Viðskipti innlent

Björgólfur viðskiptamaður ársins og Margrét Pála frumkvöðull

Viðskiptablaðið hefur veitt Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2007 auk þess sem frumkvöðull ársins að mati blaðsins hefur verið valinn. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Novators, hlýtur Viðskiptaverðlaunin og Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, er heiðruð sem frumkvöðull ársins.

Nú stendur yfir athöfn á Grillinu á Hótel Sögu þar sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin fyrir hönd blaðsins.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×