Viðskipti innlent

Björgólfur Thor varð fyrir valinu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Við afhendingu Margrét Pála Ólafsdóttir, sem fékk frumkvöðlaverðlaunin, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Björgólfur Thor Björgólfsson, handhafi viðskiptaverðlauna VB.
Við afhendingu Margrét Pála Ólafsdóttir, sem fékk frumkvöðlaverðlaunin, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Björgólfur Thor Björgólfsson, handhafi viðskiptaverðlauna VB.
Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins (VB) hlýtur að þessu sinni Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og stjórnarformaður Novators. Tilkynnt var um valið í gær.

Björgólfur segir krónuna stærsta vandamál íslenskra fyrirtækja á árinu sem er að líða, að því er fram kemur í jólablaði Markaðarins. Er þetta í annað sinn sem Björgólfur hlýtur verðlaunin, en hann fékk þau árið 2002 eftir að hafa með fleirum keypt Landsbanka Íslands.

Þá var Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, heiðruð sem frumkvöðull ársins.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×