Viðskipti innlent

Eimskip selur 49% hlutafjár í Northern Lights Leasing

Eimskip hefur samið um 49% hlut í Northern Lights Leasing sem á flugflota Air Atlanta. Kaupandi er félagið AAI Holding ehf. sem er í eigu Hannesar Hilmarsson, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra Air Atlanta.

Söluverðið er um 22 milljónir evra eða rétt um tveir milljarðar króna. Northern Lights Leasing er eins og áður segir eignarhaldsfélag um flugflota Air Atlanta sem telur 13 breiðþotur.

Með sölunni hefur Eimskip selt sig að fullu út úr flugrekstri og munu stjórnendur einbeita sér að meginstarfsemi félagsins sem eru flutningar og rekstur á kæli- og frystigeymslum. Eimskip hefur vaxið mjög hratt og hefur tífaldað umsvif sín á þremur árum. Félagið hefur nú 13% markaðshlutdeild á heimsvísu á þessu sviði.

„Stefna Eimskips hefur verið að selja flugreksturinn út úr félaginu sem nú hefur verið lokið. Þetta er stór áfangi og við munum í framhaldinu geta einbeitt okkur enn frekar að meginstarfsemi félagsins," segir Baldur Guðnason forstjóri Eimskips.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×