Þrenn viðskipti talin þau bestu á árinu 2007 27. desember 2007 11:48 Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL group Ábyrgur fyrir verstu viðskiptum ársins. „Vart hægt að segja annað,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um verstu viðskipti ársins. Enginn ágreiningur var meðal álitsgjafa um verstu viðskiptin. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra nefndi kaup og sölu FL Group á bandaríska flugrisanum AMR. Fólk var ekki eins sammála um hver bestu viðskipti ársins hefðu verið. Þrenn voru nefnd til sögunnar, efst og jöfn: Icesave innlánareikningur Landsbankans í Bretlandi, sala Novators á búlgarska símanum BTC og hlutafjáraukning Baugs í FL Group.umbreyttu fjármögnunarprófílnumSigurjón Árnason og halldór kristjánsson, bankastjórar landsbankans Bankareikningurinn í Bretlandi breytti fjármögnun bankans.„Þeir hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um viðskipti ársins 2007. Icesave reikningur Landsbankans varð raunar ekki til á árinu, en sló í gegn hjá Bretum. Þrátt fyrir bankakrísu og áhyggjur samfara Northern Rock héldu Bretar ótrauðir áfram að leggja sparnað sinn inn hjá Landsbankanum.Innlán þar nema nú hátt í fimm milljörðum punda, eða sem nemur sex hundruð milljörðum íslenskra króna. Hlutfall innlána af útlánum hjá bankanum hefur í kjölfarið aukist úr fjórðungi í þrjá fjórðu.„Besti díllinn“Björgólfur Thor Björgólfsson Tók inn milljarða á sölunni á BTC.Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, seldi 90 prósenta hlut sinn í búlgarska landsímanum BTC um miðjan ágúst. Andvirði sölunnar nam 1,4 milljörðum evra eða sem nemur 127 milljörðum íslenskra króna. Bandaríska fjármálafyrirtækið AIG Global Investment Group keypti hlutinn. Hermt er að Björgólfur Thor hafi innleyst 60 milljarða króna hagnað við söluna og lá „með cash þegar ósköpin dundu yfir í haust“, sagði einn álitsgjafa og annar bætti við „rétt áður en slíkt hefði verið ómögulegt“. Styrkti stöðunaJón ásgeir jóhannesson Styrkti stöðu sína í FL Group verulega.„Jón Ásgeir styrkti stöðu sína í FL Group með erlendum eignum,“ sagði einn álitsgjafa um hlutafjáraukningu Baugs Group í FL Group nú undir lok ársins. Hlutafé í FL Group var aukið um 64 milljarða króna í upphafi síðasta mánaðar ársins. Baugur komst til frekari áhrifa í félaginu með því að fasteignafélög Baugs voru færð undir FL. Þannig varð næstum 40 prósenta hlutur í Landic Property settur inn í FL, helmingshlutur í Þyrpingu og tæplega fjórðungur í Eik. Þá keypti FL eignarhluti í alþjóðlegum fasteignasjóðum af Baugi Group. BG Capital ehf., handhafi fasteignafélaganna, eignaðist samfara þessu yfir fjórtán prósenta hlut í FL Group. AMR ... vart hægt að segja annaðMeirihluti álitsgjafa var ekki í vafa um hver væru verstu viðskipti ársins. „Versti díllinn“ varð einum þeirra að orði. Þar var rætt um kaup og sölu FL Group á hlutum í bandaríska flugrisanum AMR. FL Group var um tíma stærsti hluthafinn í AMR og átti mest 9,3 prósenta hlut í félaginu. FL á nú rúmt prósent.Ætla má að félagið hafi varið tugum milljarða í kaup í AMR á árinu sem ekki skiluðu sér. Þegar bróðurparturinn af hlutnum var seldur í nóvember, hafði gengi bréfa í AMR lækkað jafnt og þétt.Verðmæti hlutar FL Group í AMR var ríflega þrjátíu milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. En hann lækkaði í virði um fimmtán milljarða á árinu. Hannes Smárason, þá forstjóri FL Group, reyndi ýmislegt til að glæða þessa fjárfestingu lífi, en allt kom fyrir ekki.Geysir Green-VitleysanÁlitsgjafar Markaðarins nefndu fleiri viðskipti í hópi þeirra verstu og bestu á árinu. Hasarinn í kringum samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest nefndu flestir.Af vel heppnuðum viðskiptum nefndu álitsgjafar meðal annars yfirtöku Marels á Stork, kaup Kaupþings á hollenska bankanum NBIC og fjárfestingu Róberts Wessmans í Háskólanum í Reykjavík. Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
„Vart hægt að segja annað,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um verstu viðskipti ársins. Enginn ágreiningur var meðal álitsgjafa um verstu viðskiptin. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra nefndi kaup og sölu FL Group á bandaríska flugrisanum AMR. Fólk var ekki eins sammála um hver bestu viðskipti ársins hefðu verið. Þrenn voru nefnd til sögunnar, efst og jöfn: Icesave innlánareikningur Landsbankans í Bretlandi, sala Novators á búlgarska símanum BTC og hlutafjáraukning Baugs í FL Group.umbreyttu fjármögnunarprófílnumSigurjón Árnason og halldór kristjánsson, bankastjórar landsbankans Bankareikningurinn í Bretlandi breytti fjármögnun bankans.„Þeir hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um viðskipti ársins 2007. Icesave reikningur Landsbankans varð raunar ekki til á árinu, en sló í gegn hjá Bretum. Þrátt fyrir bankakrísu og áhyggjur samfara Northern Rock héldu Bretar ótrauðir áfram að leggja sparnað sinn inn hjá Landsbankanum.Innlán þar nema nú hátt í fimm milljörðum punda, eða sem nemur sex hundruð milljörðum íslenskra króna. Hlutfall innlána af útlánum hjá bankanum hefur í kjölfarið aukist úr fjórðungi í þrjá fjórðu.„Besti díllinn“Björgólfur Thor Björgólfsson Tók inn milljarða á sölunni á BTC.Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, seldi 90 prósenta hlut sinn í búlgarska landsímanum BTC um miðjan ágúst. Andvirði sölunnar nam 1,4 milljörðum evra eða sem nemur 127 milljörðum íslenskra króna. Bandaríska fjármálafyrirtækið AIG Global Investment Group keypti hlutinn. Hermt er að Björgólfur Thor hafi innleyst 60 milljarða króna hagnað við söluna og lá „með cash þegar ósköpin dundu yfir í haust“, sagði einn álitsgjafa og annar bætti við „rétt áður en slíkt hefði verið ómögulegt“. Styrkti stöðunaJón ásgeir jóhannesson Styrkti stöðu sína í FL Group verulega.„Jón Ásgeir styrkti stöðu sína í FL Group með erlendum eignum,“ sagði einn álitsgjafa um hlutafjáraukningu Baugs Group í FL Group nú undir lok ársins. Hlutafé í FL Group var aukið um 64 milljarða króna í upphafi síðasta mánaðar ársins. Baugur komst til frekari áhrifa í félaginu með því að fasteignafélög Baugs voru færð undir FL. Þannig varð næstum 40 prósenta hlutur í Landic Property settur inn í FL, helmingshlutur í Þyrpingu og tæplega fjórðungur í Eik. Þá keypti FL eignarhluti í alþjóðlegum fasteignasjóðum af Baugi Group. BG Capital ehf., handhafi fasteignafélaganna, eignaðist samfara þessu yfir fjórtán prósenta hlut í FL Group. AMR ... vart hægt að segja annaðMeirihluti álitsgjafa var ekki í vafa um hver væru verstu viðskipti ársins. „Versti díllinn“ varð einum þeirra að orði. Þar var rætt um kaup og sölu FL Group á hlutum í bandaríska flugrisanum AMR. FL Group var um tíma stærsti hluthafinn í AMR og átti mest 9,3 prósenta hlut í félaginu. FL á nú rúmt prósent.Ætla má að félagið hafi varið tugum milljarða í kaup í AMR á árinu sem ekki skiluðu sér. Þegar bróðurparturinn af hlutnum var seldur í nóvember, hafði gengi bréfa í AMR lækkað jafnt og þétt.Verðmæti hlutar FL Group í AMR var ríflega þrjátíu milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. En hann lækkaði í virði um fimmtán milljarða á árinu. Hannes Smárason, þá forstjóri FL Group, reyndi ýmislegt til að glæða þessa fjárfestingu lífi, en allt kom fyrir ekki.Geysir Green-VitleysanÁlitsgjafar Markaðarins nefndu fleiri viðskipti í hópi þeirra verstu og bestu á árinu. Hasarinn í kringum samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest nefndu flestir.Af vel heppnuðum viðskiptum nefndu álitsgjafar meðal annars yfirtöku Marels á Stork, kaup Kaupþings á hollenska bankanum NBIC og fjárfestingu Róberts Wessmans í Háskólanum í Reykjavík.
Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira