Fleiri fréttir

Leikstýrði setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins stendur yfir í Laugardalshöll þessa helgina. Og eins og lesendur Fréttablaðsins hafa séð er ekkert til sparað við umgjörð hans enda um að ræða einn stærsta fund ársins. Geir H. Haarde flutti á fimmtudaginn ræðu sína til flokkssystkina sinna og var eftir því tekið hversu glæsileg innkoman var hjá frambjóðendum flokksins fyrir alþingiskosningarnar í maí. Og þá ekki síður hversu allt virtist vera vel skipulagt, einhvern veginn allt á sínum stað.

Eldar fyrir O.J. Simpson og Orlando Bloom

Bók Völundar Snæs Völundarsonar, Delicious Iceland, hlaut nýverið hinn virtu The Gourmet Cookbook Awards sem veitt eru í Kína. Verðlaunin þykja með þeim stærstu í matarbókarheiminum. Hlaut hinn virti kokkur Jamie Oliver þau fyrir nokkrum árum auk þess sem einkakokkur sjónvarpsdrottningarinnar Opruh Winfrey var sæmdur sömu nafnbót.

Jude Law kóngur framhjáhaldanna

Íslandsvinurinn Jude Law hefur verið valinn konungur framhjáhaldanna í heimi ríka og fræga fólksins í könnun bandarísks tímarits. Jude Law hélt sem kunnugt er framhjá leikkonunni Siennu Miller með barnfóstru sinni, Daisy Wright, og gerði þar með marga aðdáendur sína fráhverfa sér.

„Skrapp“ í sókn á Íslandi

Anna Sigríður Eyjólfsdóttir föndrar af lífs og sálar kröftum á hverjum degi. Hingað til hefur ekki farið mikið fyrir tómstundagamni hennar hér á landi, en á ensku kallast iðjan „scrap".

Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna

Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér.

Courtney Love neitar að hafa farið í magaminnkun

Söngkonan Courtney Love hefur grennst afar mikið á mjög skömmum tíma. Söngkonan, sem er 42 ára gömul, vakti mikla athygli í síðasta mánuði þegar myndir af henni í bikiní fóru um alnetið. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir um að hún hafi farið í magaminnkunaraðgerð en söngkonan þvertekur fyrir það.

Penelope Cruz langar að ættleiða

Það virðist sem enginn sé maður með mönnum í Hollywood nema vera búinn að ættleiða barn, eða að minnsta kosti hugsa um að ættleiða. Nú hefur spænska leikkonan Penelope Cruz bæst í hóp þeirra Hollywoodstjarna sem láta sig ættleiðingar varða.

Madonna á leið til Malaví

Söngkonan Madonna er á leið til Malaví þar sem hún ætlar að vinna að góðgerðarmálum. Mun hún hafa yfirsýn með byggingu heilsuverndarstöðvar fyrir börn en það er hluti af starfi hennar fyrir samtökin ,,Raising Malawi.”

Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal nýjasta parið

Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon gekk í gegnum erfiðan skilnað við fyrrum eiginmann sinn, Ryan Phillippe, á síðasta ári. Það virðist þó að leikkonan sé búin að finna ástina að nýju með leikaranum Jake Gyllenhaal en vinir leikkonunnar segja þau vera í ástarsambandi.

Leitað að söngfjölskyldu Bandaríkjanna

Þrjú eldri systkina poppkóngsins Michael Jackson eru að fara af stað með nýjan raunveruleikaþátt á sjónvarpsstöðinni CBS. Verður þátturinn í anda ,American Idol og miðar að því að finna næstu ,,söngfjölskyldu" Bandaríkjanna.

Hús Johnny Cash brennur til grunna

Heimili tónlistarmannsins Johnny Cash heitins í Tennessee í Bandaríkjunum brann til grunna á þriðjudag. Nýr eigandi þess, Barry Gibb úr Bee Gees, var að endurnýja húsið er bruninn varð.

Knútur fær keppinaut

Mesta aðdráttaraflið í dýragarðinum í Hamborg um þessar er nýfæddur fílskálfur sem kom í heiminn í gær. Kálfurinn var 80 kíló að þyngd þegar hann fæddist og um einn meter á hæð. Hann þykir verðugur keppinautur ísbjarnarhúnsins Knúts sem hefst við í dýragarðinum í Berlín.

Marcia Cross: Tvöföld hamingja

Aðþrengda eiginkonan Marcia Cross gæti ekki verið ánægðari eftir að hún eignaðsti tvíburasysturnar Eden og Savannah, 44 ára að aldri, en þær komu í heiminn þann 20. febrúar síðastliðinn.

Anna Nicole: Howard stendur með Larry

Niðurstaða DNA prófs sem skera átti úr um hver faðir Dannielynn, sjö mánaða dóttur Önnu Nicole Smith heitinnar, er opinber. Er það Larry Birkhead, fyrrum kærasti fyrirsætunnar, sem er faðirinn.

Lúxus dagvistun fyrir börn efnamanna

Nýverið opnaði í Þýskalandi barnaheimili sem sérhæfir sig í ummönun og dagvistun fyrir börn efnamanna. Þar geta ríku börnin leikið sér að sérsmíðuðum leikföngum við undirleik sígildrar tónlistar á meðan þau snæða lífrænt ræktaðan mat.

Bafta tilkynnir útnefningar fyrir sjónvarpsefni

Sjónvarpsþáttur um ævi og störf alþýðuhetjunnar Lord Longford hlýtur flestar útnefningar til hinna bresku Bafta verðlauna í flokki sjónvarpsefnis. Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademía hefur tilkynnt hverjir hljóta útnefningar fyrir í ár en meðal þeirra eru leikararnir Jim Broadbent og Anne Marie Duff.

Birkhead barnsfaðir Önnu Nicole

Rannsókn á faðerni á Dannielynn sjö mánaða dóttir fyrrum Playboy drottningar Önnu Nicole Smith er loksins komið í ljós. Barnsfaðir Önnu mun hafa verið fyrrum kærasti hennar Larry Birkhead. Howard Stern, lögfræðingur Önnu Nicole var fyrst skráður sem faðir Dannielynn en eftir að Anna Nicole lést komu sífelt fleiri í ljós sem sögðust vera faðir barnsins, þar á meðan Larry Birkhead.

Sheryl Crow vekur athygli á hlýnun loftlags

Sveitasöngkonan Sheryl Crow lagði af stað í tónleikaferðalag í gær en með því ætlar hún að vekja athygli á hlýnun loftlags í heiminn. Sheryl er þar með komin í hóp annarra stórstjarna sem vakið hafa athygli á loftlagsbreytingum.

Jennifer Lopez ánægð með línurnar

Margar konur keppast við að komast í sem minnsta fatastærð. Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er ekki ein þeirra, hún er ánægð með vöxt sinn eins og hann er.

Búist við niðurstöðum DNA rannsóknar í dag

Niðurstöður DNA rannsóknar, sem leiða mun í ljós hver er faðir Dannielynn, sjö mánaða gamallar dóttur Önnu Nicole heitinnar, eru væntanlegar í dag. Búist er við að niðurstöðurnar verði kynntar í hæstarétti á Bahamaseyjum.

Þríhjólakappakstur í San Fransisco

Það er fátt sem mönnum ekki dettur í hug í henni Ameríku. Í San Fransisco keppir hópur fullorðins fólks ár hvert á þríhjólum, sem flestir tengja frekar við ung börn.

Steðjað í stórlax á Kólaskaga

„Menn eru farnir að fara til Rússlands. Það eru allir komnir með upp í kok af verðinu hérna heima," segir Hilmar Hansson sem er einn þekktasti veiðimaður landsins.

Radcliffe rakar inn seðlum

Harry Potter-stjarnan Daniel Radcliffe er í hópi ríkustu ungmenna Bretlands. Eignir hans eru metnar á yfir milljarð króna sem gerir hann ríkari en marga þekkta fótboltamenn.

Þáttaraðir um æfi Bruce Lee

Kínverska sjónvarpið ætla að gera 40 þátta heimildamynd um ævi kung fu snillingsins Bruce Lee. Þáttaraðirnar bera nafnið "The Legend of Bruce Lee" og mun gerð þáttanna vera um 43 milljarðar íslenskra króna.

Eurovision liður í sjálfstæðisbaráttu

„Ég styð þá í hvaða vitleysu sem er eins og þar stendur. Sjálfsagt, fyrst keppnin hefur teygt sig svo langt landfræðilega að Ísraelsmenn eru með, að Palestínumenn taki líka þátt. Hafi þeir áhuga á því,” segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína.

Avril Lavigne kaupir 10 baðherbergja villu

Söngkonan Avril Lavigne hefur fest kaup á stórhýsi í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum Deryck Whibley, söngvara hljómsveitarinnar Sum 41. Baðherbergin í húsinu eru 10 talsins. Avril, sem er 22 ára, og Deryck, 27 ára keyptu húsið fyrir rúma 9,5 milljón dollara en það jafngildir rúmum 640 milljónum íslenskra króna.

Nicole Kidman í faðmi fjölskyldunnar um páskana

Leikkonan Nicole Kidman og maður hennar, sveitasöngvarinn Keith Urban, eyddu helginni með fjölskyldu Nicole í Ástralíu. Byrjuðu þau páskahelgina á því að fara til kirkju í L.A. áður en þau flugu með einkaþotu til Sydney. Þar hitti parið í fyrsta sinn nýja systurdóttur Nicole, Sybellu, en systir Nicole, Antonia, eignaðist barnið barnið fyrir tveimur vikum.

Kevin á strípibúllu en Britney á Lakers leik

Britney og Kevin voru kát um páskahelgina, aðeins rúmri viku eftir að þau náðu samkomulagi um skilnað sinn. Kevin fór með nokkrum nánum vinum sínum til Las Vegas og var helgin sannkölluð ,,strákahelgi,” samkvæmt heimildum People en Britney skellti sér á körfuboltaleik og verslaði síðan svolítið.

Scarlett Johansson ekki að leita að kærasta

Leikkonan Scarlett Johansson, sem bendluð hefur verið við söngvarann Justin Timberlake, gefur lítið fyrir þær sögusagnir en sést hefur til þeirra úti að skemmta sér saman undanfarið.

Kate Beckinsale vill stærri brjóst

Margir telja leikkonuna Kate Beckinsale bera hið fullkomna útlit. Hún er þó ekki á sama máli þar sem hún vildi gjarnan vera barmstærri. Helst vilji hún jafn stóran barm og leikkonan Queen Latifah. Kemur þetta fram í maí útgáfu tímaritsins Glamour.

Geðæknir Önnu Nicole sætir rannsókn

Geðlæknir, sem skrifaði upp á 11 lyfjategundir sem fundust á hótelherbergi Önnu Nicole Smith við andlát hennar, sætir nú rannsókn læknaráðs Californiu.

Innihald dagbóka Önnu Nicole

Innihald tveggja dagbóka Önnu Nicole heitinnar er nú komið í fjölmiðla. Bækurnar hélt Anna Nicole á 10. áratuginum og má lesa úr þeim að hún var afar ástfangin af þáverandi eiginmanni, auðkýfingnum J. Howard Marshall II, en hafði miklar áhyggjur af þyngdinni og kynlífi.

Örvhenti urriðinn reyndist lax

„Hvað er lax að flækjast í Minnivallalæk í Landsveit? Mér fannst hann reyndar laxlegur. Urrrlax,“ segir Sigurður Sveinsson, handboltakappi með meiru.

Gefur laun sín til góðgerðarmála

„Jú það er satt, ég ætla að gefa öll launin sem ég fæ fyrir að kenna þennan áfanga til góðgerðarmála. Þrír hæstu nemendurnir fá að velja hvaða góðgerðarsamtök fá peningana og ég reikna með að hann skiptist milli tveggja eða þriggja samtaka,“ segir Raphael Wechsler, stundakennari við Háskólann í Reykjavík.

Höfuðborgin í algjöran forgang

Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, framkvæmda- og rekstraraðila Hvalfjarðarganga, og forstjóri Faxaflóahafna, hefur afar mótaðar hugmyndir um samgöngumál á láði og legi. Stígur Helgason ræddi við hann um fyrirhugaða tvöföldun Hvalfjarðarganga.

Fóru á Ólympíuleika pitsubakara

Jakob H. Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir, eigendur Hornsins, voru dómarar í fyrstu Ólympíuleikunum í pitsugerð sem haldnir voru á Ítalíu í síðustu viku. Ólöf, dóttir þeirra hjóna, og Mummi, sem hefur starfað sem pitsubakari á Horninu í um sjö ár, kepptu fyrir hönd Íslands á mótinu. Þau skutu ríkjandi Norðurlandameistara ref fyrir rass, og stefna á að taka þátt í komandi keppnum í Skandinavíu.

Bjartsýnn brúarsmiður

Kristín Steinsdóttir fagnar tuttugu ára rithöfundarafmæli sínu um þessar mundir en hún hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu fyrir nýjustu skáldsögu sína, Á eigin vegum. Kristrún Heiða Hauksdóttir kíkti í skonsur til Kristínar.

Á nærbuxum á veitingahúsi

Halldór Bragason, blúsgítarleikari og blúskóngur Íslands, segir blúsinn gera lífið fegurra og Blúshátíðina umturna daufri dymbilviku í skemmtilega daga. Halldór er ekki aðeins blúsari af lífi og sál, heldur er hann golfari mikill og sporðdreki.

Bjarni Ben ætlar að hlaupa maraþon

„Við erum nokkrir saman sem höfum verið að hlaupa síðan í janúar,“ segir alþingismaðurinn Bjarni Benediktsson sem ætlar að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt nokkrum félögum sínum. „Það hefur gengið misjafnlega að koma sér virkilega vel í gang og ýmis meiðsl hafa verið að hrjá hópinn og ég sjálfur þurfti að taka mér smá pásu en er allur að koma til,“ bætir Bjarni við.

Travolta nauðlenti á Írlandi

John Travolta komst í hann krappann á mánudag þegar tæknilegir erfiðleikar komu upp í einkaþotu hans. Vélin var á leið frá Þýskalandi til New York. Henni var nauðlent á Shannon flugvellinum í Írlandi.

Cynthia Nixon rótar í ruslinu

Sex and the City stjarnan Cynthia Nixon er svo sannarlega ekki pjöttuð. Ónefndur gestur í Riverside Park garðinum í N.Y. hafði hent nammipoka sínum í rusl í garðinum, en það var ennþá smá sælgæti í pokanum.

Faðerni dóttur Önnu Nicole ennþá óljóst

Búist var við að niðurstöður DNA prófs, sem skera á úr um hver faðir dóttur Önnu Nicole heitinnar væri, kæmu fram í rétti í gær. Hafði dómari á Bahamaseyjum fyrirskipað DNA prófið. Dóttir Önnu Nicole, Dannielynn, er aðeins sex mánaða gömul.

Tók pabba sinn í nefið - bókstaflega!

Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, viðurkenndi í blaðaviðtali að hann hefði tekið ösku föður síns og blandað við kókaín sem hann tók síðan í nefið. Aðspurður sagði hann að blandan hefði ekki verið slæm - hann væri jú ennþá á lífi. Faðir Keiths dó árið 2002. Enn fer engum sögum af viðbrögðum móður Keiths við fréttunum.

Mandy Moore ökklabrotin

Söngkonan Mandy Moore brákaðist á ökkla þegar hún var í myndatöku fyrir tímaritið Self. Var hún að hoppa af bát ofan í sjóinn þegar slysið átti sér stað. Átti slysið sér stað í Mexíko í lok febrúar samkvæmt talsmanni söngkonunnar.

Sjá næstu 50 fréttir