Viðskipti innlent

Lokahóf Kauphallar Íslands árið 2007

Breki Logason skrifar
Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands

Vísir hefur tekið saman lista yfir þau fyrirtæki sem hækkuðu og lækkuðu mest á árinu. Fyrirtækið Flaga lækkaði mest en Atlantic Petroleum hækkaði mest árið 2007.

Það hafa verið sviptingar í Kauphöll Íslands á árinu. Í hugum margra markar árið sem nú er að renna sitt skeið tímamót í íslensku fjármálalífi. Sumir tala um að partýið sé búið en það fara ekki allir fúlir heim úr partýinu sem eftir allt saman var fjörugt og fullt af óvæntum uppákomum.

Flaga Group hlýtur þann vafasama titil að vera jólalegasta fyrirtæki ársins. Þegar listi Kauphallarinnar er skoðaður má sjá eldrauða pílu sem vísar að iðrum jarðar. Fyrirtækið lækkaði um 67,56% á árinu en fast á hæla þess má sjá 365 hf sem lækkaði um 55,74%. SPRON sem fór á markað seint á árinu er í þriðja sætinu en fyrirtækið lækkaði um 51,69%. Síðan er það umtalaðasta fyrirtæki ársins FL-Group sem lækkaði um 42,82%.

Grænu fyrirtækin svokölluðu halda öllu gleðilegri áramót og mega mörg þeirra vel við una eftir erfitt ár í viðskiptalífinu. Atlantic Petroleum hækkaði lang mest á árinu eða um tæp 258%. Vinnslustöðin hf hækkaði um tæp 89% í öðru sætinu en síðan er það Nýherji með 52,63% hækkun. Í fjórða sætinu má síðan sjá fyrirtækið Atorku en það hækkaði um 46,45% á árinu 2007.

Hér að neðan má sjá listana tvo í heild sinni

Hækkanir á árinu

P/F Atlantic Petroleum 257,89%

Vinnslustöðin hf 88,89%

Nýherji hf 52,63%

Atorka Group hf 46,45%

Alfesca hf 36,71%

Landsbanki Íslands
33,96%

Marel Food Systems hf
32,47%

Tryggingarmiðstöðin hf 24,67%

Teymi hf
9,80%

Hf. Eimskipafélag Íslands
6,77%

Kaupthing Bank 4,64%

Icelandair Group hf
0,54%

Century Aluminum Company 0,18%

Lækkanir á árinu

Flaga Group hf.
67,56%

365 hf. 55,74%

SPRON hf. 51,89%

FL Group hf. 42,82%

Icelandic Group hf.
31,32%

Eik Banki P/F 26,24%

Straumur-Burðarás
13,22%

Össur hf.
12,83%

Exista hf. 12,22%

Atlantic Airways P/F 8,49%

Bakkavör Group hf. 6,40%

Glintir banki hf.
5,79%

Föroya Banki P/F 3,17%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×