Viðskipti innlent

Ljúka senn við áreiðanleikamat á áhugaverðu fasteignafélagi

Róbert Wessmann rekur Salt Investments.
Róbert Wessmann rekur Salt Investments.

Það skýrist snemma á næsta ári hvort Salt Investments, sem er í eigu Róberts Wessman, takist að landa kaupum á hlut í stóru fasteignafélagi í Suður -Evrópu. „Það er verið að klára áreiðanleikamat og það ætti að skýrast fljótlega hvort það verður af kaupunum," segir Róbert í samtali við Vísi. Hann hefur hingað til ekki viljað gefað upp hvaða félag þetta er.

Það var í samtali við Viðskiptablaðið fyrr á árinu sem Róbert greindi fyrst frá því að Salt væri að huga að því að fjárfesta í þessu félagi. Hann sagði þá að markaðsverð fyrirtækisins hefði fallið nokkuð og slíkar aðstæður gætu falið í sér tækifæri.

Róbert stofnaði Salt Investment þegar að hann seldi hlut sinn í Actavis fyrr á árinu fyrir um 12 milljarða króna í tengslum við afskráningu Actavis úr Kauphöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×