Þrenn viðskipti talin þau bestu á árinu 2007 27. desember 2007 11:48 Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL group Ábyrgur fyrir verstu viðskiptum ársins. „Vart hægt að segja annað,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um verstu viðskipti ársins. Enginn ágreiningur var meðal álitsgjafa um verstu viðskiptin. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra nefndi kaup og sölu FL Group á bandaríska flugrisanum AMR. Fólk var ekki eins sammála um hver bestu viðskipti ársins hefðu verið. Þrenn voru nefnd til sögunnar, efst og jöfn: Icesave innlánareikningur Landsbankans í Bretlandi, sala Novators á búlgarska símanum BTC og hlutafjáraukning Baugs í FL Group.umbreyttu fjármögnunarprófílnumSigurjón Árnason og halldór kristjánsson, bankastjórar landsbankans Bankareikningurinn í Bretlandi breytti fjármögnun bankans.„Þeir hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um viðskipti ársins 2007. Icesave reikningur Landsbankans varð raunar ekki til á árinu, en sló í gegn hjá Bretum. Þrátt fyrir bankakrísu og áhyggjur samfara Northern Rock héldu Bretar ótrauðir áfram að leggja sparnað sinn inn hjá Landsbankanum.Innlán þar nema nú hátt í fimm milljörðum punda, eða sem nemur sex hundruð milljörðum íslenskra króna. Hlutfall innlána af útlánum hjá bankanum hefur í kjölfarið aukist úr fjórðungi í þrjá fjórðu.„Besti díllinn“Björgólfur Thor Björgólfsson Tók inn milljarða á sölunni á BTC.Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, seldi 90 prósenta hlut sinn í búlgarska landsímanum BTC um miðjan ágúst. Andvirði sölunnar nam 1,4 milljörðum evra eða sem nemur 127 milljörðum íslenskra króna. Bandaríska fjármálafyrirtækið AIG Global Investment Group keypti hlutinn. Hermt er að Björgólfur Thor hafi innleyst 60 milljarða króna hagnað við söluna og lá „með cash þegar ósköpin dundu yfir í haust“, sagði einn álitsgjafa og annar bætti við „rétt áður en slíkt hefði verið ómögulegt“. Styrkti stöðunaJón ásgeir jóhannesson Styrkti stöðu sína í FL Group verulega.„Jón Ásgeir styrkti stöðu sína í FL Group með erlendum eignum,“ sagði einn álitsgjafa um hlutafjáraukningu Baugs Group í FL Group nú undir lok ársins. Hlutafé í FL Group var aukið um 64 milljarða króna í upphafi síðasta mánaðar ársins. Baugur komst til frekari áhrifa í félaginu með því að fasteignafélög Baugs voru færð undir FL. Þannig varð næstum 40 prósenta hlutur í Landic Property settur inn í FL, helmingshlutur í Þyrpingu og tæplega fjórðungur í Eik. Þá keypti FL eignarhluti í alþjóðlegum fasteignasjóðum af Baugi Group. BG Capital ehf., handhafi fasteignafélaganna, eignaðist samfara þessu yfir fjórtán prósenta hlut í FL Group. AMR ... vart hægt að segja annaðMeirihluti álitsgjafa var ekki í vafa um hver væru verstu viðskipti ársins. „Versti díllinn“ varð einum þeirra að orði. Þar var rætt um kaup og sölu FL Group á hlutum í bandaríska flugrisanum AMR. FL Group var um tíma stærsti hluthafinn í AMR og átti mest 9,3 prósenta hlut í félaginu. FL á nú rúmt prósent.Ætla má að félagið hafi varið tugum milljarða í kaup í AMR á árinu sem ekki skiluðu sér. Þegar bróðurparturinn af hlutnum var seldur í nóvember, hafði gengi bréfa í AMR lækkað jafnt og þétt.Verðmæti hlutar FL Group í AMR var ríflega þrjátíu milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. En hann lækkaði í virði um fimmtán milljarða á árinu. Hannes Smárason, þá forstjóri FL Group, reyndi ýmislegt til að glæða þessa fjárfestingu lífi, en allt kom fyrir ekki.Geysir Green-VitleysanÁlitsgjafar Markaðarins nefndu fleiri viðskipti í hópi þeirra verstu og bestu á árinu. Hasarinn í kringum samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest nefndu flestir.Af vel heppnuðum viðskiptum nefndu álitsgjafar meðal annars yfirtöku Marels á Stork, kaup Kaupþings á hollenska bankanum NBIC og fjárfestingu Róberts Wessmans í Háskólanum í Reykjavík. Markaðir Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Vart hægt að segja annað,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um verstu viðskipti ársins. Enginn ágreiningur var meðal álitsgjafa um verstu viðskiptin. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra nefndi kaup og sölu FL Group á bandaríska flugrisanum AMR. Fólk var ekki eins sammála um hver bestu viðskipti ársins hefðu verið. Þrenn voru nefnd til sögunnar, efst og jöfn: Icesave innlánareikningur Landsbankans í Bretlandi, sala Novators á búlgarska símanum BTC og hlutafjáraukning Baugs í FL Group.umbreyttu fjármögnunarprófílnumSigurjón Árnason og halldór kristjánsson, bankastjórar landsbankans Bankareikningurinn í Bretlandi breytti fjármögnun bankans.„Þeir hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um viðskipti ársins 2007. Icesave reikningur Landsbankans varð raunar ekki til á árinu, en sló í gegn hjá Bretum. Þrátt fyrir bankakrísu og áhyggjur samfara Northern Rock héldu Bretar ótrauðir áfram að leggja sparnað sinn inn hjá Landsbankanum.Innlán þar nema nú hátt í fimm milljörðum punda, eða sem nemur sex hundruð milljörðum íslenskra króna. Hlutfall innlána af útlánum hjá bankanum hefur í kjölfarið aukist úr fjórðungi í þrjá fjórðu.„Besti díllinn“Björgólfur Thor Björgólfsson Tók inn milljarða á sölunni á BTC.Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, seldi 90 prósenta hlut sinn í búlgarska landsímanum BTC um miðjan ágúst. Andvirði sölunnar nam 1,4 milljörðum evra eða sem nemur 127 milljörðum íslenskra króna. Bandaríska fjármálafyrirtækið AIG Global Investment Group keypti hlutinn. Hermt er að Björgólfur Thor hafi innleyst 60 milljarða króna hagnað við söluna og lá „með cash þegar ósköpin dundu yfir í haust“, sagði einn álitsgjafa og annar bætti við „rétt áður en slíkt hefði verið ómögulegt“. Styrkti stöðunaJón ásgeir jóhannesson Styrkti stöðu sína í FL Group verulega.„Jón Ásgeir styrkti stöðu sína í FL Group með erlendum eignum,“ sagði einn álitsgjafa um hlutafjáraukningu Baugs Group í FL Group nú undir lok ársins. Hlutafé í FL Group var aukið um 64 milljarða króna í upphafi síðasta mánaðar ársins. Baugur komst til frekari áhrifa í félaginu með því að fasteignafélög Baugs voru færð undir FL. Þannig varð næstum 40 prósenta hlutur í Landic Property settur inn í FL, helmingshlutur í Þyrpingu og tæplega fjórðungur í Eik. Þá keypti FL eignarhluti í alþjóðlegum fasteignasjóðum af Baugi Group. BG Capital ehf., handhafi fasteignafélaganna, eignaðist samfara þessu yfir fjórtán prósenta hlut í FL Group. AMR ... vart hægt að segja annaðMeirihluti álitsgjafa var ekki í vafa um hver væru verstu viðskipti ársins. „Versti díllinn“ varð einum þeirra að orði. Þar var rætt um kaup og sölu FL Group á hlutum í bandaríska flugrisanum AMR. FL Group var um tíma stærsti hluthafinn í AMR og átti mest 9,3 prósenta hlut í félaginu. FL á nú rúmt prósent.Ætla má að félagið hafi varið tugum milljarða í kaup í AMR á árinu sem ekki skiluðu sér. Þegar bróðurparturinn af hlutnum var seldur í nóvember, hafði gengi bréfa í AMR lækkað jafnt og þétt.Verðmæti hlutar FL Group í AMR var ríflega þrjátíu milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. En hann lækkaði í virði um fimmtán milljarða á árinu. Hannes Smárason, þá forstjóri FL Group, reyndi ýmislegt til að glæða þessa fjárfestingu lífi, en allt kom fyrir ekki.Geysir Green-VitleysanÁlitsgjafar Markaðarins nefndu fleiri viðskipti í hópi þeirra verstu og bestu á árinu. Hasarinn í kringum samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest nefndu flestir.Af vel heppnuðum viðskiptum nefndu álitsgjafar meðal annars yfirtöku Marels á Stork, kaup Kaupþings á hollenska bankanum NBIC og fjárfestingu Róberts Wessmans í Háskólanum í Reykjavík.
Markaðir Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira