Viðskipti erlent

Bill Gates fjárfestir í mexíkanskri ölgerð

Bill Gates stjórnarformaður Microsoft hefur keypt 3% hlut í mexíkönsku ölgerðinni Femsa sem þekktust er fyrir að brugga Sol bjórinn.

Kaupin gerði Gates í gegnum fjárfestingarfyrirtæki sitt Cascade Investments og borgaði 392 milljónir dollara eða um 24 milljarða kr. fyrir.

Femsa hefur verið starfrækt frá árinu 1892 og fyrir utan Sol bjórinn er ölgerðin annað stærsta átöppunarfyrirtæki heims á Kóka kóla.

Þegar ljóst var að Bill Gates hefði keypt sig inn í Femsa nú fyrir helgina hækkuðu hlutabréf í félaginu um 7,5%. Ekki er vitað hvað Gates ætlast fyrir með hlut sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×