Viðskipti innlent

Exista og SPRON á uppleið fyrir jólin

MYND/Vilhelm

Exista og SPRON eru á mikilli uppleið í Kauphöllinni þennan síðasta viðskiptadag fyrir jól og þá er Úrvalsvísitalan einnig á uppleið.

Exista hefur hækkað um sjö prósent það sem af er degi og SPRON um 6,78 prósent. Þar á eftir kemur 365 sem hefur hækkað um þrjú prósent. Flaga hefur hins vegar lækkað mest það sem af er degi, eða um 2,2 prósent.

Úrvalsvísitalan stendur nú í 6.2910 stigi og hefur hækkað 1,19 prósent í dag. Hún hefur hins vegar lækkað um tæp tvö prósent það sem af er ári.

Hækkunin í Kauphöllinni er í takt við hækkanir á hlutabréfamörkuðum í Evrópu, Asíu og Ameríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×