mánaða mun samkvæmt þessu mælast 17,5%. 25.11.2008 11:33 BHP hættir við yfirtöku sína á Rio Tinto BHP, stærsta námufélag heimsins, er hætt við yfirtöku sína á Rio Tinto móðurfélagi álversins í Straumsvík. BHP ætlaði að verja 66 milljörðum dollara til yfirtökunnar. 25.11.2008 10:51 Century Aluminum hækkar á ný Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 4,1 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í morgun. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um 12,95 prósent í gær. Þá hafa bréf Marel Food Systems hækkað um 0,89 prósent. 25.11.2008 10:19 Versti ársfjórðungur í sögu norska olíusjóðsins Norski olíusjóðurinn tapaði 173 milljörðum norskra kr. á þriðja ársfjórðungi eða sem nemur um 3.500 milljörðum kr.. Er þetta þar með versti ársfjórðungur í sögu sjóðsins hvað taprekstur varðar. 25.11.2008 10:09 Auðmannafjölskyldan Merckle gæti truflað söluna á Actavis Ein efnaðasta fjölskylda Þýskalands, Merckle, gæti truflað söluna á Actavis því fjölskyldan hyggst selja lyfjafyrirtæki sitt Ratiopharm GmbH. Fyrirtækið er umsvifamikið á samheitalyfjamarkaðinum í Evrópu og víðar eins og Actavis. 25.11.2008 09:26 Lánshæfismat ÍLS lækkað með neikvæðum horfum Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs (ÍLS)vegna langtímaskuldbindinga í erlendri mynt í 'BBB-' úr 'BBB'. Horfur eru neikvæðar. 25.11.2008 09:24 Fjármálakreppan kemur ekki við kaunin á færeyska olíufélagsinu Fjármálakreppan kemur ekki við kaunin á færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum sem skráð er í kauphöllinni. Þetta kemur fram í greinargerð sem félagið hefur sent frá sér að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 25.11.2008 09:08 Darling vill endurskoða innistæðutryggingakerfi Evrópulanda Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, vill að innistæðutryggingakerfi Evrópsambandsuríkja verði endurskoðað í ljósi deilnanna við Ísland um Icesave-reikninga Landsbankans. 25.11.2008 08:31 Bréf rjúka upp eftir björgun Citigroup Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og fylgdu þannig eftir methækkun á Wall Street í gær en þar hafa bréf ekki hækkað jafnmikið síðan í október 1987 eða í 21 ár. 25.11.2008 07:14 Fjárfestar kátir beggja vegna Atlantsála Fjárfestar kættust mjög víða um heim í dag vegna frétta um aðgerðir stjórnvalda beggja vegna Atlantsála að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. 24.11.2008 21:00 Verðmæti TM þriðjungur af tilboði Kaldbaks Eignarhaldsfélagið Kaldbakur vill borga fjörutíu og tvo milljarða króna fyrir Tryggingamiðstöðina sem er þrisvar sinnum meira en virði hennar er talið vera. 24.11.2008 18:52 Hló þegar hann var spurður út í mögulega fjármálakreppu Bandaríska fréttaveitan The Huffington Post segir frá því í dag þegar fjármálasérfræðingurinn og heimildamyndagerðarmaðurinn Max Keiser heimsótti Ísland í apríl í fyrra. Í ferðinni kynnti hann sér „íslenska efnahagsundrið“ eins og það var kallað og hitti meðal annars Ásgeir Jónsson, sem þá fór fyrir Greiningu Kaupþings. 24.11.2008 17:50 Standard & Poor´s lækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í BBB- úr BBB vegna vaxandi skuldabyrði hins opinbera. 24.11.2008 16:48 Álfyrirtækið toppaði daginn í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,95 prósent í Kauphöllinni í dag eftir góða byrjun í morgunsárið. Önnur félög fóru úr lækkun í hækkun. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem fór upp um 2,21 prósent, Bakkavör fór upp um 1,91 prósent, Atlantic Petroleum um 1,72 prósent, Alfesca um 1,33 og Eimskips um 0,76 prósent. 24.11.2008 16:45 Aðeins 2 milljónir evra seldar á gjaldeyrisuppboði SÍ í dag Aðeins 2 milljónir evra voru seldar á gjaldeyrisuppboði Seðlabankans í dag. Ekki var öllum kaup- og sölutilboðum tekið. Þegar uppboðin fóru af stað þann 15. október voru 25 milljónir evra seldar en síðan hefur sú upphæð stöðugt farið lækkandi milli vikna en verðið í krónum stöðugt hækkað á móti. 24.11.2008 16:30 Gamli Glitnir fær greiðslustöðvun eins og gamla Kaupþing Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni gamla Glitnis um greiðslustöðvun. Gildir hún til föstudagsins 13. febrúar á næsta ári. Fram kemur í tilkynningu frá skilanefnd Glitnis að nauðsynlegt hafi verið að stíga þetta skref til að tryggja jafnræði kröfuhafa, í samræmi við íslensk lög og tilskipanir ESB. 24.11.2008 16:15 Markaðsvirði Storebrand minnkar um helming á mánuði Markaðsvirði norska banka- og tryggingarfélagsins Storebrand hefur minnkað um helming á einum mánuði. Undir lok markaðarins í Osló í dag var hluturinn seldur á 10 norskar kr. sem er lægsta verð á hlutnum frá árinu 1993. 24.11.2008 15:55 Gamla Kaupþing fær greiðslustöðvun Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Kaupþingi banka hf. heimild til greiðslustöðvunar, í dag 24. nóvember 2008. Að mati skilanefndar bankans var nauðsynlegt að stíga þetta skref til að tryggja jafnræði kröfuhafa í samræmi við íslensk lög og tilskipanir ESB. 24.11.2008 15:26 Bandaríkin ætla að drekkja heiminum í dollaraseðlum Hækkandi gengi dollarans gerir það að verkum að bandríski seðlabankinn (FED) ætlar að drekkja heiminum í dollaraseðlum. Þetta kemur fram á Bloomberg-fréttaveitunni sem segir að FED ætli að dæla fleiri dollurum inn í fjármálakerfi heimsins sem lið í leiftursókn gegn verstu kreppu kapitalismans frá þriðja áratugnum. 24.11.2008 14:52 Ný stjórn Sambands íslenskra sparisjóða Aðalfundur Sambands íslenskra sparisjóða var með hefðbundnum hætti í ár en einkenndist vissulega af fjármálaástandinu í dag. Ný stjórn Sambandsins var kjörin og er formaður hennar Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri frá Sparisjóðnum í Keflavík. 24.11.2008 14:06 Íbúar á Mön ráða lögmenn í málferli gegn Kaupþingi Þeir íbúar á eyjunni Mön sem áttu innistæður inn á reikningm hjá Singer & Friedlander bankanum, sem er í eigu Kaupþings, hafa ráðið mjög þekkta lögmannstofu í London til að höfða mál gegn bankanum. 24.11.2008 13:17 Greiðslujöfnun gæti minnkað greiðslubyrði um 20% Greiðslujöfnunarvísitalan mun líklega lækka nokkuð á næsta ári og munur greiðslubyrði eftir því hvort stuðst er við hana eða vísitölu neysluverðs gæti því numið allt að 20% að ári liðnu. 24.11.2008 12:39 JPMorgan telur olíuverð geta farið í 35 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu hefur haldist nær óbreytt í dag eftir miklar lækkanir í síðustu viku. Að öllu óbreyttu telur sérfræðingur JPMorgan bankans að olíuverðið geti farið niður í 35 dollara á tunnuna. 24.11.2008 12:22 Ísland þriðja skuldsettasta iðnríki heimsins Ísland verður þriðja skuldsettasta iðnríki heimsins í lok þessa árs. Er það mikill viðsnúningur því áður var Ísland þriðja minnst skuldsetta þjóð heims innan OECD. 24.11.2008 12:05 Keypti sér símanúmer fyrir 30 milljónir kr. Arabískur auðmaður í ríkinu Qatar hefur engar áhyggjur af fjármálakreppunni því hann festi nýlega kaup á símanúmeri fyrir tæplega 30 milljónir kr. af þarlendu símafélagi. Númerið er 6000000 og því auðvelt að muna það. 24.11.2008 11:05 AGS segir fjármálakreppuna fara versnandi fram til 2010 Aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa muni fara versnandi á næstu misserum og að viðsnúningur náist ekki fyrr en árið 2010. 24.11.2008 10:27 Century Aluminum hækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem rekur álverið á Grundartanga, hækkaði um 4,46 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Marel Food Systems og Össur hafa lækkað á sama tíma. 24.11.2008 10:20 Hilco bætir við kauptilboð sitt í Woolworths Hilco hefur bætt við kauptilboð sitt upp á 1 pund í verslunarkeðjuna Woolworths. Nú er Hilco tilbúið að yfirtaka 35 milljónir punda í viðbót af skuldum Woolworths. Baugur er næststærsti hluthafi Woolworths með rúmlega 10% hlut. 24.11.2008 10:12 Ólag á gjaldeyrisviðskiptum truflar starfsemi Eimskips Þótt áhrif gengislækkunnar krónunnar hafi hingað til haft óveruleg áhrif á rekstur Eimskips hafa gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur truflað greiðsluferli félagsins að einhverju leyti. Án þess þó að hafa nein áhrif á þjónustuna enn sem komið er. 24.11.2008 09:53 Björgun Citigroup hífir markaði upp Gengi hlutabréfa í asískum og evrópskum fjármálafyrirtækjum hefur hækkað hressilega í dag. Ástæðan ákvörðun bandaríksku ríkisstjórnarinnar að koma þarlenda bankanum Citigroup til aðstoðar með kaupum á forgangshlutabréfum hans fyrir 20 milljarða dollara og öðrum aðgerðum sem stuðla eiga að því að skera niður kostnað í rekstri hans. 24.11.2008 09:35 Norðmenn óttast að íslenska fjármálakreppan smitist til þeirra Norðmenn óttast nú að íslenska fjármálakreppan smitist yfir til þeirra. Viðskiptavefir í Noregi fjalla um málið í dag en fram kemur að engin þjóð á jafnmikið af eignum í Noregi og Íslendingar. 24.11.2008 09:26 Sparisjóðsstjóri Byr hættir án starfslokasamnings Á fundi stjórnar Byrs fyrir helgina var komist að samkomulagi við Magnús Ægi Magnússon að hann léti af störfum hjá Byr sem sparisjóðsstjóri. 24.11.2008 09:17 Kaupþing lánaði 60 milljarða króna í snekkjur og einkaþotur Komið hefur í ljós að Singer & Friedlander, dótturbanki Kaupþings í Bretlandi, lánaði 310 miljónir punda eða rúmlega 60 milljarða króna til kaupa á snekkjum og einkaþotum fyrir efnaða Londonbúa. 24.11.2008 08:25 Bandaríkjastjórn aðstoðar Citigroup Bandaríkjastjórn mun koma Citigroup-bankanum til aðstoðar með því að kaupa forgangshlutabréf í bankanum 20 milljarða dollara en bankinn hefur barist í bökkum undanfarið og sagði nýlega upp 10 þúsund starfsmönnum. 24.11.2008 07:20 Yfirlýsingar Davíðs sagðar geta grafið undan málssókn íslenskra stjórnvalda Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar seðlabanakastjóra um að hann viti hvað hafi ráðið afstöðu Breta þegar þeir ákváðu að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi hafa nú ratað í erlenda miðla og eru taldar geta styrkt þá ákvörðun Breta að beita lögunum. 24.11.2008 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ísland fer illa út úr kreppunni í samanburði við aðrar þjóðir Ísland er meðal þeirra landa sem Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að fari verst út úr kreppunni. Stofnunin telur að iðnríkin séu á leið inn í lengstu og dýpstu kreppu sem þau hafi upplifað síðan á áttunda áratug síðustu aldar. 25.11.2008 18:35
Skilanefndin að ljúka rannsókn á milljarða millifærslum Rannsókn á grunsamlegum millfærslum upp á hundrað milljarða króna af reikningum í Kaupþingi lýkur í þessari viku. Skilanefnd bankans mun skila Fjármálaeftirlitinu skýrslu um þetta mál og önnur strax í byrjun næstu viku. 25.11.2008 18:32
Century Aluminum hækkar um 28% á fjórum dögum Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði um 10,8 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, en það hefur rokið upp um 28 prósent síðustu fjóra viðskiptadaga. 25.11.2008 16:30
EFTA í viðræður um fríverslun við Rússland Á ráðherrafundi EFTA í dag lýstu ráðherrarnir því yfir að EFTA-ríkin væru reiðubúin til að hefja á seinni hluta næsta árs viðræður um fríverslunarsamning við Rússland. 25.11.2008 15:26
Engin jólaljós á D'Angleterre hótelinu í ár Ákveðið hefur verið að engin jólaljós verði á hótel D'Angleterre í Kaupmannahöfn í ár en viðamikil jólaljósaskreyting hefur sett svip sinn á hótelið yfir hátíðarnar undanfarin 14 ár. 25.11.2008 14:17
Framkvæmdastjóri SPRON verðbréfa lætur af störfum Jón Hallur Pétursson framkvæmdastjóri SPRON verðbréfa hefur ákveðið að láta af störfum hjá SPRON frá 1. desember næstkomandi. 25.11.2008 13:41
Sænskt fjallaþorp með blómstrandi áfengissölu er til sölu Sænska fjallaþorpið Storlien er til sölu fyrir rétt verð. Með í kaupunum er háfjallahótel, skíðabrekkur, 2.900 hektarar af skóglendi og blómstrandi áfengissala þar sem kúnnarnir eru að mestu Norðmenn. 25.11.2008 13:22
Fjáfrmálakreppan kemur við kaunin á Tiger Woods Fjármálakreppan kemur nú við kaunin á Tiger Woods, þekktasta kylfingi í heimi. Bílarisinn á brauðfótunum, General Motors, hefur ekki lengur efni á að kosta kappann. 25.11.2008 13:14
Glitnir í New York söluskrifstofa með óverulegar eignir Að gefnu tilefni vill skilanefnd gamla Glitnis taka fram að skrifstofa gamla Glitnis í New York var söluskrifstofa í leiguhúsnæði með óverulegum eignum. 25.11.2008 12:02
Íslendingar aldrei verið svartsýnni samkvæmt væntingavísitölu Íslenskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni samkvæmt Væntingavísitölu Gallup frá því að mælingar vístölunnar hófust árið 2001. 25.11.2008 11:59
Greining Glitnis dregur aðeins úr verðbólguspá sinni Eftir endurskoðun á verðbólguspá sinni fyrir nóvember telur greining Glitnis að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 2,1% í mánuðinum, en upphaflega spáin hljóðaði upp á 2,3% hækkun VNV. Verðbólga undanfarinna 12 mánaða mun samkvæmt þessu mælast 17,5%. 25.11.2008 11:33
BHP hættir við yfirtöku sína á Rio Tinto BHP, stærsta námufélag heimsins, er hætt við yfirtöku sína á Rio Tinto móðurfélagi álversins í Straumsvík. BHP ætlaði að verja 66 milljörðum dollara til yfirtökunnar. 25.11.2008 10:51
Century Aluminum hækkar á ný Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 4,1 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í morgun. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um 12,95 prósent í gær. Þá hafa bréf Marel Food Systems hækkað um 0,89 prósent. 25.11.2008 10:19
Versti ársfjórðungur í sögu norska olíusjóðsins Norski olíusjóðurinn tapaði 173 milljörðum norskra kr. á þriðja ársfjórðungi eða sem nemur um 3.500 milljörðum kr.. Er þetta þar með versti ársfjórðungur í sögu sjóðsins hvað taprekstur varðar. 25.11.2008 10:09
Auðmannafjölskyldan Merckle gæti truflað söluna á Actavis Ein efnaðasta fjölskylda Þýskalands, Merckle, gæti truflað söluna á Actavis því fjölskyldan hyggst selja lyfjafyrirtæki sitt Ratiopharm GmbH. Fyrirtækið er umsvifamikið á samheitalyfjamarkaðinum í Evrópu og víðar eins og Actavis. 25.11.2008 09:26
Lánshæfismat ÍLS lækkað með neikvæðum horfum Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs (ÍLS)vegna langtímaskuldbindinga í erlendri mynt í 'BBB-' úr 'BBB'. Horfur eru neikvæðar. 25.11.2008 09:24
Fjármálakreppan kemur ekki við kaunin á færeyska olíufélagsinu Fjármálakreppan kemur ekki við kaunin á færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum sem skráð er í kauphöllinni. Þetta kemur fram í greinargerð sem félagið hefur sent frá sér að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 25.11.2008 09:08
Darling vill endurskoða innistæðutryggingakerfi Evrópulanda Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, vill að innistæðutryggingakerfi Evrópsambandsuríkja verði endurskoðað í ljósi deilnanna við Ísland um Icesave-reikninga Landsbankans. 25.11.2008 08:31
Bréf rjúka upp eftir björgun Citigroup Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og fylgdu þannig eftir methækkun á Wall Street í gær en þar hafa bréf ekki hækkað jafnmikið síðan í október 1987 eða í 21 ár. 25.11.2008 07:14
Fjárfestar kátir beggja vegna Atlantsála Fjárfestar kættust mjög víða um heim í dag vegna frétta um aðgerðir stjórnvalda beggja vegna Atlantsála að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. 24.11.2008 21:00
Verðmæti TM þriðjungur af tilboði Kaldbaks Eignarhaldsfélagið Kaldbakur vill borga fjörutíu og tvo milljarða króna fyrir Tryggingamiðstöðina sem er þrisvar sinnum meira en virði hennar er talið vera. 24.11.2008 18:52
Hló þegar hann var spurður út í mögulega fjármálakreppu Bandaríska fréttaveitan The Huffington Post segir frá því í dag þegar fjármálasérfræðingurinn og heimildamyndagerðarmaðurinn Max Keiser heimsótti Ísland í apríl í fyrra. Í ferðinni kynnti hann sér „íslenska efnahagsundrið“ eins og það var kallað og hitti meðal annars Ásgeir Jónsson, sem þá fór fyrir Greiningu Kaupþings. 24.11.2008 17:50
Standard & Poor´s lækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í BBB- úr BBB vegna vaxandi skuldabyrði hins opinbera. 24.11.2008 16:48
Álfyrirtækið toppaði daginn í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,95 prósent í Kauphöllinni í dag eftir góða byrjun í morgunsárið. Önnur félög fóru úr lækkun í hækkun. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem fór upp um 2,21 prósent, Bakkavör fór upp um 1,91 prósent, Atlantic Petroleum um 1,72 prósent, Alfesca um 1,33 og Eimskips um 0,76 prósent. 24.11.2008 16:45
Aðeins 2 milljónir evra seldar á gjaldeyrisuppboði SÍ í dag Aðeins 2 milljónir evra voru seldar á gjaldeyrisuppboði Seðlabankans í dag. Ekki var öllum kaup- og sölutilboðum tekið. Þegar uppboðin fóru af stað þann 15. október voru 25 milljónir evra seldar en síðan hefur sú upphæð stöðugt farið lækkandi milli vikna en verðið í krónum stöðugt hækkað á móti. 24.11.2008 16:30
Gamli Glitnir fær greiðslustöðvun eins og gamla Kaupþing Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni gamla Glitnis um greiðslustöðvun. Gildir hún til föstudagsins 13. febrúar á næsta ári. Fram kemur í tilkynningu frá skilanefnd Glitnis að nauðsynlegt hafi verið að stíga þetta skref til að tryggja jafnræði kröfuhafa, í samræmi við íslensk lög og tilskipanir ESB. 24.11.2008 16:15
Markaðsvirði Storebrand minnkar um helming á mánuði Markaðsvirði norska banka- og tryggingarfélagsins Storebrand hefur minnkað um helming á einum mánuði. Undir lok markaðarins í Osló í dag var hluturinn seldur á 10 norskar kr. sem er lægsta verð á hlutnum frá árinu 1993. 24.11.2008 15:55
Gamla Kaupþing fær greiðslustöðvun Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Kaupþingi banka hf. heimild til greiðslustöðvunar, í dag 24. nóvember 2008. Að mati skilanefndar bankans var nauðsynlegt að stíga þetta skref til að tryggja jafnræði kröfuhafa í samræmi við íslensk lög og tilskipanir ESB. 24.11.2008 15:26
Bandaríkin ætla að drekkja heiminum í dollaraseðlum Hækkandi gengi dollarans gerir það að verkum að bandríski seðlabankinn (FED) ætlar að drekkja heiminum í dollaraseðlum. Þetta kemur fram á Bloomberg-fréttaveitunni sem segir að FED ætli að dæla fleiri dollurum inn í fjármálakerfi heimsins sem lið í leiftursókn gegn verstu kreppu kapitalismans frá þriðja áratugnum. 24.11.2008 14:52
Ný stjórn Sambands íslenskra sparisjóða Aðalfundur Sambands íslenskra sparisjóða var með hefðbundnum hætti í ár en einkenndist vissulega af fjármálaástandinu í dag. Ný stjórn Sambandsins var kjörin og er formaður hennar Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri frá Sparisjóðnum í Keflavík. 24.11.2008 14:06
Íbúar á Mön ráða lögmenn í málferli gegn Kaupþingi Þeir íbúar á eyjunni Mön sem áttu innistæður inn á reikningm hjá Singer & Friedlander bankanum, sem er í eigu Kaupþings, hafa ráðið mjög þekkta lögmannstofu í London til að höfða mál gegn bankanum. 24.11.2008 13:17
Greiðslujöfnun gæti minnkað greiðslubyrði um 20% Greiðslujöfnunarvísitalan mun líklega lækka nokkuð á næsta ári og munur greiðslubyrði eftir því hvort stuðst er við hana eða vísitölu neysluverðs gæti því numið allt að 20% að ári liðnu. 24.11.2008 12:39
JPMorgan telur olíuverð geta farið í 35 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu hefur haldist nær óbreytt í dag eftir miklar lækkanir í síðustu viku. Að öllu óbreyttu telur sérfræðingur JPMorgan bankans að olíuverðið geti farið niður í 35 dollara á tunnuna. 24.11.2008 12:22
Ísland þriðja skuldsettasta iðnríki heimsins Ísland verður þriðja skuldsettasta iðnríki heimsins í lok þessa árs. Er það mikill viðsnúningur því áður var Ísland þriðja minnst skuldsetta þjóð heims innan OECD. 24.11.2008 12:05
Keypti sér símanúmer fyrir 30 milljónir kr. Arabískur auðmaður í ríkinu Qatar hefur engar áhyggjur af fjármálakreppunni því hann festi nýlega kaup á símanúmeri fyrir tæplega 30 milljónir kr. af þarlendu símafélagi. Númerið er 6000000 og því auðvelt að muna það. 24.11.2008 11:05
AGS segir fjármálakreppuna fara versnandi fram til 2010 Aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa muni fara versnandi á næstu misserum og að viðsnúningur náist ekki fyrr en árið 2010. 24.11.2008 10:27
Century Aluminum hækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem rekur álverið á Grundartanga, hækkaði um 4,46 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Marel Food Systems og Össur hafa lækkað á sama tíma. 24.11.2008 10:20
Hilco bætir við kauptilboð sitt í Woolworths Hilco hefur bætt við kauptilboð sitt upp á 1 pund í verslunarkeðjuna Woolworths. Nú er Hilco tilbúið að yfirtaka 35 milljónir punda í viðbót af skuldum Woolworths. Baugur er næststærsti hluthafi Woolworths með rúmlega 10% hlut. 24.11.2008 10:12
Ólag á gjaldeyrisviðskiptum truflar starfsemi Eimskips Þótt áhrif gengislækkunnar krónunnar hafi hingað til haft óveruleg áhrif á rekstur Eimskips hafa gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur truflað greiðsluferli félagsins að einhverju leyti. Án þess þó að hafa nein áhrif á þjónustuna enn sem komið er. 24.11.2008 09:53
Björgun Citigroup hífir markaði upp Gengi hlutabréfa í asískum og evrópskum fjármálafyrirtækjum hefur hækkað hressilega í dag. Ástæðan ákvörðun bandaríksku ríkisstjórnarinnar að koma þarlenda bankanum Citigroup til aðstoðar með kaupum á forgangshlutabréfum hans fyrir 20 milljarða dollara og öðrum aðgerðum sem stuðla eiga að því að skera niður kostnað í rekstri hans. 24.11.2008 09:35
Norðmenn óttast að íslenska fjármálakreppan smitist til þeirra Norðmenn óttast nú að íslenska fjármálakreppan smitist yfir til þeirra. Viðskiptavefir í Noregi fjalla um málið í dag en fram kemur að engin þjóð á jafnmikið af eignum í Noregi og Íslendingar. 24.11.2008 09:26
Sparisjóðsstjóri Byr hættir án starfslokasamnings Á fundi stjórnar Byrs fyrir helgina var komist að samkomulagi við Magnús Ægi Magnússon að hann léti af störfum hjá Byr sem sparisjóðsstjóri. 24.11.2008 09:17
Kaupþing lánaði 60 milljarða króna í snekkjur og einkaþotur Komið hefur í ljós að Singer & Friedlander, dótturbanki Kaupþings í Bretlandi, lánaði 310 miljónir punda eða rúmlega 60 milljarða króna til kaupa á snekkjum og einkaþotum fyrir efnaða Londonbúa. 24.11.2008 08:25
Bandaríkjastjórn aðstoðar Citigroup Bandaríkjastjórn mun koma Citigroup-bankanum til aðstoðar með því að kaupa forgangshlutabréf í bankanum 20 milljarða dollara en bankinn hefur barist í bökkum undanfarið og sagði nýlega upp 10 þúsund starfsmönnum. 24.11.2008 07:20
Yfirlýsingar Davíðs sagðar geta grafið undan málssókn íslenskra stjórnvalda Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar seðlabanakastjóra um að hann viti hvað hafi ráðið afstöðu Breta þegar þeir ákváðu að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi hafa nú ratað í erlenda miðla og eru taldar geta styrkt þá ákvörðun Breta að beita lögunum. 24.11.2008 00:01