Viðskipti innlent

Magnús Þorsteinsson úr stjórn Eimskips

Magnús Þorsteinsson er hættur stjórnarformennsku í Eimskip.
Magnús Þorsteinsson er hættur stjórnarformennsku í Eimskip.

Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands sagði sig í dag úr stjórn félagsins á stjórnarfundi og lætur þegar af stjórnarsetu að eigin ósk. Magnús er annar af tveimur kjölfestufjárfestum félagsins.

„Ég hef átt mjög skemmtilega tíma með Eimskipafélaginu. Það er búið að koma félaginu á þá braut sem stefnt var að. Nú er stefnan klár og því finnst mér ágætur tímapunktur að draga mig í hlé," sagði Magnús Þorsteinsson við þetta tækifæri.

Sindri Sindrason var kjörinn nýr stjórnarformaður félagsins á sama fundi. Ný stjórn félagsins verður kosin á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður fyrir lok febrúar 2008.

Í tilkynningu frá Eimskip er tekið fram að ákvörðun Magnúsar tengist ekki á nokkurn hátt ákvörðun Samkeppniseftilitsins gagnvart Eimskip sem birt var í gær enda hafi Magnús ekki verið tengdur félaginu á nokkurn hátt á þeim tíma sem ákvörðunin taki til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×