Viðskipti erlent

Jákvætt fyrir reksturinn ef tengdamóðir forstjórans deyr

Dönsk rannsókn sýnir fram á að fráfall náins fjölskyldumeðlims forstjóra í fyrirtæki hefur skaðleg áhrif á framleiðni í fyrirtækinu. Hins vegar hefur það jákvæð áhrif á reksturinn ef tengdamóðir forstjórans deyr.

Morten Bennedsen prófsesor við Copenhagen Business School segir í danska blaðinu Nyhedsavisen að ekki sé hægt að útiloka að dauði tengdamóður forstjórans verði til þess að tekjur fyrirtækisins hækki um fimm til tíu prósent.

Könnunin sem hann stóð fyrir náði til 75 þúsund fyrirtækja. Hann tók fram í viðtalinu að hann hefði ágætt samband við eigin tengdamóður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×