Viðskipti erlent

Dræm jólasala í Bandaríkjunum

Jólasalan var dræm í Bandaríkjunum þetta árið, að sögn AP fréttastofunnar. Talsmenn Target Corporation, sem er annað stærsta félagið í Bandaríkjunum á sviði smásölu, segja líklegt að salan hjá þeim hafi dregist saman í desember. Tölur frá Mastercard benda til þess að 2,4% aukning hafi verið í jólaverslun ef frádregin er sala á bensíni og bifreiðum.

„Mest virðist salan á kvenfatnaði hafa dregist saman, eða um 2,4%," segir Michael McNamara, varaforseti greiningadeildar MasterCard ráðgjafa. „Þetta er í beinu framhaldi af þróun sem við höfum orðið vitni að síðustu tvö ár," bætir McNamara við.

Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar var búist við því að jólaverslun á Íslandi myndi aukast um 5 milljarða á milli ára, fara úr 51 milljarði í 56.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×