Viðskipti innlent

Eik banki hækkaði mest í dag

Marner Jacobsen, forstjóri Eik banka, hafði ástæðu til að gleðjast yfir góðu gengi í Kauphöllinni í dag.
Marner Jacobsen, forstjóri Eik banka, hafði ástæðu til að gleðjast yfir góðu gengi í Kauphöllinni í dag.

Færeyski bankinn Eik hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag í kjölfar fregna að það hefði keypt alla bankastarfsemi Kaupþings í Færeyjum. Eik hækkaði um 3.59% en flest félög hækkuðu.

Icelandair Group hækkaði um 2,40% og SPRON um 1,78%.

Atlantic Airways lækkaði mest allra eða um 4,24%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,07% og stóð í 6318 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×