Viðskipti erlent

SAS dæmt fyrir iðnaðarnjósnir í Noregi

SAS flugfélagið á ekki góðar stundir þessa dagana. SAS varð fyrir enn einu áfallinu fyrir helgina þegar dómur gekk gegn því fyrir hæstarétti Noregs. Þar var SAS sakfellt fyrir iðnaðarnjósnir í Noregi.

SAS var dæmt til að greiða skaðabætur upp á tæplega 40 milljónir kr. fyrir að hafa á ólöglegan hátt nýtt sér upplýsingar um fargjöld samkeppnisaðila síns í Noregi, Norwegians, og styrkt þar með stöðu sína í verðstríði milli þessara félaga. Um var að ræða samkeppni á leiðinni Stavanger-Newcastle.

Talsmaður Norwegian segir að félagið sé ánægt með niðurstöðu dómsins þrátt fyrir að hæstiréttur hafi minnkað sektina sem SAS var dæmt í fyrir héraði en þar voru bætrurnar metnar um 100 milljónir kr.

Áður hefur forstjóri Norwegian sagt að ólöglegir viðskiptahættir SAS hafi kostað félag sitt yfir milljarð kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×