Viðskipti erlent

Putin orðaður við forstjórastólinn í Gazprom

Valdimir Putin forseti Rússlands er nú orðaður við forstjórastólinn hjá olíurisanum Gazprom. Sagt er að hann muni taka við stöðunni í mars er kjörtímabili hans lýkur.

Það er viðskiptablaðið Vedomosti sem greinir frá þessu og ber við heimildum bæði innan Gazprom og í innsta kjarna stuðningsmanna Dmitry Medvedev. Eins og kunnugt er hefur Putin valið Dmitry sem eftirmann sinn.

Dmitry er núverandi forstjóri Gazprom og mun láta af því embætti ef hann nær kjöri sem forseti Rússlands. Gazprom útvegar Evrópu sem standur um fjórðung af öllu því gasi sem notað er í álfunni.

Hvorki Gazprom né Kreml vilja tjá sig um fregnina í Vedomosti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×