Fleiri fréttir

Skilanefndin að ljúka rannsókn á milljarða millifærslum

Rannsókn á grunsamlegum millfærslum upp á hundrað milljarða króna af reikningum í Kaupþingi lýkur í þessari viku. Skilanefnd bankans mun skila Fjármálaeftirlitinu skýrslu um þetta mál og önnur strax í byrjun næstu viku.

Century Aluminum hækkar um 28% á fjórum dögum

Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði um 10,8 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, en það hefur rokið upp um 28 prósent síðustu fjóra viðskiptadaga.

EFTA í viðræður um fríverslun við Rússland

Á ráðherrafundi EFTA í dag lýstu ráðherrarnir því yfir að EFTA-ríkin væru reiðubúin til að hefja á seinni hluta næsta árs viðræður um fríverslunarsamning við Rússland.

Engin jólaljós á D'Angleterre hótelinu í ár

Ákveðið hefur verið að engin jólaljós verði á hótel D'Angleterre í Kaupmannahöfn í ár en viðamikil jólaljósaskreyting hefur sett svip sinn á hótelið yfir hátíðarnar undanfarin 14 ár.

Greining Glitnis dregur aðeins úr verðbólguspá sinni

Eftir endurskoðun á verðbólguspá sinni fyrir nóvember telur greining Glitnis að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 2,1% í mánuðinum, en upphaflega spáin hljóðaði upp á 2,3% hækkun VNV. Verðbólga undanfarinna 12 mánaða mun samkvæmt þessu mælast 17,5%.

BHP hættir við yfirtöku sína á Rio Tinto

BHP, stærsta námufélag heimsins, er hætt við yfirtöku sína á Rio Tinto móðurfélagi álversins í Straumsvík. BHP ætlaði að verja 66 milljörðum dollara til yfirtökunnar.

Century Aluminum hækkar á ný

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 4,1 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í morgun. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um 12,95 prósent í gær. Þá hafa bréf Marel Food Systems hækkað um 0,89 prósent.

Versti ársfjórðungur í sögu norska olíusjóðsins

Norski olíusjóðurinn tapaði 173 milljörðum norskra kr. á þriðja ársfjórðungi eða sem nemur um 3.500 milljörðum kr.. Er þetta þar með versti ársfjórðungur í sögu sjóðsins hvað taprekstur varðar.

Auðmannafjölskyldan Merckle gæti truflað söluna á Actavis

Ein efnaðasta fjölskylda Þýskalands, Merckle, gæti truflað söluna á Actavis því fjölskyldan hyggst selja lyfjafyrirtæki sitt Ratiopharm GmbH. Fyrirtækið er umsvifamikið á samheitalyfjamarkaðinum í Evrópu og víðar eins og Actavis.

Bréf rjúka upp eftir björgun Citigroup

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og fylgdu þannig eftir methækkun á Wall Street í gær en þar hafa bréf ekki hækkað jafnmikið síðan í október 1987 eða í 21 ár.

Fjárfestar kátir beggja vegna Atlantsála

Fjárfestar kættust mjög víða um heim í dag vegna frétta um aðgerðir stjórnvalda beggja vegna Atlantsála að koma efnahagslífinu á réttan kjöl.

Hló þegar hann var spurður út í mögulega fjármálakreppu

Bandaríska fréttaveitan The Huffington Post segir frá því í dag þegar fjármálasérfræðingurinn og heimildamyndagerðarmaðurinn Max Keiser heimsótti Ísland í apríl í fyrra. Í ferðinni kynnti hann sér „íslenska efnahagsundrið“ eins og það var kallað og hitti meðal annars Ásgeir Jónsson, sem þá fór fyrir Greiningu Kaupþings.

Álfyrirtækið toppaði daginn í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,95 prósent í Kauphöllinni í dag eftir góða byrjun í morgunsárið. Önnur félög fóru úr lækkun í hækkun. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem fór upp um 2,21 prósent, Bakkavör fór upp um 1,91 prósent, Atlantic Petroleum um 1,72 prósent, Alfesca um 1,33 og Eimskips um 0,76 prósent.

Aðeins 2 milljónir evra seldar á gjaldeyrisuppboði SÍ í dag

Aðeins 2 milljónir evra voru seldar á gjaldeyrisuppboði Seðlabankans í dag. Ekki var öllum kaup- og sölutilboðum tekið. Þegar uppboðin fóru af stað þann 15. október voru 25 milljónir evra seldar en síðan hefur sú upphæð stöðugt farið lækkandi milli vikna en verðið í krónum stöðugt hækkað á móti.

Gamli Glitnir fær greiðslustöðvun eins og gamla Kaupþing

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni gamla Glitnis um greiðslustöðvun. Gildir hún til föstudagsins 13. febrúar á næsta ári. Fram kemur í tilkynningu frá skilanefnd Glitnis að nauðsynlegt hafi verið að stíga þetta skref til að tryggja jafnræði kröfuhafa, í samræmi við íslensk lög og tilskipanir ESB.

Markaðsvirði Storebrand minnkar um helming á mánuði

Markaðsvirði norska banka- og tryggingarfélagsins Storebrand hefur minnkað um helming á einum mánuði. Undir lok markaðarins í Osló í dag var hluturinn seldur á 10 norskar kr. sem er lægsta verð á hlutnum frá árinu 1993.

Gamla Kaupþing fær greiðslustöðvun

Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Kaupþingi banka hf. heimild til greiðslustöðvunar, í dag 24. nóvember 2008. Að mati skilanefndar bankans var nauðsynlegt að stíga þetta skref til að tryggja jafnræði kröfuhafa í samræmi við íslensk lög og tilskipanir ESB.

Bandaríkin ætla að drekkja heiminum í dollaraseðlum

Hækkandi gengi dollarans gerir það að verkum að bandríski seðlabankinn (FED) ætlar að drekkja heiminum í dollaraseðlum. Þetta kemur fram á Bloomberg-fréttaveitunni sem segir að FED ætli að dæla fleiri dollurum inn í fjármálakerfi heimsins sem lið í leiftursókn gegn verstu kreppu kapitalismans frá þriðja áratugnum.

Ný stjórn Sambands íslenskra sparisjóða

Aðalfundur Sambands íslenskra sparisjóða var með hefðbundnum hætti í ár en einkenndist vissulega af fjármálaástandinu í dag. Ný stjórn Sambandsins var kjörin og er formaður hennar Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri frá Sparisjóðnum í Keflavík.

Greiðslujöfnun gæti minnkað greiðslubyrði um 20%

Greiðslujöfnunarvísitalan mun líklega lækka nokkuð á næsta ári og munur greiðslubyrði eftir því hvort stuðst er við hana eða vísitölu neysluverðs gæti því numið allt að 20% að ári liðnu.

Ísland þriðja skuldsettasta iðnríki heimsins

Ísland verður þriðja skuldsettasta iðnríki heimsins í lok þessa árs. Er það mikill viðsnúningur því áður var Ísland þriðja minnst skuldsetta þjóð heims innan OECD.

Keypti sér símanúmer fyrir 30 milljónir kr.

Arabískur auðmaður í ríkinu Qatar hefur engar áhyggjur af fjármálakreppunni því hann festi nýlega kaup á símanúmeri fyrir tæplega 30 milljónir kr. af þarlendu símafélagi. Númerið er 6000000 og því auðvelt að muna það.

Century Aluminum hækkar í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem rekur álverið á Grundartanga, hækkaði um 4,46 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Marel Food Systems og Össur hafa lækkað á sama tíma.

Hilco bætir við kauptilboð sitt í Woolworths

Hilco hefur bætt við kauptilboð sitt upp á 1 pund í verslunarkeðjuna Woolworths. Nú er Hilco tilbúið að yfirtaka 35 milljónir punda í viðbót af skuldum Woolworths. Baugur er næststærsti hluthafi Woolworths með rúmlega 10% hlut.

Ólag á gjaldeyrisviðskiptum truflar starfsemi Eimskips

Þótt áhrif gengislækkunnar krónunnar hafi hingað til haft óveruleg áhrif á rekstur Eimskips hafa gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur truflað greiðsluferli félagsins að einhverju leyti. Án þess þó að hafa nein áhrif á þjónustuna enn sem komið er.

Björgun Citigroup hífir markaði upp

Gengi hlutabréfa í asískum og evrópskum fjármálafyrirtækjum hefur hækkað hressilega í dag. Ástæðan ákvörðun bandaríksku ríkisstjórnarinnar að koma þarlenda bankanum Citigroup til aðstoðar með kaupum á forgangshlutabréfum hans fyrir 20 milljarða dollara og öðrum aðgerðum sem stuðla eiga að því að skera niður kostnað í rekstri hans.

Bandaríkjastjórn aðstoðar Citigroup

Bandaríkjastjórn mun koma Citigroup-bankanum til aðstoðar með því að kaupa forgangshlutabréf í bankanum 20 milljarða dollara en bankinn hefur barist í bökkum undanfarið og sagði nýlega upp 10 þúsund starfsmönnum.

Sjá næstu 50 fréttir